And life goes on...

Líðanin síðustu daga og vikur hefur verið skrítin, eiginlega eins og bland í poka, lífið rúllar áfram og ég held áfram að takast á við verkefni daglegs lífs þó þessi alvarlegu veikindi og dauðastríð mágkonu minnar vomi yfir okkur alla daga.Ég brest í grát af litlu tilefni og finn fyrir mikilli reiði sem því miður bitnar á öðrum í kring um mig...helst fólki sem þekkir ekki haus né sporð á mér, ég ibba mig við afgreiðslufólk í búðum og hvern þann sem er ekki alveg eins og mér hentar þessa dagana...eðlilegt sorgarástand segja þeir sem best vita, ég veit það svo sem en það sem er enn skrítnara og þó kannski  ekki.... er að eldri sorgir banka á dyr og minna á sig svo rífur í....

Ég á þessa dagana að vera skrifa rannsóknarritgerð en ég get ekki setið lengi við í einu, er áður en ég veit af farin að sinna einhverju öðru...væflast gjarnan á vinnustofuna set tónlistina í botn og mála eins og ég eigi lífið að leysa jafnvel fram á nætur....það er svo sem ákveðin lækning fólgin í því, en mér væri nær að sitja yfir skriftum..

Í dag er tvöfalt afmæli..húsband á afmæli og samband okkar líka...það eru 21 ár síðan við ákváðum að verða kæró...Heart Í tilefni dagsins fórum við út að borða og nutum þess að vera saman enda sjáumst við bara orðið um helgar þannig að við nýtum tíman eins vel og hægt er. Svo bauð barnabarnið okkur í kaffi og súkkulaðiköku í kvöld...tjáði afa sínum það að bráðum yrði hann hundrað ára yrði kannski lifandi þá  og myndi verða bogin, þurfa staf og tala skrítilega...humm afinn er 49 í dag...W00t en fyrir barnið er lítill munur á þeim aldri og hundrað...hehe.

Mágkona mín á svo afmæli þann 17 sept næstkomandi ef Guð lofar....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús á þig elsku Hrafnhildur. Ég er á leiðinni til Akureyrar einhvern daginn og kem þá til þín. 

Edda Agnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég tek af þér loforð þú verður að koma heim í kaffi...ég gæti meira að segja rölt með þér á sýningar, tengt þig þannig að þú fáir menninguna beint í æð...og knús sömuleiðis er á leiðnni að hringja..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.9.2008 kl. 01:50

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sorg er ferill og ef þú hefur einhvern tíman ekki klárað þau mál þá skaltu ekki undrast að þau finni sér farveg með nýrri hryggð. - Láttu það ekki slá þig út af laginu og passaðu þig á súkkulaðikökunum :)

Bestu kveðjur,

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.9.2008 kl. 01:51

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hugsa til þín ljósið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 02:23

5 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig og þína mín kæra og innilega til hamingju með húsbandið og afmælið ykkar beggja

Helga skjol, 13.9.2008 kl. 07:43

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með afmælið ykkar

Huld S. Ringsted, 13.9.2008 kl. 08:00

7 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Elsku Krumma mín... ég vildi að ég gæti stutt þig betur en þið eruð í huga mér nær allar stundir...Mér finnst gott hjá þér að mála í þessu ferli það er bara hold fyrir andann... ritgerðin kemur trúðu mér ... það kemur yfir þig einn daginn ef ég þekki þið smá... Knúsaðu húsbandið þitt og sjálfan þig til hamingju með tímamótin þið eruð par sem ég lít upp til því þið kunnið að vinna saman í lífinu og það er rosalega dýrmætt... snúllan ykkar er náttúrulega kostuleg og litla rúsínan yndisleg... bið að heils börnunum og barnabörnum...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 13.9.2008 kl. 10:10

8 identicon

Til hamingju bæði.Gamlar sorgir eru nefninlega ekki svo gamlar.Þær poppa upp suma daga eins og nýjar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 11:51

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk öll sömul fyrir fallegar og styrkjandi kveðjur...trúið mér þær gera gagn...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.9.2008 kl. 13:37

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.9.2008 kl. 18:10

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Til hamingju með daginn ykkar í gær.  Og ég tek alveg undir þessi orð hér að ofan .....Gamlar sorgir eru nefninlega ekki svo gamlar.Þær poppa upp suma daga eins og nýjar.....................Kærleikskveðjur til ykkar

Erna Friðriksdóttir, 13.9.2008 kl. 18:28

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Krumma mín til hamingju með afmælin.

Veit hvernig þetta er með sorgina sem poppar upp, við verðum bara að kannast við hana getum ekkert annað. Sendi ykkur ljós og hef ykkur í bænum mínum öll kvöld vinan. 

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.9.2008 kl. 21:06

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sorgin leynist alltaf á bak við næsta tré. Hef orðið fyrir því að heyra lag eða eitthvað og þá steypist yfir mig gömul sorg. Flott hjá þér að mála þig frá ástandinu, haltu því bara áfram.

Helga Magnúsdóttir, 14.9.2008 kl. 15:40

14 Smámynd: Erna

Sendi þér hamingjuóskir með daginn ykkar. Og samúðarkveður í þessu sorglega ferli  Kveðja.

Erna, 14.9.2008 kl. 21:01

15 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur  

Erna Friðriksdóttir, 15.9.2008 kl. 15:35

16 Smámynd: egvania

Kæru ættingjar ég á svo fá orð núna bara kærleik

Ásgerður Einarsdóttir Ólafsfirði

egvania, 15.9.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband