Segjum öll NEI við ofbeldi.

Mig langar til að hvetja ykkur sem flest til að taka þátt í undirskriftaátakinu um ofbeldi gegn konum. Allstaðar í heiminum eru konur beittar ofbeldi í einhverri mynd og því miður þekkjum við mörg okkar einhverja konu eða stúlku sem á einhvern hátt hefur þurft að sæta ofbeldi. Það fyrir finnst á öllum þjóðfélagsstigum og í öllum þjóðfélagsgerðum.

Heimurinn fer sífellt minnkandi, það sem gerist annars staðar hefur ýmist bein eða óbein áhrif á okkur. Ofbeldi á konum kemur okkur við hvar sem það gerist.

Það er mín sannfæring að um leið og konur fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, tækifæri til að mennta sig, að mál þeirra fái réttláta dómsmeðferð, þegar kvenleg gildi verða í jafnvægi við karllæg gildi þá mun friður komast á í heiminum.

horfið á videóið brotin bein brostnar vonir á síðu UNIFEM og skrifið svo undir.


mbl.is Ríkisstjórnin segir nei við ofbeldi gegn konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin að skrifa undir og allt mitt fólk.

Ætla að blogga um þetta um leið og borgarmálin hægjast vegna þess að það druknar allt í þeim ólgusjó.

Loveu dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 14:30

2 identicon

Út úr færslu þinni - og þá sérstaklega meiningum þínum um "kvenleg gildi" - má lesa að þú teljir konur semsagt vera á einhvern hátt betri en karlmenn. Er það rétt skilið hjá mér?

Borat (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Búin að blogga um þetta og er að reyna fá fleiri í liðið - ég skrifa öllum bloggvinum!KNÚS

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:01

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

þetta er komið hjá mér líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 16:05

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nei Borat og ég skil eiginlega ekki hvernig þú færð það út, að ég sé að gefa það í skyn að  konur séu betri en karlmenn. 

Svo þú skiljir hvað ég er að fara: mannkyni má líkja við fugl, ef báðir vængir eru jafn styrkir þá flýgur fuglinn, ef annar vængurinn er styrkari en hinn þá fer hann í hringi og kemst ekki á loft....þessu er líkt farið með mannkynið. Karlar hafa frá örófi alda verið upphafsmenn styrjalda, þeir eru enn í vel flestum ríkjum heims í meirihluta í valdastöðum. Á mörgum stöðum í heiminum njóta þeir forgangs í menntun. Það eru þeir eru í meirihluta þeirra sem misþyrma og kúga konur og börn....og plís ekki fara gera mér það upp að ég þoli ekki karlmenn, er hamingjusamleg gift einum slíkum en staðreyndir tala sínu máli. Þú ert vonandi búin að skrifa þig á listann

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:09

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hef kvittað á síðuna

Guðrún Jóhannesdóttir, 14.8.2008 kl. 21:44

7 Smámynd: Anna Guðný

Mitt nafn komið á listann.

Anna Guðný , 14.8.2008 kl. 23:02

8 Smámynd: Helga skjol

Mitt líka

Knús á þig dúlla mín

Helga skjol, 15.8.2008 kl. 08:51

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:53

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

 KNús á tig elskuleg.

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband