Litla heilsufríkið.....

Lítil stúlka kom töltandi fram úr svefnherberginu í kvöld

amma...ég er svöng segir hún um leið og hún opnar ísskápinn sem var sneisafullur af jólavarningi.

kemur til baka með slátur í hendinni sem hún stífar úr hnefa.

Mikið sem þetta barn hefur sérstakan matarsmekk, á meðan aðrir maula jólakonfekt og smákökur, borðar hún paprikur og annað grænmeti.

Henni var haldið frá sykri og sætindum fyrstu ár ævinnar, er viss um að það hefur mótað matarsmekk hennar.

Vill hafragraut í morgunmat sem hún borðar með afa sínum.

Horfir svo ásakandi á ömmu sína þar sem hún stingur upp í sig konfekti......amma þetta er ekki hollt sooo er reykjufíla af þér...

amma skammast sín oní tær, nær sér í mandarínu og forðast að láta barnið verða vitni að því að þegar hún laumast út til að reykja,Blush

Vona að hún viðhaldi þessari lífssýn fram á fullorðinsár. 


Bland í poka...

Heyrði skemmtilega pælingu í gær.....

Brú-brýr 

frú-frýr

trú-trýr......hmmmmm

Húsband fór í jólatrés leiðangur í gær, kom heim með tveggja metra hátt tré sem hann sagaði sjálfur.Cool Það á eftir að sóma sér vel í stofunni enda lofthæð þar um 4-5 metrar, lítið tré hefði verið eins og krækiber í helvíti.

Hér á heimilinu er moppað á hverjum morgni.....með hvolpum.

Um leið og þeir heyra í manni á morgnana koma þeir kjagandi og bíta sig fasta í sokka heimilis fólks, þetta eru eins og dúskar á löppunum á manni, svo labbar maður af stað og hersingin hangir föst, svo reynir maður bara að labba þar sem ryk hefur safnast, svaka tímasparnaðurW00t

Er farinn að skrifa jólakort

síjú. 


Krumman í ham....gaman gaman

Ég hef undanfarna daga verið eins og hamhleypa á eigin heimili. Er búinn að fara í hvern einasta skáp á heimilinu og henda, flokka og raða. Hef semsagt verið að fengsúa heimilið.

Ákvað að nota tímann fyrst ég er kominn í jólafrí, geri þetta annars yfirleitt á vorin og ekki nema annað hvert ár. En þar sem ég verð á kafi í verkefnum í skólanum strax eftir áramót  ákvað ég að drífa í þessu.

Ég hef nefnilega komist að því að þetta endurnýjar orku allra íbúa heimilisins. Hér á árum áður safnaði ég öllu, engu mátti henda enda var ég að drukkna í allskyns drasli, nú er ég í hinum öfgunum, hendi öllu sem ég er ekki að nota, losa mig við allan óþarfa W00t

Henti svo upp smá jólaljósum og bakaði biscotti, algjörlega ómissandi á aðventu með góðum freyðandi cappusino, er að smella í þvílíkan jólagírinn og svo er skemmtileg helgi framundan.

Erum að fara út að borða annað kvöld ásamt starfsfólki Ferðamálastofu og svo á laugardag ætla ég á listsýningar, hlakka ógó til. 

Já og svo má nú ekki gleyma að hér er mikill undirbúningur að fara í gang fyrir 20 ára brúðkaupsafmæli sem er 26 des. Húsband heimtar bleikt þema því hann var í bleikum gallabuxum þegar ég kynntist honum árið 1984. InLove ( í gamla daga eins og afkomendur segja)

Meiningin er að hafa opið hús og auðvitað eru allir vinir og vandamenn velkomnir.

Mikið svakalega sem það er gaman að vera til.Wizard


okur á Íslandi..

Ég hafði vit á því að versla flestar jólagjafir úti í Finnlandi, vörur þar eru töluvert ódýrari en á Íslandi. Samt hækkaði allt í Finnlandi cirka fimmfalt eftir að evran var tekinn upp. Ég  hef aðeins farið í búðir eftir að ég kom heim og verð fokvond í hvert skipti sem ég lít á verðmiða hluta. Maður er nánast rændur um hábjartan dag.Angry

Að hluta til er þetta okkur neytendum að kenna, við tökum jú þátt í þessu með því að kaupa þessa dýru hluti.

Dóttir mín vann um tíma í tískuvöruverslun þar sem seldar voru gallabuxur sem kostuðu litlar 24.000 þúsund krónur, aðrar nánast eins voru líka til sem kostuðu 12.000 þúsund. Munurinn lá í því að aðrar voru örlítið ljósari en hinar. Hvað haldiði, þær dýrari ruku út, fólk setti þær á raðgreiðslur.... HALLÓ. hvað er að fólki.

Álagning á vörur er margföld hér á landi, fuss og svei.

Kaupmaður einn sem ég þekki verslaði fyrir mig buxur á dóttir mína í einni af sinni innkaupaferð til útlanda. Ég borgaði  kaupmanni 800 krónur fyrir buxurnar en út úr búð voru þær seldar á 8.900 krónur.

Þar sem sjálfsvirðing mín er ekki bundin við merkjavörur eða dýrar vörur fæ ég kikk útúr því að finna góða nytsama hluti/föt á sanngjörnu verði. Ég elska flóamarkaði  og second hand búðir þar sem ég get bæði gramsað og prúttað...semsagt gert góð kaup. Á Íslandi eru þessar búðir í tísku sem þýðir að gamlar vörur eru seldar á svipuðu verði og nýjar.

Lengi vel fór ég einu sinni í viku til mæðrastyrksnefndar á Akureyri, þessar yndislegu konur  selja allskyns varning föt og nytjavörur og ágóðan nota þær í að styrkja þá sem þurfa fyrir jólin. Margir sem ég þekki fóru aldrei af ótta við almenningsálitið.......þetta var ekki nógu fínt!

Er ekki mál til komið að hífa upp sjálfsýmindina og hætta að leggja að jöfnu manngildi og því hversu dýrum fötum fólk klæðist og hversu marga fermetra af steypu það á. Sem betur fer eru ekki allir svona, en allt of margir.

 




Auglýsi eftir jólaskapi...

Er ekki einhver þarna úti sem getur smitað mig af jólaskapi? Einungis 14 dagar til jóla og ég finn ekki fyrir jólum frekar en það væri að koma sumar.....GetLost

Hef verið á haus við allskyns leiðinda stúss og tiltekt síðan ég kom heim......humm, þó  skítastuðull  hafi  hækkað töluvert á meðan ég dvaldi í  Finnlandi, þá hefur hann ekki hækkað það mikið að ég geti leitt hjá mér draslaragang heimilisfólks, reyndar eru allir rosa bissý, yngsta barn lærir undir próf, húsband vinnur öll kvöld í íbúð elsta barns, miðbarn flutt til Reykjavíkur, og eftir sit ég í draslinu. Langar mest að geta hangið í heimsóknum alla daga, en verkin vinna sig ekki sjálf. 

Mikið svakalega sem ég  vildi getað ráðið til mín heimilishjálp, þá myndi ég mála og mála og mála já og lesa smá og mála meira. Hvur veit kannski kemur að því...... 

Á heimilinu eru 4 yndislegir hvolpar, ég get endalaust dáðst að þessum krílum. Barnabarn var að spjalla og leika við þá í dag..... heyri þar sem hún segir: nei ertu soona sætur? ertu að gera frið í heiminum? 

Amman stekkur til, varð að vita hvað barnið átti við, lá ekki einn hvolpurinn á bakinu með framfætur upp í loft og hreyfði þá fram og til baka, ha ha

Mér fannst þó best að 4 ára gamalt barnið skyldi tengja þetta svona saman.... og auðvitað þakka ég sjálfri mér það að barnið skuli vera svona vel gefið og upplýstW00t en ekki hvað.


Ég er kominn heim.....

Eftir langt, strangt og vægast sagt erfitt ferðalag er ég loksins komin heim til mín á Akureyri.

Fyrstu dagarnir heima hafa farið í það að sofa, hitta fólk og vera með fjölskyldunni, er rétt að byrja taka upp úr töskum, satt að segja vex mér það í augum, það er með því leiðinlegra sem ég geri.

Annars var ferðalagið heim eins og við mátti búast þetta var jú ég sem var á ferðinni og þar sem ég er, skal alltaf eitthvað koma uppá.

Lenti í leit,  fyrir fyrra flugið, kortið mitt rann út fimm tímum áður en ég fór á flugvöllinn, var með 18 kíló í yfirvigt, allur lausapeningur sem ég var með fór í að borga herlegheitin, ekki króna eftir fyrir kaffibolla, hafði tekið svefntöflu á föstudagskvöldið en náði ekki að sofna, húsráðandi sá fyrir því.W00t

Kom út úr Leifsstöð um 5 á laugardag, sofnaði kl 2 um nóttina, aðfaranótt sunnudags, hafði þá ekkert sofið síðan á fimmtudagskvöld, náði þremur tímum þá. Þannig að ég vakti í rétt tæpa 2 og hálfan sólarhring.  Nú nokkrum dögum síðar er ég rétt að jafna mig, djö sem ég er farinn að finna fyrir aldrinum, maður getur ekki orðið vakað fram eftir eina nótt án þess að verða ónýtur daginn eftir.

  En svakalega sem það er dásamlegt að vera komin heim. Elsta dóttir mín, tengdasonur og barnabarn búa heima sem stendur, þau eru að innrétta nýja íbúð sem þau keyptu og á meðan eru þau hjá okkur, ofsalega gaman.

Það bræddi mig alveg þegar 4 ára ömmu stelpan mín rauk um hálsinn á mér þegar ég kom heim og sagði: amma mín ég er búinn að sakna þín þín svo rooooosalega mikið, af því við elskum hvor aðra, reyndar er þetta notað óspart á mig þessa dagana. Amma má ég fá þetta? má ég gera hitt? af því við elskum hvor aðra..... Heart 

Annars vantar einn heimilis meðliminn, miðdóttir mín kom suður þegar ég lenti og varð eftir í Reykjavík, ætlar að vinna þar í vetur og fer svo til Danmerkur í skóla í mars, það er ekki laust við að ég sakni hennar, enda ekki átt með henni tíma svo mánuðum skiptir, reyndar kemur hún eitthvað heim um jól, en samt... ég vildi gjarnan eiga með henni lengri tíma, en svona er víst gangur lífsins... börnin tínast að heiman hvert á fætur öðru og nýr kafli tekur við. 

Nú nýt ég þess að laga til heima hjá mér, elda mat og kúra með heimilisfólki, sé fram á langt og gott jólafrí.

Annars er gleði fjölskyldunnar lituð af sorgarfréttum, mágkona mín 42 ára gömul, var að greinast með krabbamein í ristli og lifur. Framundan eru aðgerðir, geislar og lyfjameðferð. Það sem gerir stöðu hennar en erfiðari en ella er það að hún er ein með 2 dætur sínar. Það er á svona stundum sem maður finnur fyrir algjörum vanmætti, einhvern veginn er það oft þannig að lífið  lemur niður  þá einstaklinga  sem manni finnst hafa nóg að bera.

Væntanlega heyrist frá mér fljótlega aftur.... svona þegar dagleg rútína kemst í gang aftur.

Þangað til.... ble ble 

 

 

 


14 tímar í brottför....er í niðurtalningu.

Tikk takk, tikk takk.... guð hvað tíminn líður hægt, ég er með rörsýn á klukkuna, reyni hvað ég get til að dreifa huganum, en tíminn silast áfram,  tikk takk........

 Skellti mér í bíó í gær með Jakub skólabróa, ákváðum að fara í nýtt sýningarhús sem var opnað á dögunum, og það vantar ekki að það er stórt. Allt sem er byggt þessa dagana í Lathi er stórt. Þeir opnuðu enn eitt mollið fyrir viku síðan. 3 stórar byggingar sem tengdar eru saman með löngum göngum og auðvitað tókst mér að villast þar, ráfaði um í klukkutíma og vissi aldrei hvar ég var stödd....Finnar elska moll, geta hangið þar heilu og hálfu dagana.

En aftur að bíóinu, þegar gengið er inn á fyrstu hæð  blasir við miðasala og tvö stór kaffihús, jú jú mikil ósköp það er hægt að setjast niður og fá sér kaffi og meðððí fyrir sýningu. Við hinsvegar vorum í smá vandræðum með að finna salinn og eftir smá leit komust við að því að salurinn okkar var uppá fjórðu hæð!!!  W00t Bíóið er semsagt á fjórum hæðum og cirka 4-5 salir á hverri hæð, nú við sáum lyftu og brunuðum auðvitað með henni upp, þá hófst leit að nammisölu því það bara tilheyrir að fá sér popp til að maula með sýningu. Enginn fannst nammisalan svo ég vatt mér að næsta manni og spurði um poppdeildina, komst að því að hún var staðsett á ANNARI hæðinni, aftur tókum við lyftu niður á aðra hæð, fundum nammibar og poppdeild, þar var sjálfsafgreiðsla, poppi var snyrtilega raðað í ferköntuð box sem stóðu inn í kókkælum??? við náðum okkur í það sem við vorum að leita að og tókum okkur svo stöðu í röðinni. Eftir smá bið gátum við brunað aftur upp með lyftu... andlitið datt hins vegar af mér þegar ég gekk inn í salinn, datt í hug salurinn í háskólabíó... ok smá ýkjur en stór var hann, og sætin eins og hægindastólar frá Húsgagnahöllinni. Myndin var hundleiðinleg en í þetta skiptið var mér sama, því ég var ekki að horfa á klukkuna á meðan.

En nú þarf ég að fara í skólann, kveðja og skila af mér lyklum. Þetta verður síðasta blogg frá Finnlandi..sniff. og síðasti dagur með húsráðanda. Annars sé ég ekki að hún lifi lengi blessunin. Hún fór til læknis í síðustu viku því hún er alltaf svo þreytt. Fékk niðurstöður úr rannsókn stuttu síðar, er með hættulega háan blóðþrýsting, bólgu í lifur, sykursýki og eitthvað fleira. Læknir spurði hvort hún drykki mikið, en hún vildi nú ekki kannast við það. Já en, sagði ég, þú drekkur allavega eina rauðvín á hverju kvöldi og allavega 2 bjóra í morgunmat, fuss heyrðist í henni, ég var ekkert að segja lækninum það, hann bannar mér að drekka...

 Well læt heyra frá mér eftir nokkra daga, í millitíðnni verð ég búinn að þvælast frá Lathi til Helsingi, frá Helsingi til svíþjóðar, frá Svíþjóð til Keflavíkur, frá Keflavík til Reykjavíkur, frá Reykjavík til Akureyrar kyssa húsband, börn, barnabörn, aðra vini og vandamenn, síjúgæs.Heart

 

 

 


Sveiflótt geð......

Ég hef verið í meyru skapi síðan í gær, er ofurviðkvæm. Finnst ég geta grátið af minnsta tilefni og hef nokkrum sinnum þurft að kyngja ótt og títt til að halda aftur af tárum. Ég var smá stund að átta mig á ástæðunni, en málið er að ég á ekki eftir að vera nema 3 daga til viðbótar í Finnlandi.

En svona er ég þegar ég hef  hef dvalið einhver tíma á sama stað, ég tengist stöðum og fólki  þó á mismunandi hátt, fer eftir aðstæðum hverju sinni.

Ég hef orðið ríkari af dvöl minni hérna. Ég hef vaxið sem listamaður og  sem einstaklingur. Sjóndeildarhringurinn er stærri og mér finnst ég víðsýnni. Takmarki ferðarinnar er náð.  Ég á eftir að sakna margs en mig hlakkar líka brjálæðislega til að koma heim og hitta fólkið mitt. Ég sveiflast frá því að þurfa skæla af trega upp í að tryllast úr kæti yfir heimferð.

Ég á eftir að fá annað svona viðkvæmni kast og það verður um áramót. Ég hef alltaf verið þannig. Þegar klukkan slær tólf á gamlársdag, felli ég tár, og í mér togast á allskonar tilfinningar, tilhlökkun, gleði, tregi, sorg  og stundum eftirsjá. Ég renni yfir árið og stend sjálfri mér reiknisskil.

Það sem hinsvegar gleður mig mest er að ég vinn einhverskonar sigra á sjálfri mér ár frá ári, stundum eru þeir varla greinanlegir en samt..... ég potast þetta áfram. Ég uppgötvaði blessunarlega fyrir mjög löngu síðan að ég  sjálf er minn  helsti óvinur, mín helsta hindrun hvað varðar vellíðan, hamingju og þroska. Erfiðustu barátturnar hef ég þurft að heyja við sjálfa mig  vegna eigin vankanta og að sama skapi hafa mínir stærstu sigrar verið fólgnir í því að ná betri tökum á eigin þankagangi, hugsunum og tilfinningum.

Ég hef þó lært að sættast við mig ár frá ári og síðustu árin fundið  til væntumþykju til sjálfrar mín. Einhverjum kann að þykja það skrítið,  en fyrir mér er það rökrétt og eðlilegt, það er jú ég sem þarf að lifa með sjálfri mér allan sólarhringinn, alltaf. Þá er eins gott að líka sambúðin. Sáttin kemur til af því að styttra bil er á milli þess sem ég vil vera og þess sem ég er.

En elskurnar er farinn í skólann, enda allra síðustu forvöð að klára verkefnin.

Overandát. 

 


Hlátur á Japönsku, og stíbbar í steikarfati....

Ég var svo þreytt þegar ég kom heim úr skólanum í kvöld að ég bókstaflega skjögraði inn úr dyrunum. það eru töluvert mörg verkefni sem ég þarf að klára á næstu dögum og allt er þetta frekar seinunnið, þannig að vinnudagarnir verða ansi langir næstu daga

. Ég var meira að segja svo þreytt að ég kippti mér ekki upp við að sjá húsráðanda á brókinni við að umpotta blómum og auðséð var að hún notaði brókina sem handklæði,Whistling mold var út um öll gólf og stígvélin hennar lágu ofan í steikarfati (uppá eldhúsbekk) sem hafði ekki verið þrifið eftir síðustu notkun.

Ég skjögraði sem leið lá inn í eldhús og orkaði ekki að elda neitt nema bollasúpu. Þar sem ég sötra drykkinn í róleg heitum vindur húsráðandi sér að mér og spyr skrækróma: ertu með kaffi? nebb segi ég og hristi hausinn svona til að leggja áherslu á neiið, heita bollasúpu. Þá andvarpar hún djúpt og mæðulega og segir: nú jæja ég verð þá víst bara að fá mér bjór.

He he W00t það er langt síðan ég hef heyrt svona góða afsökun fyrir því að fá sér í tánna.

Hafið þið annars heyrt Japana hlæja? Ef ekki þá get ég upplýst ykkur um það að þeir hlæja með japönskum hreim, það er alveg ótrúlega skemmtilegt og krúttlegt.

Þannig var nefnilega að í tíma í dag var ég að lýsa með miklum tilburðum fólksmergðinni í Helsingi, að ganga þar um götur er líkt og að vera staddur í kringlunni á Þorláksmessudag, semsagt ekki þverfótað fyrir fólki. En í því sem ég er að tjá mig um þetta, heyri ég þennan fyndna japanska hlátur, ég var smá stund að kveikja, en fattaði svo hver var að hlæja og hvers vegna,  ég leit við, jú  það passaði, tístið kom frá Japanskri konu sem er gestalistamaður í skólanum og hún er frá  Tokyo!!!!  Þar er það víst þannig að þú hreyfir þig ekki út á götu á háannatíma  nema nokkrir hreyfist með í leiðinni, fólksfjöldinn er þvílíkur, svo auðvitað þótti henni þessar lýsingar mínar skrítnar, lengi vel mátti greina þetta tíst og svo tautaði hún fyrir munni sér, thí hí thí hí many people in Helsingi... thí hí....

Mikið svakalega sem ég er þakklát fyrir allt þetta pláss sem maður hefur á litla Íslandi, ég yrði fljótt klikkuð á því að vera í slíku fjölmenni eins og er í Japan, ýmindið ykkur að að strjúkast utan í einhvern í hverju skrefi... og finna andardrátt einhvers ókunnugs aftan á hálsinum. úff ég fæ köfnunartilfinningu við tilhugsunina.

Já og svo eru bara 8 dagar í heimför, gvöð hvað ég hlakka orðið til, 

en þangað til næst, ble ble. 


Listmenning eykur heilbrigði......

Alltaf breytast hjá mér plönin... það varð ekkert úr ferð til Eistlands, sáum fram á að hafa ekki nægan tíma til að klára þau verkefni sem bíða okkar í skólanum, svo í stað þess fórum við til Helsingi og Espoo og eyddum heilum degi í að vafra á söfn sem var alveg frábært.

Byrjuðum reyndar á því að versla oggupons og fundum svo útúr því hvernig við kæmust til Espoo á safn sem er vel þekkt og heitir Emma ( Espoo Museum of modern Art) Þetta safn er ótrúlega stórt, einir 5000 fermetrar og hýsir list allt frá byrjun 19 aldar til contemporary art auk þess að sinna viðhaldi, rannsóknum og gefa út lærðar greinar um efnið. Safnið á sjálft yfir 2500 verk sem eru frá mörgum tímaskeiðum.

Meðal sýninga í Emma voru verk eftir Salvador Dalí og ógrynni af ljósmyndum af honum, konu hans og vinum auk þess sem sýnd var stuttmynd eftir hann(1929) og svo önnur sem Disney lét gera (2003) Hans stuttmynd var alveg frábær í einu orði sagt og sérstaklega ef horft er til þess tíma sem hún var gerð, og auðvitað var hún í hans anda, svolítið eins og málverkin hans...súrrealísk.

Eftir 3ja tíma dvöl í þessu safni héldum við til baka til Helsingi og fórum á listasafnið þar sem heitir Kiasma, sem er ekki síðra en Emma, þar var verið að sýna verk sem bæði unnu og tóku þátt í Carnegie Art Award 2008, Ég varð fyrir svo miklum áhrifum á þeirri sýningu að ég fékk örann hjartslátt og fór í einhverskonar sæluvímu yfir þessu öllu saman. Á þessari sýningu voru sýnd einhver þau bestu vídeóverk sem ég hef augum litið. Ég hreinlega grét yfir einni myndinni, mig skortir lýsingarorð til að lýsa þessu verkum svo vel sé.

Inni á safninu var varla þverfótað fyrir fólki, samt var þetta ekki opnun heldur virðist sem fólk hafi almennt áhuga á list, sem er auðvitað frábært. Ég náði mér í kynningarbækling og rakst þar á athyglisvert viðtal sem Stjórnandi Kiasmasafnsins tók við Heilbrigðisráðherra Finnlands. Þar talar hann um þau miklu áhrif sem list hefur á heilbrigði manna, tekur dæmi máli sínu til stuðnings.

í Svíþjóð var gerð rannsókn af Karolínska sjúkrahúsinu í Stockholmi árið 2001 sem sýnir að þeir sem eru virkir í menningarlegum atburðum nota heilbrigðisþjónustuna 57% minna heldur en þeir sem engan þátt sýna listviðburðum. Hann segir einnig: Ég er sérstaklega hugfanginn af þeirri staðreynd að hægt sé að mæla áhrif menningarlegrar upplifunar á okkur mannfólkið, Endorfín magn í líkamanum mælist mun meira eftir skemmtilega og upplífgandi listsýningar, þess vegna er fólk ánægt eftir góðan konsert eða góða listsýningu.

Þetta viðhorf skýrir, að hluta til allavega, hvers vegna Finnar gera svona vel við þá nemendur sem leggja stund á einhverskonar list. Þeir fá laun frá ríkinu á meðan þeir læra, og efnisgjöld eru greidd að hluta, afsláttur í lestar og rútur og frítt inn á mörg söfn. Og það sem meira er Finnar eru stoltir af því að gera nemendum sem auðveldast að læra.

Það rifjast líka upp fyrir mér þáttur sem ég sá í sjónvarpinu fyrir alllöngu síðan um áhrif menningar í Noregi. Þar voru reistar virkjanir og verksmiðjur víða um land, góð laun voru í boði og ódýrt húsnæði fyrir fjölskyldur, í stuttu máli sagt, þá lögðust margar þessara virkjana og verksmiðja niður því fólk þreifst ekki þar, þrátt fyrir góð laun, sem segir mér enn og aftur að fleira þarf til enn húsnæði og góð laun svo mannfólkið geti dafnað og verið hamingjusamt.

Svo er bara að bíða eftir því að Íslendingar átti sig á þessu.............


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband