Færsluflokkur: Bloggar
Cure......yea
6.4.2009 | 02:24
Það er orðið langt síðan ég lét sjá mig hér síðast enda á kafi í vinnu og fullt af öðrum verkefnum, er í lokaverkefninu þessa dagana og verð að vinna alla páskana sem er bara fínt því ég er með þessa gæja í eyrunum allann daginn og fæ bara ekki nóg, mátti til með deila þessu......njótið elskurnar og hækkið í botn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kæru bloggvinir
31.12.2008 | 13:42
aðrir vinir, ættingjar og öll þið sem kíkið á síðuna mína
Gleðileg ár og takk fyrir það sem er að líða,
megi nýtt ár færa okkur öllum farsæld og hamingju.
gangið hægt um gleðinnar dyr og sýnið hvort öðru kærleik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Björgunar aðgerð....
29.12.2008 | 15:01
Húsaband ákvað að fara út í gærkveldi og viðra mig ( lesist sem hraður 45 mínútna göngutúr)
Ég hef nefnilega átt bágt í bumbunni...misskildi allar þessar veislur sem ég hef verið í..
leit á þetta sem mína síðustu kvöldmáltíð..
kannski er það allt krepputalið....verður einhver matur á landinu? Þarf ég að safna forða?? djók
Allavega hreyfing var nauðsyn eftir kyrrsetu og ofát síðustu daga.
Einhver stakk uppá að ég ætti að gera eins og yngra barnabarnið mitt hún Sonja Marý og vera á stanslausri hreyfingu...hætti snarlega við þegar ég sá barnið skríða í fyrsta sinn í fyrradag..
daman fór í spíkat og dró sig svo áfram á höndunum.....ég hélt ég væri búinn að sjá allar útgáfur af barnaskriði en þetta var alveg nýtt
heyrði svo í mömmunni í dag sem tilkynnti mér að Sonja hefði skipt um stíl.....jú jú, hún væri kominn í splitt og það sem meira væri hún færi um á ógnarhraða
sjáið þið mig ekki í anda leika þetta eftir, eins og freigáta á blússandi siglingu
allt fyrir hreyfinguna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
veislur og mannfagnaðir....
27.12.2008 | 05:54
Síðustu dagar hafa verið yndislegir með allri sinni matar og svefn óreglu....þeir renna einhvern veginn saman í eitt og eina reglan hefur verið sú að frá Þorláksmessu hafa verið matarboð með einhverjum parti fjölskyldunnar eða vinum og þannig verður það fram yfir áramót. Það versta er að ég kann mér ekki hóf og ég hélt um tíma að ég væri komin með grindargliðnun af ofáti. nú þarf að draga fram hömlurnarbremsurnar og setja á sig gönguskóna ef ekki á illa að fara....
Á jóladag brenndum við í Ólafsfjörðinn og með fylgdu allar dætur, tengdasonur og barnabörn, þar var samankomin hópur af skyldmennum tengdamömmu sem hittist þar alltaf á jóladag og það er alltaf jafn gaman.
Í dag héldum við hjónin upp á 21 árs brúðkaupsafmæli hvorki meira né minna, ég er svo oft undrandi á því hvernig tíminn læðist að manni og framhjá án þess að maður verði hans var, allt í einu hafa hlutir gerst og mörg ár hafa liðið..... en það jákvæða er að þetta verður bara betra með árunum...ég er lánsöm kona....
barnabörnin komu í dag ásamt foreldrum og var sú eldri með bingó í farteskinu sem við gáfum henni í jólagjöf, hún veit fátt skemmtilegra en að öll fjölskyldan taki þátt í að spila saman, meira að segja langamma var höfð með og við skemmtum okkur konunglega. Afinn hafði dundað sér við að búa til litla pakka, nokkurs konar verðlaun svo þetta var enn skemmtilegra fyrir vikið....við enduðum svo stuðið ég og þessi 7 mánaða á því að spila á concó trommurnar mínar, við erum með upprennandi tónlistarkonu þar á ferð, hún bankar og trommar á allt sem hún finnur og stóra systir syngur og dansar með
Ég ætla að halda áfram að njóta þessa frís út í ystu æsar...þangað til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
eitthvað til að brosa að ....
