Er flutt í ísskápinn....

   ég  er að hugsa um að senda út tilkynningu til vina og vandamanna...ef þið eigið erfitt með að ná í mig þá er ég mjög líklega á kafi í ísskápnum....sko það er afleiðing þess að hætta reykja W00t...ég borða þó mér sé orðið illt...Sick

Það er alveg ljóst að ég þarf að draga fram reiðhjólið annars endar þetta með ósköpum

Ég og yngsta dóttir mín höfum verið einar í dag og kvöld..hinn parturinn af fjölskyldunni er í vinnu annars staðar á landinu...

 Við þvældumst í heimsókn í dag og smá búðarráp..vorum að spá í hvernig við ættum að eyða kvöldinu..horfðum á hvor aðra..og ákváðum  að setja okkur í júró stellingar eins og restin af þjóðinni

fórum heim og græjuðum mat...kveiktum á Imbanum og auðvitað voru fyrstu lögin búin..þau næstu sem komu á eftir voru hræðilega flutt, við vorum að velta því fyrir okkur hvort keppendur væru tónvilltir eða hvort bilun væri í monitor... en keppnin skánaði eftir sem á leið

ég sá svo í fréttunum brot úr Íslenska laginu og fannst þetta vel gert hjá þeim...

kannski maður fylgist með keppninni um helgina....W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já, verðum við ekki öll í einhverjum júró fíling?

Ég fer alltént í stútentsveislu og hún lofaði að hafa opið varpið - svo við sjáum til!

Sko það er í lagi að borða eins og hestur ef þú bara tekur öll helfv... kolvetnin burt!

Edda Agnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér fannst bæði flytjendur og lögin ekki af þessum heimi.  Hélt að það væri eitthvað verulega mikið að í eyrunum á mér.  Hva!

En stattu þig stelpa.  Þú heldur á kyndlinum fyrir oss reykingasystur þínar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 07:16

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta ísskáparáp er aðalástæðan fyrir því að ég treina það alltaf að hætta að reykja, vitlaust ég veit það!

Mér fannst flest af þessum lögum hræðileg, sum alveg svakalega illa sungin. En okkar fólk var flott, ég fékk gæsahúð þegar þau sungu

Huld S. Ringsted, 23.5.2008 kl. 08:53

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Huld:skil þig vel ég hræddist ísskápin og geri enn...varð samt að hætta reykja eða drepast ella....

Það verður gaman að sjá hvernig íslendingum gengur um helgina.... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.5.2008 kl. 13:45

5 identicon

Hehehehehehe.Ísskáparöltinu er lokið hér.Núna má BARA fara í ísskáp á matartímum.morgunmatur.morgunkaffi,hádegi,kaffi kvöldmatur.Eða þannig ætti það að vera en er svolítið svona.Morgunmarur,morgunkaffi,2 í morgunmat og kaffi.Hádegismatur,2 í hádegismat og svo frv.Er að detta í 9 mánuðina reyklaus.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:04

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er farin að velta því fyrir mér að kaupa nikótíntyggjó. Er ekki komin lengra í bili.

Helga Magnúsdóttir, 23.5.2008 kl. 16:15

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Helga..læknirinn minn bannaði mér að nota nikótíntyggjó eða önnur nikótínlyf...það er innan við 5% árangur með þeim en yfir 40% af nýja reykingalyfinu...hef reyndar engan hitt sem hættir að nota nikótínlyfið...margir reykja bara með því..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.5.2008 kl. 22:08

8 Smámynd: Brynja skordal

Dugleg ertu til lukku með að vera orðin Reyklaus já veit um fólk sem er búið að vera á nikótíntyggjóinu í nokkur ár getur ekki hugsað sér að sleppa því en að reykja með því hummm til hvers að vera að þessu þá!! En þarf sjálf að fara hætta þessu þegar það verður þá ætla ég bara að hætta bæ bless búið engin hjálparlyf En hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 10:36

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já mér fannst þai bara góð, og hann danski líka.

það er víst lítil von með okkur skandinavíu í framtíðinni.

knús til þín inn í nóttina

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.5.2008 kl. 18:49

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

nei veit ekki um neitt svona í fljótu bragði....

Ég tek undir það að Regína og Friðrik stóðu sig óaðfinnanlega... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.5.2008 kl. 20:18

11 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Til hamingju með að vera hætt að reykja! En til þess að þyngjast ekki úr hófi framm á fyrstu vikunum meðan fíknin gengur yfir, þá er gott að hafa ísskápinn fullan af alskonar grænmeti og ávöxtum sem inniheldur fullt af alskonar vítamínum, þar á meðal A-vítamíni sem gerir húðina svo fallega...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 26.5.2008 kl. 13:47

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Knús til þín og þinna, vonandi gengur allt vel með nýjasta fjölskyldumeðliminn þinn Krumma mín. Sendi ykkur öllum ljós og kærleik

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.5.2008 kl. 13:30

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

p.s. og komdu svo út úr skápnum


hehehehehehe 

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.5.2008 kl. 13:31

14 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Hvernig gengur reyklausa lífið hjá þér ? Ég er löngu búin  að íhuga að hætta   er búin að vera með þvílíkt kvef í viku að mér óar við að þurfa að staulast fram á rúmstokkinn á nóttinni til að klára að hósta  og kóf sveitt........ og allan daginn....

dauðöfunda hvað mínum maka gekk vel að hætta að reykja fyrir ári.............. ekki það að ég vildi ganga í gegn um það sem hann gekk í gegn um til að hætta þessu helvíti....

enn oft leiðir eitthvað slæmt gott af sér     bestu kveðjur til þín og þinna :)

Erna Friðriksdóttir, 29.5.2008 kl. 22:57

15 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jú takk..reykleysið gengur fínt..það verður að ganga fínt, ekki annað í boði. Ég byrjaði að taka champix en er hætt því, var að drepast úr þreytu allan daginn sem er ein af aukaverkunum, það er gott að hugsa um þetta í einhvern tíma en taka svo ákvörðun og hætta...lífið verður allt betra og svo á maður miklu meiri pening...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.5.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband