Færsluflokkur: Bloggar
Þetta er merkisdagur
12.9.2007 | 07:37
Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli;ann Valur sem er bestastur, flottastur æðislegastur yndislegastur skemmtilegastur flínkastur og allt( langt innsog)
hann á afmæli í dag.
Til hamingju með afmælið Valur minn
í huganum er ég að baka þessa líka roooosalegu hnallþóru, alsetta kertum og fíneríi, en því miður geturðu ekki fengið að smakka. eigiði góðan og skemmtilegan dag elskurnar, heyrumst síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sendi mínar bestu kveðjur til allra vina og vandamanna nær og fjær.
11.9.2007 | 20:32
He he, vantar bara jólin í þessa setningu en þar sem enn er töluvert til jóla þá fáið þið bara berstrípaða kveðju frá mér. Af mér er annars allt gott að frétta, reyndar brjáluð vinna í gangi en skemmtileg, svo lítill tími gefst til að blogga.
En hvað um það, Einn skólafélagi kom til mín í dag og spurði spekingslega og grrrrafalvarlega, hérnaaaa, segðu mér,.... hversu háar greiðslur fá nemar á Íslandi frá ríkinu? Ég kváði, Ha frá ríkinu?????? Ég bilaðist úr hlátri. Frá ríkinu, ha ha ha, við fáum ekkert frá ríkinu stundi ég. Ó sagði nemandinn, er það þá frá skólanum sem greiðslurnar koma? og þá náði ég ekki andanum fyrir hlátri, nei ekki heldur sagði ég á innsoginu, já..... enn hvaðan koma þá peningarnir? þú veist, the student money? spurði hann aftur og var orðin heldur vandræðalegur á svipin, því ég hló eins og togara sjómaður.SKO VIÐ SEM ERUM Í SKÓLA Á ÍSLANDI, FÁUM ENGA PENINGA FRÁ EINUM EÐA NEINUM NEMA LÁNASTOFNUNUM! sagði ég á milli hlátursrokanna, við tökum lán sem við eyðum ævinni í að borga sagði ég, þá var komið að honum að hlæja. Lán? sagðiru lán? en en en hvernig getið þið þarna á Íslandi komið undir ykkur fótunum eftir skóla? Og þá hætti ég að hlæja og fátt varð um svör hjá minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skap og geð féll niður um 3% stig
9.9.2007 | 15:48
Hjá þessu verður víst ekki komist, það er þvottadagur í dag, nú eða þá að berja duglega úr brókinni en það er víst smekklegra að þvo bara þvottinn. Eftir að hafa afrekað það, uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að ísskápurinn var tómur. Ég reimaði á mig skóna og arkaði af stað í innkaupaleiðangur en þar sem ég nálgast stórmarkaðinn sé ég
að þar er allt slökkt og ekki sála á ferli, ég þrýsti andlitinu á rúðuna í þeirri veiku von að sjá einhverja hreyfingu innan dyra, en það fór ekki á milli mála helv.... búðin var lokuð. Að mér læddist grunur, skyldu Finnar vera svo manneskjulegir að hafa allar búðir lokaðar á sunnudögum? Í tryllingi hljóp ég langa vegalengd í annan stórmarkað sem ég vissi um, jú það var ekki um að villast, sá markaður var líka lokaður, örvæntinginn og hungrið helltist yfir mig, hvað á ég til brags að taka,hmmmm. jú mundi ég ekki allt í einu eftir shellstöð lengst niðri i bæ og tók strauið þangað, milli vonar og ótta. Gleði mín var einlæg og mikil þegar ég sá fólk á ferli og með hálfgerðan móðursýkisgleði
hlátur hljóp ég á milli rekkana og verslaði inn. Sjúkk, ég er nefnilega ekkert rosalega skemmtileg á fastandi maga. Ég er þó þakklát fyrir að vera ekki í sporum rónans sem sefur gjarnan fyrir utan annan stórmarkaðinn, starfsfólkið aumkar sig yfir hann á morgnana og leggur ofan á hann 2 brauðpoka. Sad
Ég rakst á fréttina um hamaganginn og brjálæðið sem átti sé stað í miðborg Reykjavíkur, segi bara, goott með löggulákana að taka harðar á þessari klikkun, svo talar fólk um að fara út að skemmta sér, sér er nú hver skemmtunin.
Ætli sé ekki best að skella sér í jákvæða gírinn og hífa skap og geð upp um nokkur prósentustig, það er líka svo miklu skemmtilegra.
Heyrumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Brói leggur sjó undir fót.
8.9.2007 | 13:44
Senn líður að því að hann litli brói minn fari á sjóinn. Mér finnast sjómenn hetjur, sérstaklega þeir sem þurfa að vera úti á ballarhafi mánuðum saman, ég hreinlega skil ekki hvernig þeim tekst aftur og aftur að koma heim heilir á geði.
Minn brói býr í Chile og vinnur í Kanada. Hann ákvað einnu sinni að fá sér stóran og mikinn varðhund, sem skyldi gæta bús og barna á meðan hann væri fjarverandi. Minn maður var nú heldur betur ánægður með nýja heimilismeðliminn. Daginn eftir vaknar hann við læti við útidyrnar og ríkur til, heldur betur rogginn með hundinn sem hann taldi að hefði ráðist á innbrotsþjóf, en nei nei stóð þá ekki dýrið yfir póstmanninum og reyndi að sleikja hann í hel, he he
En mikið er ég nú þakklát fyrir að getað haft samband við vini og vandamenn hvar sem þeir eru staddir í veröldinni, það er ekkert rosalega langt síðan að menn notuðust við póstkort og einstaka símtöl á milli heimsálfa. Eftir að við misstum elskulega systurson í fyrra þá hefur fjölskyldan en meiri þörf fyrir að hafa samskipti og þar sem við erum tvist og bast um heiminn þá er voða gott að geta sent tölvupóst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eins og belja komin að burði
7.9.2007 | 20:27
Annars var ég komin með upp í kok af labbi í dag því vinnuaðstaða mín er upp á 5hæð, já ég sagði 5hæð.
Því er svo þannig háttað að að hin ýmsu efni sem ég þarf að nota eru niðri í kjallara og á annari hæð, og auðvitað gleymdi ég alltaf einhverju þannig að þegar ég sá framm á það að þurfa fara mína tíunduferð upp helv...stigann þá fór ég í einhverju móðursýkiskasti og kvartaði við yfirmann skólans, sagði henni það að ef þetta yrði svona áfram myndi ég kasta mér út um gluggan á 5 hæðinni ,svo væri ég þar að auki fyrrum stórreykingamanneskja með laf ónýt lungu, gigt og brjósklos í mjöðmunum og ég veit ekki hvað og hvað , þá segir konan fremur vandræðalega: sko það er hérna gömul vörulyfta sem notuð er í neyð eða þegar flytja þarf stór verk á milli hæða ,þú getur fengið lykil af henni en hún er ólögleg, fær sko ekki skoðun og getur bilað hvernær sem er.
Heeeeee svo núna rúnta ég eins og fín frú í gamalli ólöglegri vörulyftu sem getur allt í einu tekið upp á því að bila eða það sem væri þaðan af verra lent með miklum þunga NIÐUR í gegnum kjallargólfið í stað þess að fara upp á fimmtu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Harmleikur í Portugal
7.9.2007 | 19:30
Ef þetta er slys af hendi foreldra, myndi maður þá ekki kalla eftir hjálp, heldur en að setja á svið einhverja leiksýningu eins og lögregla er farin að halda fram að foreldrarnir hafi gert, æ ég veit það ekki, þetta minnir svolítið á svipaðann atburð sem átti sér stað í Ástralíu fyrir mörgum árum. Þar hvarf 9 vikna gamalt barn úr tjaldi, móðirin var sakfelld fyrir morð, sat inni í mörg ár, svo kom í ljós síðar meir að hún var saklaus.
Því miður gerist það bara allt of oft að saklausir eru dæmdir, og þá einmitt oft við svipaðar aðstæður þið vitið, heimurinn fylgist með gangi mála, fréttamenn eru með sífeldan fréttaflutning og lögregla er undir gífurlegri pressu frá öllum að leysa málið, og einmitt þá í einhverri örvæntingu gerist það að sekt er klínt á saklausan.
Æ þetta er eitthvað svo hrikalegur harmleikur, veit ekki hvort ég hefði það af að vita ekki um afdrif barnsins míns og vera undir smásjá heimsins.
Móður Madeleine boðið að játa gegn vægum dómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
kviknakinn húsráðandi
7.9.2007 | 15:50
Svo er ég að hafa áhyggjur af því að vera gleyminn allavega núna í seinni tíð, en að fara hálfklædd út hef ég þó aldrei gert, en hver veit?
Þetta er nú meiri lúxusinn sem ég bý við, þegar ég kom heim úr skólanum stóð kona inni í eldhúsi með ryksugu í hendi, nei sko hugsaði ég það er meira að segja heimilishjálp í boði húsins en kunni samt ekki við annað en að spurja hvort ég gæti fengið þrif græjurnar lánaðar því mál væri komið að þrífa herbergið mitt, ég auðvitað greip til enskunnar en fékk ræðu á Finnsku til baka og þá sé ég að hún er voteygð og riðandi, ha ha meira að segja heimilshjálpin er í glasi allann daginn.
það er eins og fullir Finnar séu heyrnalausir, því alveg sama hvað ég sagði henni oft að ég gæti enn sem komið væri ekki haldið uppi samræðum á Finnsku þá hélt hún áfram að tala og hætti því ekkert þó hún væri kominn úr sjónfæri, eiginlega upp á efri hæðina, já er það furða þó mér finnist lífið fyndið og skemmtilegt þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brosið fer ekki af mér
5.9.2007 | 14:43
Það er loksins komið á hreint að ég fæ að vera áfram þar sem mér var niður komið, sem er fínt því ég er 7 mín í skólann og í miðbæinn, svo borga ég kúk og kanil fyrir herbergið, eða það sem samsvarar 12.000 kr íslenskar, inní þessu er í raun afnot af öllu húsnæðinu sem er mjög stór íbúð á 3 hæðum, ég fæ afnot af interneti, þvottavél og sauna. Já og ekki er allt búið enn, ég fæ frá skólanum peninga til að kaupa striga og málningu og svo þúsund evrur fyrir 3 mánuði, live is goood.Konan sem ég bý hjá er ótrulega fyndinn og skemmtileg týpa, eftir langann og strangann vinnudag ( hún ser um öll tölvusamskipti á einu sjúkrahúsanna)snarar hún sér í náttbol og sprangar svo um á ömmunaríum jafnvel með bolinn girtan ofan í öðru megin og gjarnan með bjór/eða vínglas í hendi, æfir svo flamingodans í frístundum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
krumma í Finnlandi
4.9.2007 | 18:27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fáránlegt tryggingakerfi
4.9.2007 | 16:44
Missa bæturnar vegna sjúkrahúslegu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)