16.12.2008 | 00:55
Omid jalili er í miklu uppáhaldi hjá mér. Við tengjumst líka á fleiri en einn veg.....ég var stödd í húsi í kvöld þar sem hann barst í tal og þá kom í ljós að bróðir húsráðanda er góður vinur Omids, nú og svo höfum við sömu framtíðarsýn og tilheyrum sömu trúarbrögðum...Baháí trúnni.
hér er kappinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mannskepnan er skrítin skepna....
6.12.2008 | 01:16
Ég hef mikinn áhuga á mannlegri hegðun og satt best að segja er ég oft undrandi yfir henni.
Það er vel þekkt að þeir sem orðið hafa fyrir einhvers konar áföllum/sjokki eða alvarlegu mótlæti upplifa ýmis viðbrögð frá samfélaginu.
Það ræðst mikið af því hvort viðkomandi beri afleiðingarnar utan á sér hvernig viðbrögðin verða.
Þeir sem til dæmis þjást af hjartakvillum, sykursýki eða öðrum sjúkdómum, nú eða þeir sem verða fyrir utan að komandi áföllum eins og bruna, bílslysi eða t.d.jarðskjálftum er gjarnan sýnd meiri samúð og skilningur en þeim sem verða fyrir andlegum skaða eins og kynferðisofbeldi, andlegu ofbeldi, einelti og þess háttar.
Við áfellumst til dæmis ekki þann sem fær sjúkdóm eins og krabbamein, en ef viðkomandi þjáist af áfallastreituröskun,kvíða eða þunglyndi vegna andlegs áfalls þá finnst mörgum að viðkomandi eigi bara að reyna hrista þessa líðan af sér. Ef hann/hún reyni bara aaaaaðeins betur þá geti honum liði vel. Ef hann hugsi á jákvæðari nótunum þá verði allt gott, þetta sé bara allt í kollinum á honum.
En þetta er því miður ekki svona einfalt. Sá sem veikist af líkamlegum sjúkdómi getur ekki með jákvæðni læknað veikindin. Að sama skapi er ekki hægt að segja að fólk geti bara hrist af sér vanlíðanina, og hér á ég ekki við fólk sem leyfir sér að vera í krónískri fílu með tilheyrandi harðlífi, þeir einstaklingar geta með jákvæðni breytt líðan sinni. Ég er að tala um fólk sem þjáist vegna áfalla.
Það að njóta samúðar og skilnings frá samfélaginu getur skipt öllu máli varðandi það hvernig brotin einstaklingur nær að græða sig og verða heill.
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta efni. Ein var t.d. þannig að háskólanemar voru beðnir um að horfa í gegnum one way mirror á meðan samstúdent sem var hinu megin við glerið var gefið raflost. Nemarnir voru beðnir um að fylgjast vel með tilfinningaviðbrögðum sem hann sýndi við þessum pyntingum. Þeir fylgdust með viðkomandi fá mörg raflost sem orsakaði miklar þjáningar.
Í byrjun komust nemarnir í uppnám yfir því að geta ekkert gert til að lina þjáningar þess sem fékk raflostið, en eftir því sem leið á, fóru þeir að ásaka þann sem fyrir því varð.
Rannsóknir sýna að við höfum tilhneigingu til að gera það sama við fólk sem upplifir endurtekin áföll/mótlæti, við förum að kenna viðkomandi um hvernig allt er hjá honum. Þessi tilhneiging er sérstaklega sterk gagnvart þolendum kynferðisofbeldis. Ef að brotið er minniháttar eða ekki nauðgun þá eiga þolendur að hrista þetta af sér, þetta sé nú ekki svo slæmt.
Það að sýna skilning og samúð getur gert kraftaverk hvað líðan annarra varðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ég mátti til....
30.11.2008 | 16:48
Skemmtileg grein sem ég rakst á
http://kistan.is/default.asp?sid_id=25401&fre_Id=78217&tid=2&meira=1&Tre_Rod=005/&qsr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Smá blogg......
18.11.2008 | 00:35
Síðustu vikur hafa verið annasamar og enginn tími verið fyrir blogg, ég hef þó annað slagið getað kíkt á ykkur bloggvini og kastað á ykkur kveðju.
Það styttist í að þessi önn klárist í skólanum og ég satt að segja bíð eftir jólafríi sem verður sem betur fer snemma í ár, ég verð komin í frí 12 des, ég þrái að eiga dag þar sem ég get verið að vakna fram eftir degi og gert það sem mér sýnist, að ég tali nú ekki um að eyða tíma með vinum og vandamönnum og bara slaka á...
Ég ætlaði í mótmælagöngu um helgina en komst ekki, var í meðferð hjá frábærum rússneskum lækni sem ég komst í kynni við. Konan sú vinnur á sjúkrahúsi í Pétursborg og kemur nokkrum sinnum á ári til landsins til þess að stunda sína sjúklinga og hitta manninn sinn. Það er bara ekkert flóknara en það að konan er að fremja á mér kraftaverk. Eftir því sem ég kynnist hennar aðferðum meir og upplifi bata á eigin skrokki, skil ég minna í vestrænum nútíma lækningum sem gera oft ekkert annað en að stútfylla sjúklingin af lyfjum og búa til ný vandamál því flest lyf hafa svo miklar aukaverkanir að maður verður oft veikur af þeim einum saman.
Til dæmis var ég send suður í síðustu viku, átti þar að hitta merkan lækni. Ég fór með flugi um hádegi hitti lækninn í 20 mínútur og þar af þurfti ég að slefa í dall í 10 mínútur, læknirinn sem by the way er titlaður prófessor horfði skilningssljór á mig og sagði hreinlega: ég veit því miður ekki af hverju þú hefur þessi og hin einkenninn, með það flaug ég heim seinna um daginn, 30 þúsund krónum fátækari.
Ég legg til að það verði ekki bara breyting á íslenskri stjórnskipan heldur verði innleidd ný stefna í heilbrigðisgeirann, best væri að blanda saman hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum. Ég er viss að það væri hægt að spara milljónir í lyfja og lækniskostnað bara við að notast við óhefðbundnar lækningar í bland við annað. Ég hef heldur aldrei skilið þessa færibanda vinnu hjá læknum. Manni er úthlutað 15-20 mínútum og á þeim tíma á sjúklingur að geta skýrt frá einkennum, læknir skoðað viðkomandi og greint sjúkdóminn eða vandann og komið með lausnir til úrbóta...er það nema von að læknamistök skipti hundruðum á ári...
Eitthvað varð hlaupaframinn minn endasleppur massív beinhimnubólga lagðist á konuna svo ég neyddist til að leggja skónum í bili, en það er svo sem allt í lagi því við Sigurbjörg Árna erum að fara saman í stafagöngu, hún kann þetta uppá sína tíu síðan hún bjó í Finnlandi......annars vorum við ásamt fleirum í Laxdalshúsi í gær. Þar var Þráinn Karlsson leikari með upplestur á sögu eftir Tryggva Emilsson. Þetta var svo vel gert hjá frænda að ég upplifði söguna eins og ég hefði verið stödd þarna sjálf. Nú hefðu margir íslendingar gott af því að lesa af fátæku fólki...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Til allra.....
9.11.2008 | 19:07
Eins og heyrst hefur í fréttum þá voru ABC samtökin rænt í Naíróbí. Stöðin sem var rænd er í umsjá Þórunnar Helgadóttur sem vinnur þar frábært og óeigingjarnt starf. Ég vil hvetja alla sem eru aflögufærir um að leggja samtökunum lið svo þau komist í gegnum næstu vikur. Hver einasta króna skiptir máli og ótrúlegt hvað hægt er að gera fyrir litlar upphæðir. Hér er svo reikningsnúmer sem hægt er að leggja inn á.
1155- 15 - 044005 kt: 690688-1589
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Til hamingju elskan mín....
10.10.2008 | 18:32
Litli Krummu unginn minn á afmæli í dag, 16 ára...til hamingju Beta mín.
Ég er afskaplega heppinn með dætur og fæ aldrei nóg af því að umgangast þær. Þetta eru klárar og hæfileika ríkar stelpur og allar mjög ólíkar.
Beta mín er listamaður og rokkari sem spilar á trommur, rafmagnsgítar og bassa og spilar í nokkrum hljómsveitum....svo stundar hún listnámið af krafti.
Framtíðin hvílir á unga fólkinu og þeirra bíður erfitt verkefni að búa til samfélag þar sem fólk fær þrifist.En ég verð bjartsýn þegar ég heyri á tal vina barna minna, þau gera sér flest grein fyrir því sem skiptir máli í lífinu, þetta eru krakkar með hugsjón og trú á betri tíma.
Beta! þú rokkar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)