Ammæli.......
2.10.2008 | 14:41
Í dag er ég ári eldri en ég var í gær.....jú jú konan á afmæli.
Fyrir mörgum árum sá ég þátt hjá Hemma Gunn þar sem hann sagði frá því að langflestir Íslendingar ættu afmæli þennan dag.
Skýringinn?
jú....við erum afleiðing áramóta fagnaðar foreldra okkar....
Ég hef verið í símanum í allan dag að tala við vini og vandamenn og taka á móti hamingju óskum...vá hvað ég er heppinn að eiga allt þetta góða fólk að.
Svo til að toppa yndislegan dag þá er veðrið nákvæmlega eins og ég vil hafa það, stillt örlítið svalt, smá sólarglenna og hvít snjóföl yfir öllu
Elskuleg móðir kom færandi hendi með kossa og pakka, takk mamma mín
Börnin mín kysstu mig og knúsuðu
húsband hringdi og býður mér út að borða þegar þegar hann kemur heim
Litli brói hringdi frá Chile og talaði við mig í 1 og hálfan tíma sem var frábært
Elsta barnið mitt býður mér í mat í kvöld
og ég brosi hringinn yfir því að vera svona mikið elskuð
Svo er ég óendanlega þakklát fyrir lífið.....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með daginn mín kæra... ég sendi þér og þínum knús og hlíja strauma... Love ya all...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 2.10.2008 kl. 14:47
Til hamingju með daginn Hrafnhildur mín, var að vinna með frænku þinni í dag sem hafði heyrt í móður þinni og ég sagði óskaðir þú ekki ömmu þinni til hamingju með barnið sitt :) Já mamma þín, oh sakna hennar og með sitt skipulag og húmorinn.....Hlakka til þegar hún kemur aftur hingað. Þú skilar knús á hana frá mér Eigðu svo góðan dag
Erna Friðriksdóttir, 2.10.2008 kl. 15:16
Til hamingju með daginn
Róbert Badí Baldursson, 2.10.2008 kl. 15:46
Krumma, nú veit ég af hverju mér finnst þú svona frábær.
Þú ert á sömu fæðingarslóðum og fullt af fólki sem mér þykir vænt um.
Til hamingju með daginn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2008 kl. 16:04
Til hamingju með daginn og ég er sko ekkert hissa á því að allt þetta fólk elski þig út af lífinu.
Helga Magnúsdóttir, 2.10.2008 kl. 16:15
Þið eruð frábært fólk...takk fyrir falleg orð.
Jenný það skildi þó ekki vera að þú ættir afmæli einhverstaðar í kringum maí-júní ?
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2008 kl. 16:30
það er svo ósköp stutt síðan þú varst lítið kríli.Eða þannig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:50
Það er náttúrulega ekki að spyrja að því að þú ert í LANGBESTA stjörnumerkinu. Innilega til hamingju með daginn elsku bloggvinkona og megi restinn að deginum verða þér sem allra bestur
Helga skjol, 2.10.2008 kl. 20:12
Innilegar hamingjuóskir með daginn í gær!!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.