Mannskepnan er skrítin skepna....

Ég hef mikinn áhuga á mannlegri hegðun og satt best að segja er ég oft undrandi yfir henni.

Það er vel þekkt að þeir sem orðið hafa fyrir einhvers konar áföllum/sjokki eða alvarlegu mótlæti upplifa ýmis viðbrögð frá samfélaginu.
Það ræðst mikið af því hvort viðkomandi beri afleiðingarnar utan á sér hvernig viðbrögðin verða.


Þeir sem til dæmis  þjást af hjartakvillum, sykursýki eða öðrum sjúkdómum, nú eða þeir sem verða fyrir utan að komandi áföllum eins og bruna, bílslysi eða t.d.jarðskjálftum er gjarnan sýnd meiri samúð og skilningur  en þeim sem verða fyrir andlegum skaða eins og kynferðisofbeldi, andlegu ofbeldi, einelti og þess háttar.


Við áfellumst til dæmis ekki þann sem fær sjúkdóm eins og krabbamein, en ef viðkomandi þjáist af áfallastreituröskun,kvíða eða þunglyndi vegna andlegs áfalls  þá finnst mörgum að viðkomandi eigi bara að reyna hrista þessa líðan af sér. Ef hann/hún reyni bara aaaaaðeins betur þá geti honum liði vel. Ef hann hugsi á jákvæðari nótunum þá verði allt gott, þetta sé bara allt í kollinum á honum.


En þetta er því miður ekki svona einfalt. Sá sem veikist af líkamlegum sjúkdómi getur ekki með jákvæðni læknað veikindin. Að sama skapi er ekki hægt að segja að fólk geti bara hrist af sér vanlíðanina, og hér á ég ekki við fólk sem leyfir sér að vera í krónískri fílu með tilheyrandi harðlífi, þeir einstaklingar geta með  jákvæðni breytt líðan sinni. Ég er að tala um fólk sem þjáist vegna áfalla.

 Það að njóta samúðar og skilnings frá samfélaginu getur skipt öllu máli varðandi það hvernig brotin einstaklingur nær að græða sig og verða heill.


Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta efni. Ein var t.d. þannig að háskólanemar voru beðnir um að horfa í gegnum “ one way mirror” á meðan samstúdent  sem var hinu megin við glerið var gefið raflost. Nemarnir voru beðnir um að fylgjast vel með tilfinningaviðbrögðum sem hann sýndi við þessum pyntingum. Þeir fylgdust með viðkomandi  fá mörg raflost sem orsakaði miklar  þjáningar.

  Í byrjun komust nemarnir í uppnám yfir því að geta ekkert gert til að lina þjáningar þess sem fékk raflostið, en eftir því sem leið á, fóru þeir að ásaka þann sem fyrir því varð.

Rannsóknir sýna að við höfum tilhneigingu til að gera það sama við fólk sem upplifir endurtekin áföll/mótlæti, við förum að kenna viðkomandi um hvernig allt er hjá honum.  Þessi tilhneiging er sérstaklega sterk gagnvart þolendum kynferðisofbeldis. Ef að brotið er “minniháttar” eða  ekki nauðgun þá eiga þolendur að hrista þetta af sér, þetta sé nú ekki svo slæmt. 

Það að sýna skilning og samúð getur gert kraftaverk hvað líðan annarra varðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki þetta alltof vel því miður og frá mörgum hliðum.Góð færsla og þörf

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 03:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þennan frábæra pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er svo skrítið, en oftast satt !

takk fyrir góða færslu

KærleiksknúsfráLejre

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 19:51

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.12.2008 kl. 21:58

5 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Takk fyrir góða og nauðsynlega lesningu... Snillingur... Knús á alla hjá þér.. sjáumst hressar á morgun.... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 6.12.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kemur þetta ekki mikið til af því að fólk óttast andlega sjúkdóma. Það þykir niðurlægjandi að vera veikur andlega og kannski heldur fólk að það sé að sýna tillitssemi með því að láta eins og ekkert sé.

Helga Magnúsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:41

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jú það má vera Helga og svo spilar inn í þetta vanmáttur, stundum er svo lítið hægt að gera til að lina þjáningar annarra. En fyrst og fremst virðist þetta vera viðhorf sem á einhvern hátt eru innprentuð í fólk og þeim er að sjálfsögðu hægt að breyta.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.12.2008 kl. 20:35

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Innlitskvitt.

Magnús Paul Korntop, 8.12.2008 kl. 10:03

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Kvitt

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.12.2008 kl. 13:42

10 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl Hrafnhildur. Mjög góður og sannarlegur pistill.......  Hef reynt hann  beggja vegna við borðs ..... og svo ólíkt hvernig amk sumir vilja taka á því.  Sumir eru fordóma fullir en svo á maður góða að sem að skilja mann, ALLTAF....      Ekkert kaffi í dag hjá þér :( sem hefði verið gaman en strákarnir mínir eru komnir á AK...... ég ákvað að liggja í leti heima ...... Knús á þig     

Erna Friðriksdóttir, 13.12.2008 kl. 11:56

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ps............ þessi óvana............... erum ekki við ................  heldur þykist vera eigandinn   he he he hehe      sem að við hlustum auðvitað..........   á jólalögin        

Erna Friðriksdóttir, 13.12.2008 kl. 14:44

12 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Verð að segja þér smá til gamans, eigimaður minn skrapp í sjopp í gærkvöldi   og sagðist hafa hitt þína yngstu þar, hvað hún væri nú alltaf ljúf og hefði spjallað við sig...... Og ég alveg NEI þetta er EKKI hún, þetta er miðstelpan hennar Hrafnhildar sástu það ekki ??????

Nú þær eru orðnar svo líkar s .. aum karlinn og ég ..... nei þær eru sko ekkert líkar svo kemur sú yngsta á morgun.......... Minn maður alveg miður sín að hafa ruglað þeim svona saman systrunum sem hann taldi sig þó þekkjaí sundur.

Skrapp svo í sjopp í morgun,   tók þá þessi engill ekki á móti mér brosandi,  þe þín yngsta og ég hló og sagði ertu komin ?? Hittirðu karlinn minn hér í gær......  Já sagði þessi elska hann kom í sjopp   :)   he he he hehe   Verð að segja karlinum mínum líklega er heim kemur á eftir að hann hafi nú haft rétt fyrir sér :)

Þessar skvísur þínar eru ( eins og þú veist) mjög ólíkar en báðar yndislegar . Sú eldri er með okkar sjoppuhúmör þó að enn hafi ekki fengist til að lesa jólaguðspjallið fyrir matgæðingana okkar :)   Og sú yngri er það líka , bara kanski ekki eins hvatvís :)  Góðar og skemmtilegar stelpur.......

Enda hvaðan fá en frá okkur fá þessi börn okkar skemmtilegheitin nema frá okkur ??????  Við vorum / erum nú ansi skemmtilegar :)

Erna Friðriksdóttir, 15.12.2008 kl. 14:34

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

HAhahaha...og svo reynir þú að koma því inn í hausinn á eiginmanninum  að hann sé eitthvað skrítinn að þekkja ekki systurnar í sundur....

bið að heilsa öllum

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.12.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband