Færsluflokkur: Tónlist
Cure......yea
6.4.2009 | 02:24
Það er orðið langt síðan ég lét sjá mig hér síðast enda á kafi í vinnu og fullt af öðrum verkefnum, er í lokaverkefninu þessa dagana og verð að vinna alla páskana sem er bara fínt því ég er með þessa gæja í eyrunum allann daginn og fæ bara ekki nóg, mátti til með deila þessu......njótið elskurnar og hækkið í botn.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er flutt í ísskápinn....
23.5.2008 | 00:19
ég er að hugsa um að senda út tilkynningu til vina og vandamanna...ef þið eigið erfitt með að ná í mig þá er ég mjög líklega á kafi í ísskápnum....sko það er afleiðing þess að hætta reykja ...ég borða þó mér sé orðið illt...
Það er alveg ljóst að ég þarf að draga fram reiðhjólið annars endar þetta með ósköpum
Ég og yngsta dóttir mín höfum verið einar í dag og kvöld..hinn parturinn af fjölskyldunni er í vinnu annars staðar á landinu...
Við þvældumst í heimsókn í dag og smá búðarráp..vorum að spá í hvernig við ættum að eyða kvöldinu..horfðum á hvor aðra..og ákváðum að setja okkur í júró stellingar eins og restin af þjóðinni
fórum heim og græjuðum mat...kveiktum á Imbanum og auðvitað voru fyrstu lögin búin..þau næstu sem komu á eftir voru hræðilega flutt, við vorum að velta því fyrir okkur hvort keppendur væru tónvilltir eða hvort bilun væri í monitor... en keppnin skánaði eftir sem á leið
ég sá svo í fréttunum brot úr Íslenska laginu og fannst þetta vel gert hjá þeim...
kannski maður fylgist með keppninni um helgina....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)