Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Hæ, bara aðeins að láta vita af mér......
25.3.2008 | 15:50
Eins og það er nú gott að vera í fríi, borða góðan mat og gera bara það sem er skemmtilegt þá er ég fegin að hversdagurinn skuli vera skollin á....nú er það bara fiskur og salat sem verður á matseðlinum og vinnan tekur við.
Lolla vinkona og fjölskylda var hjá okkur um páskana og ýmislegt var brallað. Megnið af fólkinu fór á skíði enda veðrið til þess ,svo var borðaður góður matur, spilað, farið í leikhús og við nutum tímans saman í botn.
Við fórum að sjá dubbel duch sem er frábært stykki, sem fjallar meðal annars um fjölskyldu leyndarmál ...rangfeðruð börn og samskiptaleysi fólks....þekki svona dæmi sjálf og þær ömurlegu afleyðingar sem þetta hefur á líf allra sem málið varðar.
Annars er ég svaka ánægð með sprauturnar, er miklu betri í bakinu þó ég sé ekki orðin góð, verð sennilega enn betri þegar ég kemst aftur í ræktina....
Næstu dagar fara svo í undirbúning á lokaverkefni....hlakka til að fara í þá lotu, það er svo gaman að takast á við nýja hluti...
síjú gæs...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sprautur, nömm og köff.....
19.3.2008 | 14:29
Ég hentist upp á sjúkrahús í morgun til að fara í baksprautur....kom við í vinnunni hjá húsbandi og kippti honum með, hann skyldi sko horfa upp á þjáningar mínar og vera mér til halds og trausts, ekkert fútt í að þjást einn.
Gekk kokhraust inn á röntgen en var komin með angistarsvip þegar ég var lögst á fjölina undir tækinu.
Hik kom á lækninn þegar hann snaraðist inn og sá húsband standa þarna, haldandi í höndina á mér eins og það væri að fara fram aftaka og sagði: uuuu ummm sko .......hafðu stól nálægt þér góurinn, við höfum allt of oft fengið hér inn hugprúða menn sem hníga svo í gólfið þegar ég byrja að stinga, hef meira að segja þurft að sauma þá saman eftir að vera búin að sinna sjúklingnum.
Húsband lét sér hvergi bregða enda öllu vanur maðurinn, leyfði mér að kreista á sér höndina þegar læknir fór að stinga, hann kreisti bara á móti svo ég myndi ekki handarbrjóta hann og strauk mér svo um kollinn eins og litlu barni.
Þegar ég hökti svo út í bíl á eftir fór hann óðamála að lýsa fyrir mér hvað þetta hefði nú verið magnað, þú hefðir átt að sjá nálina, hún var svona löng( handarhreyfing) og hann var svo öruggur, stakk og rakst á bein en færði þá nálina þangað til hún var komin á sinn stað og þetta gerði hann SEX sinnum!!!! að hann skyldi ekki stinga í gegnum þig......... ég horfði á hann grimmum augum...... heldurðu að þetta hafi farið fram hjá mér?????
Nú nýt ég þess að liggja fyrir og láta stjana við mig, allt samkvæmt læknisráði....ét nömm, drekk köff og horfði á vídeó
What a life.....Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
LOKSINS....
18.3.2008 | 13:24
Já loksins er ég komin í langþráð páskafrí eftir að hafa verið meira og minna í skólanum síðustu vikur. Ákvað í tilefni þess að henda inn einni færslu en horfi löngunar augum á moppuna og tuskuna og klæjar í puttana að taka til hendinni hér heima.
Fæ alltaf þessa ótrúlegu löngun í gera kósý þegar ég hef verið lítið heima við, var svona þegar ég var úti í Finnlandi....sá moppur og tiltekt í hillingum ég veit....þetta er ekki alveg í lagi, ég bara kemst oft í svo mikið stuð, set skemmtilega tónlist á og svo er skrúbbað og skúrað þangað til allt glansar og ég brosi hringinn yfir vel unnu verki. Kannski eru þetta svona Feng Súí áhrif, þið vitið, maður endurnýjar orku heimilisins og hjá sjálfum sér.
Svo verður svaka stuð um páskana, fæ Lollu vinkonu í heimsókn með alla fjölskylduna, hlakka mikið til, planið er að fara í fjallið á skíði, þó verð ég sjálfsagt bara á þoturassi er nefnilega að fara í baksprautur á morgun og verð að taka því rólega næstu daga á eftir, enda svo sem aldrei verið mikil skíðamanneskja eins og húsband sem keppti í skíðastökki í gamla daga....rosalega flottur. Nú eða ég verð á hliðarlínunni og peppa alla áfram....finnst það líklegast.
Svo fer að styttast í að brói komi í heimsókn frá Chile...hann er væntanlegur í apríl, ég hef ekki séð hann í tæp tvö ár, ja nema á myndum en það er auðvitað ekki það sama, tók eftir því að hann er að eldast, hárið að þynnast og svona en hann er bara flottari, svo lengi sem hann fer ekki í hárígræðslu sé fátt kjánalegra en þunnhærða menn með doppur í höfuðleðrinu eftir hárísetningu.
Er farin í tiltekt......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Elsku pabbi........
8.3.2008 | 12:54
Mér var hugsað til Pabba heitins áðan þegar ég stóð út í glugga og horfði á nágranna minn koma akandi heim svona líka glerfínan í sparigallanum, hann steig út úr bílnum og hélt á nýbökuðum rúnstykkjum handa sér og konu sinni. Alla daga er hann skítugur upp fyrir haus....í vinnugalla, en um helgar klæðir hann sig uppá.Svona var pabbi minn, um helgar klæddi hann sig upp, fór í fínar skyrtur, frakka og setti á sig hatt.
Pabbi var gestrisinn með afbrigðum, gerði allt til að sína fólki að það væri velkomið. Hann fór gjarnan í bakaríið ef von var á gestum og keypti ótal sortir af kökum svo það var engu líkara en að maður væri staddur í fermingar veislu.
Þegar ég var í námi fyrir sunnan fyrir mörgum árum síðan heimsótti ég hann eins oft og ég gat, hann bjó á laugaveginum og eyddi dögunum í það að skoða mannlífið út um gluggann. Oft kom það fyrir í þessum heimsóknum mínum að ég lognaðist útaf í sófanum hjá honum enda í tvöföldu námi og alltaf þreytt á þessum tíma, ég rumskaði þá gjarnan við það að gamli var að stumra yfir mér, setti kodda undir höfuðið og breiddi teppi yfir mig, klappaði mér svo á vangann og læddist hljóðlega út úr stofunni.....ást í verki. Ég þurfti ekki meira til að finna fyrir því hversu annt honum var um mann.
Hann hafði marga góða mannkosti, einn af þeim var gjafmildi. Skammt frá honum bjuggu hjón sem áttu einn dreng sem á þeim tíma var að fermast. Pabbi hafði spurnir af því að fjárhagstaða hjónanna væri bág og að drengurinn væri vinafár. Hann tók afganginn af ellilífeyrinum setti hann í umslag ásamt hamingju óskum og stakk því inn um lúguna hjá fólkinu....
Mikið sem ég sakna pabba míns......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Kvef blogg......
5.3.2008 | 21:57
Er rétt í þessu að rísa úr rúmi, er búinn að liggja í bælinu í dag með kvef no 3....þetta ætlar seint að taka enda, ég hef fengið síendurtekið kvef síðan í janúar.. Var að velta því fyrir mér hvort hún Jenný mín hefði sent mér ljótuna??? allavega er útlitið ekki upp á marga fiska, skrælnaðar varir, úfið hár og bólgið andlit.
Tvær dætra minna eru líka heima með kvef og samskonar ljótu... , sú eldri er heyrnarskert svo þegar hún kvefast þá heyrir hún nánast ekkert, en þá grípur hún til varalesturs, hún er ótrúlega flink í því enda þurft að notast við hann meira og minna síðan hún var pínu lítil. Ég er þó þakklát fyrir það í dag að hún skuli vera læs því þegar hún var yngri þá var sjónvarpið alltaf í botni og við hjónin urðum nánast að öskra til að geta talað saman.
Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá hana brasa með heyrnartækin sín áðan, að þegar hún var yngri áttum við að tala sem mest við hana til að örva talþroskann hjá henni, ég hafði einhverju sinni talað í langan tíma en ekki fengið nein viðbrögð, þegar ég kannaði málið þá sá ég að hún hafði bara slökkt á tækjunum.. nennti ekki að hlusta á rausið í mömmu sinni.
Er farin aftur undir feld, verð að ná mér hið fyrsta svo ég nái að klára verkefnin fyrir þennan kúrs....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Næturblogg....össur hvað......
3.3.2008 | 04:54
Nú geri ég eins og össur....blogga um miðja nótt. Ég er greinilega orðin of þreytt, þá á ég það til að geta ekki sofnað, næ mér ekki niður. Enda verið í botnlausri vinnu frá morgni og fram á nætur. Það sem liðið er af nóttinni er ég er búin að lesa í námsbókunum og lesa bækur um listamenn, borga reikninga í heimabanka og sitthvað fleira, ætlaði að grípa símaskránna og vita hvort ég myndi ekki sofna út frá henni en mundi þá eftir því að ég hef ekki haft neinn tíma til að blogga, svo auðvitað dríf ég í því núna.
Síðustu vikur hef ég verið í 5 vikna skemmtilegum kúrs, þar sem við eigum að búa til videó verk eða hljóðverk. Ég hef setið með sveittan skallann og stúderað tölvur og klippi forrit og margsinnis óskað þess að ég gæti töfrað Betu Ronalds til mín, hún væri sjálfsagt ekki lengi að kenna mér þá list.
Ég tel orðið niður dagana fram að páskafríi, langar svo að eyða meiri tíma með fjölskyldunni minni og leggja fram krafta mína til heimilisins. Húsband hefur séð um innkaup, eldamennsku og tiltekt ásamt 2 dætrum...ekki það ég vorkenni þeim ekki baun, þau eru fullfær og vön, mig langar bara svo að vera með í því. Það eru oft bestu stundirnar þegar við erum öll saman í þessu, tölum mikið saman og skemmtum okkur. Nokkrum sinnum hefur þessi elska skotist í skólann með mat til mín því ég hef ekki mátt vera að því að fara heim að borða.
Nú og svo hef ég tekið góða syrpu í læknisheimsóknir.....fór til lungnasérfræðings sem sagði mér það sem ég vissi...ég er verri en síðast þegar ég hitti hann enda enn reykjandi og er á síðasta séns...á morgun verða nýju reykingalyfin leist út og harka sett í þau mál. Þar næst hitti ég meltingarsérfræðing sem gaf mér lyf gegn aukaverkunum af reykingalyfinu....eitthvað sem ekki fæst á landinu og hann fær eftir öðrum leiðum. Svo var það tannsi með tilheyrandi kostnaði og leiðindum....veit fátt leiðinlegra en að liggja í stól og gapa. Nú svo að lokum hitti ég bæklunarlækninn sem ég er búin að bíða eftir í eitt ár. Hann stakk mig mörgum sprautum neðst í bakið....þar sem ég lá á borðinu undir röntgen græjunni, kreppti ég hnúana og hvæsti milli saman bitinna tannanna. en langaði mest af öllu að sparka í hann....hvernig í ands....... datt þér í hug að velja þér þetta starf? er þetta ekki ömurlegt? Haha heyrðist í lækni, ég er réttu megin við sprautuna. Leikurinn verður svo endurtekinn eftir helgi, þá bætir hann við fjöldann, ég get ekki sagt að mig hlakki til en verð þó dauðfeginn þegar það versta er yfirstaðið þá verð ég verkja minni og þarf ekki að haltra um eins og gamalmenni þó ég stefni vonandi í þá átt að verða gömul og sæt.
Ég fékk krúttkast ársins þegar ég horfði á fréttatíma ruv í kvöld, þar kepptu gamlingjar í frjálsum 70 ára og eldri. Þvílíkir snilldartaktar hjá þessu fullorðna fólki, sá nokkur gamalmenni reyna við hástökk, stöngin var rétt hærri en dýnan en yfir komust þau....
jæja er farin í ból...heyrumst elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)