veislur og mannfagnaðir....
27.12.2008 | 05:54
Síðustu dagar hafa verið yndislegir með allri sinni matar og svefn óreglu....þeir renna einhvern veginn saman í eitt og eina reglan hefur verið sú að frá Þorláksmessu hafa verið matarboð með einhverjum parti fjölskyldunnar eða vinum og þannig verður það fram yfir áramót. Það versta er að ég kann mér ekki hóf og ég hélt um tíma að ég væri komin með grindargliðnun af ofáti. nú þarf að draga fram hömlurnarbremsurnar og setja á sig gönguskóna ef ekki á illa að fara....
Á jóladag brenndum við í Ólafsfjörðinn og með fylgdu allar dætur, tengdasonur og barnabörn, þar var samankomin hópur af skyldmennum tengdamömmu sem hittist þar alltaf á jóladag og það er alltaf jafn gaman.
Í dag héldum við hjónin upp á 21 árs brúðkaupsafmæli hvorki meira né minna, ég er svo oft undrandi á því hvernig tíminn læðist að manni og framhjá án þess að maður verði hans var, allt í einu hafa hlutir gerst og mörg ár hafa liðið..... en það jákvæða er að þetta verður bara betra með árunum...ég er lánsöm kona....
barnabörnin komu í dag ásamt foreldrum og var sú eldri með bingó í farteskinu sem við gáfum henni í jólagjöf, hún veit fátt skemmtilegra en að öll fjölskyldan taki þátt í að spila saman, meira að segja langamma var höfð með og við skemmtum okkur konunglega. Afinn hafði dundað sér við að búa til litla pakka, nokkurs konar verðlaun svo þetta var enn skemmtilegra fyrir vikið....við enduðum svo stuðið ég og þessi 7 mánaða á því að spila á concó trommurnar mínar, við erum með upprennandi tónlistarkonu þar á ferð, hún bankar og trommar á allt sem hún finnur og stóra systir syngur og dansar með
Ég ætla að halda áfram að njóta þessa frís út í ystu æsar...þangað til næst
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með brúðkaupsafmælið ykkar elsku Krumma og Valur. Þið eruð frábær! Mér finnst líka pínu frábært að sjá að þú bloggar kl. 05:54, sem segir mér að þú ert ekkert að plata þegar þú talar um ofátið og svefnleysið !! hehe Við tökum á því eftir hátíðina.
Bestu kveðjur, Bogga
Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 09:14
það er gaman að vera í fríi. Til hammó með 21 árin!
Edda Agnarsdóttir, 27.12.2008 kl. 21:05
JólaLjós í hjartað þitt frá mér í Lejrekotinu !
sSteinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 22:49
Hjartanskvedjur frá Jyderup og gledilega rest.
Gudrún Hauksdótttir, 28.12.2008 kl. 07:04
Gleðileg jól og ár mín fagra. Bið að heilsa öllum.
Örn Johnson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 20:27
Gleðileg jól Krumma mín
Huld S. Ringsted, 28.12.2008 kl. 22:41
Gleðileg jól, já jesús minn hvað maður er búin að hakka í sig á þessum dögum enda er ég komin í jogging buxur.......... já til hamingju með brúðkaupsafmælið, stelpurnar mínar eru báðar skýrðar 27 des
Erna Friðriksdóttir, 29.12.2008 kl. 08:36
Takk fyrir kveðjurnar og Össi minn gaman að sjá þig rekast hér inn..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.12.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.