Frábær nýafstaðin helgi.
12.8.2008 | 19:44
Ég fór með húsbandi í vestur húnavatnssýslu til litlu systur minnar, ætluðum í leiðinni að hitta yngstu stelpuna mína sem hefur verið í vinnu hjá henni í sumar en þá hafði skvísan skellt sér til Reykjavíkur til að taka þátt í gay pride göngunni og hitta vini.
Frá systir lá leiðin til Reykjaskóla á nemendamót, 28 ár eru liðin síðan við vorum saman í skóla og
eftirvæntingin var mikil þegar ég keyrði niður afleggjarann að skólanum og sá hóp af fólki samankomin á skólalóðinni, sá fyrst af öllum Lóló æskuvinkonu sem hefur verið búsett í Noregi síðustu 25 árin
heyrði fagnaðarópin í henni inn í bíl , ég var fljót að hendast út úr bílnum og í fangið á henni. Næstu 2 tímana var maður í því að kyssa og faðma gamla vini. Suma hef ég hitt með nokkurra ára millibili, aðra einu sinni og suma ekki síðan við vorum í skólanum.
Það gat tekið mann smá stund að kveikja hver væri hvað því auðvitað hefur fólk breyst mikið á þessum tíma, sumir hafa reyndar hreinlega yngst eins og t.d. skvísan hún Lóló, en öll sýninst mér við eldast fallega.
Skipulag mótsins var í alla staði framúrskarandi, við eyddum parti af laugardeginum í keppni í skemmtilegum ratleik þar sem reyndi heldur betur á minnið, þar sem spurningarnar snerust auðvitað um dvöl okkar þarna og svo kom hver hópur með skemmtiatriði sem var flutt bæði yfir borðhaldi og svo í íþróttahúsinu fyrir ball. Það var svo ekki fyrr en eftir miðnætti sem gamla góða skólahljómsveitin komst að til að spila, þeir hafa engu gleymt og við ekki heldur því það var með ólíkindum hvað maður man af textunum þeirra, ég brast í söng hvað eftir annað og kom sjálfri mér á óvart í hvert skipti
..
Svo var dansað fram undir morgun og sumir höfðu lagt sig í klukkutíma áður en morgunmatur var borin fram
.
Það var frábært að sjá hvað hefur orðið út þessu fólki, og misjafnt lífshlaupið eins og gengur og gerist, í raun ekkert sem kom á óvart. Þarna var einn prestur ( fyrrum pönkari) sveitastjórar, kennarar, myndlistarkonur, atvinnurekendur, félagsráðgjafar, bændur, verslunarfólk, skrifstofufólk, fjölmiðlafólk og Guð má vita hvað. Rut skólasystir kom alla leið frá Suður Afríku, hún bauð mér reyndar vinnu þar en hún er að setja á fót heimili fyrir konur sem þurfa vegna fátæktar að láta frá sér börnin sín og konur sem búa við einhverskonar ofbeldi., ég satt að segja er meir en til í að fara og hver veit hvað ég geri eftir skóla
við ætlum allavega að vera í sambandi.
Á bakaleiðinni komum við við á Gauksmýri til að hitta tengdó sem gistu þar og skoða staðinn, spjölluðum við staðarhaldara og ræddum meðal annars um sýningu sem ég stefni á að setja upp hjá þeim næsta vor.
Næstu helgi ætla ég inn í Ólafsjörð
bæði til að flytja húsband og svo langar mig á sýningu Eggerts péturssonar sem er sett upp í tilefni berjadaga. Ég hef einu sinni komið heim til Eggerts þar sem ég fékk að skoða verk sem voru í vinnslu og spjalla við hann, mjög fróðlegt og skemmtilegt.
En nú er ég rokin í annað....bless í bili.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Rosalega er gaman að heyra hvað þetta lukkaðist vel. Yndislegt að hitta gömul skólasystkin Er húsbandið þitt bara að flytja út í Ólafsfjörð? þá er nú hægt að hittast helling. Mig langar alltaf meira og meira að kaupa af þér mynd, er ekki einhver sem þú gætir tekið mynd af sent í meili og ég get platað Birnu Dís að taka hana með suður. Ég er rosalega hrifin af myndum af fólki og húsum, hvað segirðu við þessu betli mínu. Kærleikskveðja til þína elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 20:56
´Hljómar eins og frábær upplifun. Til hamingju med thad.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:58
Ég er búin að taka saman nokkrar myndir til að senda en málið er að þær eru svo stórar sem viðhengi að það tæki marga daga að senda þær i maili....er að reyna finna einhvern sem getur kennt mér að minnka þær, um leið og það er frágengið færðu póst Ásdís mín.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.8.2008 kl. 21:32
Alveg er ég viss um að þú hefur verið hrókur alls fagnaðar þú skemmtilega vúman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 22:38
Ef þú ert með myndina þá geturðu hægri klikkað og farið á open with og valið þar paint, þá kemur upp rammi með prósentu skala, sjálfval er 100% þú lækkar það t.d. í 50 og sérð hvort það er nóg, annars geturðu þá farið í 30. save næst og þá ertu komin með litla mynd. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 23:57
Ég hélt ég hefði kommenterað í gær hjá þér? En nei greinilega ekki, það hefur farið fyrir ofan garð og neðan.
Helgin hefur verið ansi viðburðarrík og ég er strax orðin forvitin - er Rut Magnúsdóttir?
Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.