Færsluflokkur: Bloggar
Nóa flóðið endurtekur sig!
8.10.2007 | 18:51
Neee, smá ýkjur, en það hefur að vísu rignt svo mikið í dag að sundbolur og/eða vöðlur hefðu komið sér vel á leiðinni í skólann í morgun. En þar sem ég klæddist hvorugu, heldur þessum lika fínu leðurstígvélum, þá varð ég auðvitað hundblaut í fæturna við það að plampa í ökklaháu vatninu sem rann eftir götunum.
Allt hefur verið með kyrrum kjörum síðustu daga þar sem húsráðandi hefur verið að heiman. og ég notaði auðvitað tækifærið og bauð skiptinemum í mat. Eldaði tvöfalt til að vera örugg með að enginn stæði svangur upp frá borðum, allt kláraðist og diskar og föt voru sleikt að innan, hefði nánast getað skutlað þeim aftur upp í skáp. Allir glaðir að fá mat með bragði.
Skiptinemar voru fegnir að þurfa ekki að horfa upp á húsráðanda spranga um húsið hálf nakta, allavega svona rétt á meðan á borðhaldi stóð. Ekki það, ég get endalaust hlegið að henni, finnst hún óborganlegur karakter.
Annars var ég hætt kominn í dag. Þurfti nebbla að taka far með vörulyftunni í dag upp á fimmtuhæð, og í því sem ég ýti á hnappinn finn ég líka þennan megna fnyk. Einhver hafði greinlega notað lyftuna á undan mér og skilið eftir lykt.
Ég segi ekki að ég hafi reynt að þrýsta vörum og nefi að hurðinni í von um súrefni, en það hvarflaði að mér.
Ég reyndi að anda ekkert á leiðinni upp, en gat það náttúrulega ekki, lyftan lengi á leiðinni og svona, en svakalega sem ég var feginn þegar hún stöðvaðist.
Það á að banna með lögum að skilja eftir prump í lyftum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mér varð óglatt við lestur þessarar fréttar.
8.10.2007 | 09:15
Er að velta því fyrir mér hvort svona skítlegt eðli sé áunnið eða meðfætt? Hvað í veröldinni fær fólk til að fremja svona hryllilega ólýsandi viðbjóðslega hluti?
Hef reyndar heyrt þær tölur að yfir 80% þeirra sem misnota börn á einhvern hátt, séu sjálfir fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þarf þá ekki að leggja meiri áherslu á að hjálpa þeim fórnarlömbum, svo einhversstaðar verði hægt að slíta keðjuna?
Annars er ég hlynnt líflátsdómum í svona tilfellum, þessum manni verður sennilega ekki hægt að hjálpa. Hann er stórhættulegur umhverfi sínu. Vona bara að hann finnist sem fyrst, svo hann nái ekki til fleiri barna.
Interpol leitar eftir aðstoð á Netinu við að handsama barnaníðing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fótaskortur á tungunni.
5.10.2007 | 00:43
Hey, mátti til með að skutla þessu inn rétt áður en ég fleygi mér á koddann. Náði mér nefnilega úr fýlunni með því að rifja upp óborganlega setningu.
Fyrir allmörgum árum síðan, ætlaði mágur minn að koma skikki á hegðan barna sinna, sem höfðu verið með einhver uppsteyt, hann setti hnefann í borðið og sagði hátt og snjallt.
Hér er það ég sem ríð rækjum, hahaha
( átti auðvitað að vera, hér er það ég sem ræð ríkjum.)
Þið getið rétt ýmindað ykkur viðbrögð unglinganna.
Ég ætla að hlægja mig í svefn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Í fýlu með tóman maga.
4.10.2007 | 23:27
Alveg er það með ólíkindum hvernig Finnum tekst að elda allt bragð úr matnum.
Ég hef ekki keypt mér máltíð í mötuneyti skólans í meira en eina og hálfa viku, gafst upp á því að giska á hvort og hverskonar bragð væri hægt að finna af matnum, með góðum vilja var hægt að láta sér detta ýmislegt í hug.
Og nenni sko ekki að standa í flókinni matargerð sjálf, verandi án fjölskyldunnar.
Var hins vegar farið að langa í eitthvað gott, og eftir langar og miklar pælingar ákvað ég að kaupa mér camenbert, kex og sultu, namm namm, nú skyldi ég eta og vera glöð.
Stormaði heim með varninginn og tók mér góðan tíma í að sneiða ostin á kexið og sultuna þar ofan á, beit í og varð fyrir svo miklum vonbrigðum að mig langaði að kasta mér í gólfið og fá nett móðursýkiskast.
Hvernig er þetta hægt, osturinn smakkaðist eins og ókryddað tófú.
Ég er farin í rúmið, í fýlu, með tóman maga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sjálfkynhneygð í Finnlandi.
4.10.2007 | 21:40
Ég er orðin sjálfkynhneigð. Jamm alveg satt.
Í fyrra fór ég í aðgerð þar sem eggjastokkar og leg voru fjarlægð.
Kvensjúkdómalæknirinn hafði sagt mér að ef ég yrði eitthvað ómöguleg og ef ég myndi missa áhugann á húsbandinu ætti ég að hafa samband því ég þyrfti sennilega að fá karlhormón líka, auk kvennhormónana.
Hitti kvensjúkdómalækninn áður en ég fór til Finnlands, til að fá hormónalyf
Læknirinn kemur fyrir í mér hormónagrjóni.
Tveimur dögum síðar hringi ég í lækninn og segi,
heyrðu, er eðlilegt að ég skuli vera eins og breima köttur á eftir húsbandinu allann daginn?
Hann skellihlær og segir djúpri röddu, já já þú ert stútfull af karlhormónum nú veistu hvernig okkur körlunum líður, haha.
Ég var bara svo helv... vitlaus að láta setja það í mig rétt áður en ég fór út, hugsaði einhvern veginn ekki út í það að húsbandið yrði eftir á klakanum.
Svo nú er ég orðin sjálfkynhneygð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fárveikt húsband og reynsla af læknum.
3.10.2007 | 17:51
Í tilefni þess að mikið hefur verið rætt um hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar má ég til með að deila með ykkur reynslu sem húsbandið mitt hefur orðið fyrir síðustu daga, hún lýsir í hnotskurn reynslu fjölskyldu minnar af mörgum læknum.
Það er nefnilega ekki nóg að rannsaka allt á vísindalegan hátt ef það veljast svo einhverjir imbar til starfa.
Húsbandið mitt kom í heimsókn til mín til Finnlands þann tuttugasta, fór frá mér 3 dögum síðar til Lettlands, þar sem hann lagðist fárveikur í rúmið með 40 stiga hita. Víku síðar fór hann heim til Íslands, ennþá fárveikur, hugsaði þá með sér, best að fara til læknis þetta gæti verið eitthvað annað en flensa.
Í gær leitaði hann til læknis og samtalið var svohljóðandi.
Húsband: já sko, ég hérna er búinn að vera með mjög háann hita í eina og hálfa viku, og gjörsamlega að farast úr vanlíðan og slappleika.
Læknir: já, humm, hérnaaaa, finnst þér vont að pissa?
Húsband: jaaa nee jú, sko, mér finnst alltaf vont að pissa þegar ég er með háan hita. En er ekki með neina verki sem benda til þvagfærasýkingar.
Læknir: já, ( alveg heyrnalaus ) þér finnst semsagt vont að pissa.
Húsband: já en sko ( og reyndi að ná augnsambandi við læknin í þeirri veiku von að hann myndi skilja hann frekar)
mééér finnst alllllltaf vont að piiisssa þegar ég er með hiiiita. ég er ekki með nein einkenni um þvagfærasýkingu, hóst hóst.
Læknir: já þá er best að taka þvagprufu og senda í ræktun, þú borgar svo bara frammi vinur.
Húsband: já en ég er dauðveikur, ég er öllu jafna fílhraustur maður, hef ekki verið lasinn í mörg ár, æfi langhlaup eins og vitleysingur, og var að koma frá tveimur löndum, er hugsanlegt að ég sé með eitthvað sem þarf að rannsaka frekar? þú veist, hef ég náð í útlenska hættulega pest?
Læknir: ég læt þig svo vita um niðurstöðu af þvagrannsókn, vertu blessaður.
Húsband hringir í mig til Finnlands og segir farir sýnar ekki sléttar. Ég af alkunnu æðruleysi segi við húsband, ekki gefast upp reyndu að finna lækni sem hefur athygli og heyrn.
Og viti menn, húsband hringir á sjúkrahús, nær sambandi við lækni sem bæði heyrir og skilur, sá læknir bannar honum að koma á sjúkrahúsið því hann gæti verið með eitthvað bráðsmitandi, stefnir honum á stofuna til sín og setur í gang ítarlega rannsókn. SJÚKK.
Að það skuli vera happdrætti að lenda á góðum lækni finnst mér útí hött. Það er ekki nóg að geta lesið allar heimsins skruddur um læknisfræði og nýjustu tækni og vísindi ef menn eru svo gjörsneyddir common sensi.
Legg til að læknar og heilbrigðis fagfólk verði látið taka próf sem reynir á tilfinningagreynd.
Nú er mín pirruð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Skúringar, nálastungur og bjúgur.
3.10.2007 | 13:19
Afmælisdagurinn liðinn og ég nálgast óðfluga þann aldur þegar hægðir fara að vera áhugamál. hummm.
Ég hélt í einlægni að ekkert í húsi húsráðanda gæti komið mér lengur á óvart, en mér skjöplaðist.
Kom niður í eldhús í morgun í sakleysi mínu og sé þá heimilshjálpina á BRÓKINNI við að þrífa. Hún var á fjórum fótum og sneri rassinum í mig, okey brókin þurfti þvott, bolurinn flettist upp að brjóstum og maginn hékk niður við gólf. Svona hamaðist konan eins og hún ætti lífið að leysa við að bóna yfir skítugt gólfið, hehe.
Stóð svo hróðug upp að verki loknu og dáðist að handbragðinu. Ég hins vegar stóð stjörf í sömu sporum með höku niður á bringu, vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta, en auðvitað brást ég í trylltan hlátur ( sko inn í mér ).
Hef velt því fyrir mér að halda námskeið í skúringum, eeen nei nenni því ekki, læt eins og þetta sé eðlilegt umhverfi fyrir mig að vera í. Ég get aðlagast öllum fjandanum, jafnvel svo að ég hafi gaman að ósköpunum.
Mikið hefur verið bloggað um hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar. Ég sjálf hef kynnst hvorutveggja með misgóðum árangri.
Hef fyrir hitt lækna sem eru nú ekki betri en það að ég færi ekki með páfagaukinn minn til viðkomandi (ef ég ætti hann).
Tvö barna minna glímdu í mörg ár við erfið veikindi og fatlanir sem rekja má til læknamistaka og hroka þeirra, hefði ég haft umfram orku á þeim tíma hefði ég kært út og suður. En verandi með 3 langveik börn, þá er ekki snefill eftir af orku eða tíma í neitt nema draga andann. Hef líka notað óhefðbundnar, óvísindalegar rannsakaðar lækningar með góðum árangri.
Mér er sama hvaðan gott kemur. Var í mörg ár í sjúkraþjálfun með engum árangri, en var svo heppinn að komast í tíma til kínverjanna á skólavörðustíg, fór í tvo tíma og varð miklu betri.
Annars reyni ég að blanda saman hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum, notast við common sens hvað það varðar.
Fór til kínverjanna áður en ég fór til Finnlands, hitti fyrir aðal gæjann þar, hann sagði:
þú vera mikill bjúgur,
Ég: ha já er það?
Kínamaður: ég stinga þig og þú pissa mikið mikið.
Ég: okey, ég er til í flest.
kínamaður stakk mig og ég pissa eins og herforingi klukkutímana á eftir.
Nú ég vera enginn bjúgur. haha.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Súkkulaði og naflaskoðun.
2.10.2007 | 18:58
Mikið svakalega sem þetta hefur verið góður dagur. Þegar ég vaknaði í morgun rölti ég mér niður í eldhús og viti menn, haldiði að það hafi ekki beðið eftir mér KAKA, alsett gúmmiböngsum og tvö stór súkkulaði stykki.
Skólasystir mín frá Eystlandi hafði skilið þetta eftir handa mér áður en hún fór í skólann. Ég auðvitað fór beinustu leið upp í rúm aftur og maulaði súkkulaðið á meðan ég fór hratt yfir síðustu 42 ár. Ég á það nefnilega til að verða væmin á svona tímamótum, tek stöðuna eins og ég kalla það. Ég fer í nokkurs konar naflaskoðun, reyni að átta mig á því hvar ég hef bætt mig og á hvað ég þarf að leggja áherslu næst, varðandi sjálfa mig.
Út frá vangaveltum sofnaði ég aftur í smá stund, og vaknaði með súkkulaði slef í munnvikjum, alveg eins og 5 ára,hehe.
Fljótfærni og forvitni hefur alltaf háð mér, þó ég hafi mikið lagast á ég langt í land. Það rifjaðist upp fyrir mér atburður sem átti sér stað þegar ég var 5 eða 6 ára, þá bjó ég í miðbæ Reykjavíkur og margir og misjafnir menn á ferli eins og gengur. Nú við vorum nokkrir krakkar í leik, þegar maður í frakka birtist í miðjum hópnum og sviptir frá sér frakkanum. Það þarf ekkert að hafa löng orð um það, það varð allt vitlaust, krakkarnir öskruðu eins og þau væru á hryllingsmynd og hópurinn tvístraðist í allar áttir, ja neeema ég auðvitað. Ég sást á harðahlaupum á eftir flassaranum.
Þegar ég loks kom til baka. móð og másandi var ég spurð að því hvað í ósköpunum mér hefði gengið til. NÚ ÉG SÁ EKKI NEITT, svaraði ég snökkt.
Annars getur forvitni verið af hinu góða. Hún hefur leitt mig á þann stað sem ég er á í dag. Ég hreinlega elska að læra og kynnast nýju fólki og nýjum aðstæðum.
Fyrir mig er það ekki sjálfsagt. Ég hef upplifað margt um dagana og sumt miður gott. Ég hef verið við dauðansdyr oftar en einu sinni og farið í gegnum dimma dali þar sem ég sá ekki ljóstýru. Ég sigraðist á öllu saman, með aðeins tvennt að vopni, það er Þakklæti og húmor. Ég fæddist ekki hlæjandi og uppfull að þakklæti, ónei. Ég mátti þjálfa það upp eins og allt annað. en mikið svakalega sem lífið varð skemmtilegt og gefandi þegar ég hafði náð því að tileinka mér þetta. Svo nú mun ég hlæja þangað til yfir líkur.
AMEN.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ammmæli, bíó, popp og bjúgur.
1.10.2007 | 21:25
Undanfarna daga hefur allt verið frekar rólegt, ja kannski ekki rólegt, maður er náttúrulega alltaf eitthvað að brasa, en samt ekkert merkilegt gerst. Það var greinlega útborgunardagur hjá Finnsku tryggingastofnuninni í dag. Það voru biðraðir við hraðbankanna, aðalega þó öryrkjar og gamalmenni. Þeir greinilega eru blankir síðustu daga hvers mánaðar eins og öryrkjar á Íslandi. Annars er ég að fara í það næstu daga að undirbúa vikuferð til Rússlands. Jakub skólabrói frá Tékklandi ætlar með mér sem betur fer, mér finnst það einhvern veginn öruggara,ekki það, ég hefði farið ein ef hann hefði ekki getað komið með, en sennilega verið skíthrædd allann tímann.
Já svo á ég ammmmæli á morgun. Fór í smá sjálfsvorkunnar kast í dag yfir því að vera langt að heiman, nenni nefnilega ekki að gera neitt sjálf í tilefni dagsins og veit að heimilis fólkið mitt hefði gert eitthvað. En ég skreið upp úr þeirri holu, það þurfti smá átök við það en það hafðist á endanum eins og alltaf.
Talandi um rólega daga, ég fór í bíó um helgina, offfsa gaman. Bíóið hefur sennilega verið upp á sitt besta fyrir 50 árum síðan, allt frekar lúið og gamalt. Salurinn var pínulítill, ca 35 sæti. Ég hafði það á tilfinningunni að ég væri í svona sal þar sem fjárfestum og framleiðendum er boðið á forsýningar. Sætin voru eins og gamlir hægindastólar, hölluðu eitthvað svo asnalega aftur á bak þannig að mín gekk draghölt út eftir sýningu, ekki gott fyrir brjósklosið að sitja í hálfgerðri brú. Það versta var þó að það voru engir kókhaldarar, því sat ég eins og bjáni með popp í boxi og kók og reyndi að klemma saman lærin svo ég gæti haft þetta í kjöltunni. Hefði samt betur sleppt poppinu því ég vaknaði með líka þessa rosaflottu punga undir augunum og litla feita pylsuputta, er rétt að ná mér núna. hehe mér var nær. Ef ég þekki mig rétt fæ ég mér popp við fyrsta tækifæri og afneita því að það fari svona með mig. Jæja best að haska sér í ból, þetta hefur verið langur vinnudagur, frá 8 að morgni til 11 að kveldi.
Þangað til næst... good night.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30 dagar í Finnlandi
29.9.2007 | 11:44
Jæja mánuður liðinn, og svooo margt búið að gerast eins og alltaf í mínu lífi. Ég mála eins og vitleysingur, æfi mig í finnsku, reyni að meðtaka Finnska menningu og hlæ viðstöðulaust að öllu sem ég upplifi.
Í tilefni dagsins ákváðum við, ég og Kirstí frá Estoníu( hún leigir hjá húsráðanda eins og ég ) að bjóða öðrum skiptinemum í smá partý, til að spila á spil, gítar og spjalla.
Nú, ég stormaði í búð og keypti tilheyrandi snakk á meðan aðrir fóru í mjólkurbúðina (ríkið) og keyptu drykki.
Einhvernveginn vitnaðist það í byrjun teitisins að ég klippi hausa í frístundum, uhumm og hef gert það síðan ég var 5 ára en mér hefur reyndar farið mikið framm síðan þá, hehe.
En allavega þá var ég fenginn í það að klippa nokkra skólafélaga.
Á meðan fór húsráðandi á kostum. Daðraði við ungu mennina , dansaði um gólfið með rauðvínsglas í hendi, sagði sögur og talaði hátt og mikið.
Hún einhvernveginn beit það í sig að hún hlyti að vera heiðursgestur í partýinu og hagaði sér sem slík.
Þegar leið á kvöldið skellti hún sér í fræga náttkjólinn sinn sem er með klauf upp undir hendur og sýnir í raun allt það sem hann á að fela. hehe.
Síðan hélt hún áfram að svífa um gólfin og það var alger tilviljun hvort kjólinn flagsaðist frá að aftan eða framann.
Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svipinn á skólafélögum mínum, ég nefnilega er vön því að húsráðandi þvælist nakinn um húsið. Óskar skólabróðir stundi upp...mig langar ekki að sjá þettaaaa.
Að því búnu stendur hann upp og fer inn í eldhús, reynir að beina athygli sinni að einhverju öðru.
Kallar svo í mig og segir: hvað í ósköpunum er þetta?
Ég storma á eftir honum og pissa næstum á mig af hlátri þegar ég sé hann með stútinn af nesipytt græjunni minni
í munninum og reynir að flauta af öllum lifs og sálarkröftum. Hvað?, segir hann þegar hann sér mig engjast um af hlátri og reynir að blása en fastar. Bíddu? er þetta ekki einhverskonar hljóðfæri?
Neeeeeiiii, tekst mér að stynja upp, ég nota þessa græju til að skola á mér nefið,hahahahahaha.
Ég sá í yljarnar á honum þar sem hann hentist að vaskinum og hrækti í gríð og erg,haha.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)