Færsluflokkur: Bloggar

Krumma í Finnlandi

Jæja þá er maður komin í hóp þeirra sem finna sig knúna að tjá sig opinberlega um alla skapaða hluti, það kemur nú bara til af því að ég er sem stendur nemi í Listaháskólanum í Lahti í Finnlandi og vinir og vandamenn geta fengið fréttir beint í æð, þetta sparar manni líka mörg og dýr símtöl. En hvað um það, hér er gott að vera, borgin falleg og margt að sjá, er sennilega búin að labba meira síðastliðna viku heldur en mánuðina á undan, sem er bara frábært. Kíkti á pöbbarölt á laugardagskvöldið, lenti á bar sem spilaði lifandi tónlist, þar veittust að mér menn úr öllum áttum þegar að þeir sáu að ég var ein, það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þeir töluðu bara finnsku, og það var alveg sama hvað ég reyndi að útskýra fyrir þeim að ég væri ekki fær um að halda uppi samræðum, ég kynni bara nokkur orð þá breytti það engu þeir töluðu bara meira, þetta var ótrúlega fyndið, ég reyndar bætti aðeins við orðaforðan fyrir vikið. Mikið asskoti sem Finnar geta drukkið, þeir bæði drekka mikið og illa margir hverjir, En þetta er gott fólk. Húsbandið mitt (eiginmaður) ætlar að heimsækja mig eftir ca 3 vikur, hann er að fara á ráðstefnu í Rika í Lettlandi, mér fannst nú ekki mikið mál að hann myndi heimsækja mig í leiðinni,he he.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband