Surprice.....
28.9.2008 | 16:36
Ég kem sjálfri mér sífellt á óvart...stundum með fljótfærni, stundum með hugmyndum og stundum með atferli..
Í fyrradag horfði ég ákveðin á húsband og sagði stundarhátt: mig langar út að hlaupa!!!
húsband sneri höfðinu hægt og með vantrú í áttina að mér: Ha?????
Ég aftur: já mig langar út að hlaupa og var orðin hissa sjálf á svipinn yfir því sem kom út úr mér:
Húsband: jaaaa...já já, bíddu hvað? hvernig? af hverju....
Ég alveg: jú sko nú er ég búin að vera hætt að reykja síðan í maí og kílóin raðast á mig eins og segull að svarfi og nú verð ég að snúa vörn í sókn, og með það stormaði ég inn í herbergi og klæddi mig í rétta átfittið frá toppi til táar.
Ég kom fram úr herberginu rjóð í framan og móð og másandi, horfði á húsband og var í alvörunni hissa: Hva á ekki að drífa sig í hlaupagallann???
Húsband pollrólegur: njjeeeee ég held ekki, ég rölti þetta bara með þér...
Minn maður stundar sko maraþonhlaup......ég hef aldrei hlaupið
Svo var lagt af stað og ég á klukkunni: hei tökum tímann
Húsband ennþá Pollrólegur: já já byrjaðu bara á því að ganga rösklega og svo hlaupum við.
Ég að springa úr óþolinmæði hlýddi sem var eins gott því samkvæmt mælingum húsbands tókst mér að hlaupa heila 200 metra áður en ég sprakk....
Húsband alltaf jafn yndislegur: flott elskan svo bætirðu bara 50 metrum við næst og gerir það í hvert skipti sem þú ferð að hlaupa....
Á flestu átti ég von en ekki því að yfir mig kæmi löngun til hlaupa. Síðustu ár hefur það verið þannig að ég hef verið heima með kaffi og sígó á meðan húsband hleypur....jú jú ég hef meira að segja farið á mót og svonna til að sýna smá stuðning og meira segja reynt að kalla út um annað munnvikið því rettan var í hinu: áfram Valur áfram Valur......
Nú er það liðin tíð sem betur fer, ég set markið á að geta eftir einhvern tíma hlaupið 1 kílómeter. Fyrir flesta myndi það nú varla teljast til afreka en fyrir mig sem hef reykt alla ævi er það eins og hlaupa maraþon....
nú get ég sagt með stolti við sjálfa mig: jú go girl
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Og ég seigji eins og þú sjálf, YOU GO GIRL, flott hjá þér.
Knús á þig hlaupakappi
Helga skjol, 28.9.2008 kl. 16:46
Flott hjá þér. Ég hangi því miður sem fastast á rettunum, kannski ég hætti einhvern tíma og endi með því að fara að hlaupa. Það væri frétt til næsta bæjar.
Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:49
Rosalega ertu flott kona Krumma. Þú hættir að reykja og svo drífur þú þig í þetta. Þú ert hér með tekin í heilagra kvenna tölu í mínum pappírum.
Gó görl.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 16:56
Haha Takk Jenný mín.... og takk stelpur fyrir hólið.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 17:02
Ég hef líka fengið svona dillur af og til sú síðasta var á síðustu öld vertu duglega stelpa ég hugsa hvetjandi til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 18:14
Frábært hjá þér... frábært að finna svona hjá sér... það er merkið að núna héðan í frá eykst áfram... ég kannst við þetta.. áfram svona.. þú ert hetja..
Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.9.2008 kl. 20:57
Ég er stödd í Berlín og hér er akkúrat í gangi maraþonhlaup með ca. 50.000 manns skilst mér. Ég verð móð bara að horfa á þau. En hef nú samt gengið álíka langa vegalengd og sum þeirra, kannski ekki á alveg sama hraða.En það sem sumir leggja á sig til að geta tekið þátt í einni svona keppni.
Gangi þér vel í hlaupinu
Anna Guðný , 28.9.2008 kl. 20:58
Vá vá vá duglegust í heiminum
Ragnheiður , 28.9.2008 kl. 21:06
Anna Guðný, kunningja kona mín er einmitt þátttaandi í þessu Berlínarhlaupi og húsbandið ætlaði en komst því miður ekki.
Stelpur ég er alveg ferlega montinn með mig...og er í þessum skrifuðum orðum að reima á mig hlaupaskó...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 21:17
Flott hjá þér kona!! ég hugsa að ég kæmist ekki einu sinni 50 metra kannski þegar ég hætti að reykja, hvenær sem það nú verður
Huld S. Ringsted, 28.9.2008 kl. 22:32
Helga: jú ég má alveg við því að missa heilan helling en ég tek nú samt undir það að konur í okkar ætt eru flottar mjúkar og sætar
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 22:58
Skemmtileg frásögn! Til hamingju með afrekið og gangi þér vel með framhaldið.
Róbert Badí Baldursson, 29.9.2008 kl. 08:31
Til hamingju og vá hvad tú ert bara dugleg.............
Gudrún Hauksdótttir, 29.9.2008 kl. 10:06
frábært hjá minni
"áfram krumma"
Guðrún Jóhannesdóttir, 29.9.2008 kl. 12:04
Hæ vinkona!
FRABÆRT hja ther!
Leifdu okkur ad fylgjast med arangrinum!
Klem!
Lolo
Jorunn (lolo) (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 19:55
Þú ert dugleg! Sjálfur er ég ekki hlaupagikkur, en ég elska að ganga. Að hætta reykja er svo stór plús í mínum huga, að þú trúir því ekki. - Til hamingju með þig, dúlla!!
Áfram þú!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 07:02
haha, þú ert snillingur, Hrafnhildur.
Ingunn RIkk (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:41
dugleg kona gangi þér vel og að hætta reykja ég hætti fyrir 20árum ,þú stendur þig vel
lady, 30.9.2008 kl. 10:08
Halló halló halló!!! Leyfir manni ekki að klára afgreiðslu svo maður geti talað við þig betur - varstu á hraðferð í dag??
Heyrumst þá bara seinna -
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 21:17
Já Doddi ég er alltaf á hraðferð þessa dagana, en vildi samt ekki ganga fram hjá öðru vísi en að kasta kveðju, ég missti af síðasta hitting en það verður vonandi annar á þessu ári, við gætum allavega búið til einn slíkan..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.9.2008 kl. 23:04
Gaman að heyra frá ykkur Lóló og Ingunn...lóló mín ég er alltaf á leiðinni að senda þér póst..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.9.2008 kl. 23:05
þetta er frábært. ég ætlaði einmitt að fara að hlaupa fyrir ári síðan og keypti flotta skó og hlaupa bh og hlaupa hitt og þetta, en ekkert varð úr. var að segja gunna um daginn að ég stefndi í að byrja að hlaupa eftir einn til tvo mánuði, ætti kannski ekki að bíða svona lengi og taka þig til fyrirmyndiar í því. æeg ætla að hugsa málið.
gangi þér vel flotta kona
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.10.2008 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.