Færsluflokkur: Lífstíll
Hamingjufærsla...
9.2.2008 | 11:58
Ég var vöknuð kl 10 í morgun, þrátt fyrir lítin svefn síðustu daga og vikur, tími bara ekki að sofa meira enda yndislega fallegur dagur framundan og fullt af skemmtilegum verkefnum sem bíða eftir afgreiðslu.
Eins og landinn veit var brjálað veður í gær og þó ég sé fáránlega hrædd við mikinn vind þá var samt eitthvað svo kósý að vera heima og hlusta á gnauðið í gluggunum og húsið nötra í mestu hviðunum.
Húsband framkallaði veislu úr steiktum saltfiski, kartöflum hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum.....mmmmm, já og hann skreytir alla diska, skammtar hverjum og einum þannig að það verður miklu skemmtilegra að borða, maður nýtur matarins betur í stað þess að skófla sjálfur á diskinn og missa yfirsýn yfir magn.
Ég upplifði brjálað hamingju móment í gærkveldi, elsta dóttir kom í heimsókn með hundana, við sátum öll saman í sófunum, ég glamrandi á gítar og hinir að spjalla saman og horfandi með öðru auganu á sjónvarpið, allir glaðir, saddir og einhvern veginn opnir og innilegir, þetta var eitt af þessum augnablikum sem gerir einhvern veginn allt þess virði, það að vísu vantaði miðju barnið en nú fer að styttast í að hún komi heim og mikið sem mig hlakkar til, það er svo góð tilfinningin að hafa alla nærri sér.
Síðustu 2 vikur hafa verið alveg sérstaklega skemmtilegar, ég tók 2ja vikna kúrs í skapandi teikningu og gerði eitthvað af grafík myndum líka, en kennarinn hafði einstakt lag á því að vekja upp vinnugleði hjá öllum, síðustu viku var ég öll kvöld að vinna og ef ekki væri fyrir reglur skólans þá hefði ég gist þar nokkrar nætur.
Well er farin syngjandi inn í daginn......með hamingju hugsanir efst í kollinum og góða sjálfsvirðingu í veganesti, eigið góðan dag líka elskurnar.
Eins og landinn veit var brjálað veður í gær og þó ég sé fáránlega hrædd við mikinn vind þá var samt eitthvað svo kósý að vera heima og hlusta á gnauðið í gluggunum og húsið nötra í mestu hviðunum.
Húsband framkallaði veislu úr steiktum saltfiski, kartöflum hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum.....mmmmm, já og hann skreytir alla diska, skammtar hverjum og einum þannig að það verður miklu skemmtilegra að borða, maður nýtur matarins betur í stað þess að skófla sjálfur á diskinn og missa yfirsýn yfir magn.
Ég upplifði brjálað hamingju móment í gærkveldi, elsta dóttir kom í heimsókn með hundana, við sátum öll saman í sófunum, ég glamrandi á gítar og hinir að spjalla saman og horfandi með öðru auganu á sjónvarpið, allir glaðir, saddir og einhvern veginn opnir og innilegir, þetta var eitt af þessum augnablikum sem gerir einhvern veginn allt þess virði, það að vísu vantaði miðju barnið en nú fer að styttast í að hún komi heim og mikið sem mig hlakkar til, það er svo góð tilfinningin að hafa alla nærri sér.
Síðustu 2 vikur hafa verið alveg sérstaklega skemmtilegar, ég tók 2ja vikna kúrs í skapandi teikningu og gerði eitthvað af grafík myndum líka, en kennarinn hafði einstakt lag á því að vekja upp vinnugleði hjá öllum, síðustu viku var ég öll kvöld að vinna og ef ekki væri fyrir reglur skólans þá hefði ég gist þar nokkrar nætur.
Well er farin syngjandi inn í daginn......með hamingju hugsanir efst í kollinum og góða sjálfsvirðingu í veganesti, eigið góðan dag líka elskurnar.
Mission Impossible......lokið Muahahahaha
29.1.2008 | 00:05
Þvílíkur dagur, en hann hafðist, svo nú sit ég pollróleg við tölvuna og finnst ég geta sigrað heiminn.
Pollýanna kom í heimsókn í líki Telmu skólasystur sem er alltaf eins og æðruleysið uppmálað, það er alveg sama hversu mikið er að gera, það haggar ekkert þessari elsku. Ég aftur á móti veð um í tryllingi, snýst í hringi verð óðamála, æði úr einu í annað og kem miklu minna í verk fyrir vikið. En hva þó maður sé ekki fullkominn á öllum sviðum...
Hiti og kvef kyrrsettu mig heima í dag svo ég gat klárað fyrirlestur sem verður fluttur með stæl á morgun. Vaskur er í góðum farvegi, vinnutap þessa dags næ ég að vinna upp um helgina,.... svo ég er í góðum málum.
Annars þoli ég ekki að vera kvefuð. Það er eins og ég hafi gleymt eyrnatöppum í eyrunum, heyri allt eins og ég sé stödd inn í boxi. Svo hef ég svitnað og kólnað á víxl í allan dag og lít út eftir því, með úfið hár og bólgið andlit. Hóstaköstin eru þó verst, má hafa mig alla við að klemma saman lappir svo ég fái nú ekki hlandbruna í ofaná lag.... nei segi svona.
Framundan er læknisheimsókn, ætla að reyna hætta að reykja aftur, ekki af því mig langar svo mikið, ég get bara ekki orðið andað eins og annað fólk. Ég anda bara niður í háls og innan tíðar verð ég farin að ljóstillífa eins og planta. Það er lágmark að maður komist upp stigana heima hjá sér, svo húsband þurfi ekki að hífa mig upp í talíu og drösla mér inn um svalir......er alltof hégómagjörn fyrir slíkan gjörning
Jæja ein sígó og svo að hátta......muahahahahaha ( getur maður orðið skrýtin af kvefi??????)
Pollýanna kom í heimsókn í líki Telmu skólasystur sem er alltaf eins og æðruleysið uppmálað, það er alveg sama hversu mikið er að gera, það haggar ekkert þessari elsku. Ég aftur á móti veð um í tryllingi, snýst í hringi verð óðamála, æði úr einu í annað og kem miklu minna í verk fyrir vikið. En hva þó maður sé ekki fullkominn á öllum sviðum...
Hiti og kvef kyrrsettu mig heima í dag svo ég gat klárað fyrirlestur sem verður fluttur með stæl á morgun. Vaskur er í góðum farvegi, vinnutap þessa dags næ ég að vinna upp um helgina,.... svo ég er í góðum málum.
Annars þoli ég ekki að vera kvefuð. Það er eins og ég hafi gleymt eyrnatöppum í eyrunum, heyri allt eins og ég sé stödd inn í boxi. Svo hef ég svitnað og kólnað á víxl í allan dag og lít út eftir því, með úfið hár og bólgið andlit. Hóstaköstin eru þó verst, má hafa mig alla við að klemma saman lappir svo ég fái nú ekki hlandbruna í ofaná lag.... nei segi svona.
Framundan er læknisheimsókn, ætla að reyna hætta að reykja aftur, ekki af því mig langar svo mikið, ég get bara ekki orðið andað eins og annað fólk. Ég anda bara niður í háls og innan tíðar verð ég farin að ljóstillífa eins og planta. Það er lágmark að maður komist upp stigana heima hjá sér, svo húsband þurfi ekki að hífa mig upp í talíu og drösla mér inn um svalir......er alltof hégómagjörn fyrir slíkan gjörning
Jæja ein sígó og svo að hátta......muahahahahaha ( getur maður orðið skrýtin af kvefi??????)
Dramakast og flensa í fæðingu....
27.1.2008 | 22:43
Búhúúú ef ég væri ekki svona löt myndi ég kasta mér niður og berja með hnefunum í gólfið og arga og grenja....suma daga gengur ekkert upp, síðustu daga hef ég ásamt 3 skólasystrum setið með sveittan skallann og puðað yfir málstofu verkefni sem við eigum að flytja á þriðjudaginn. Eftir mikla yfirlegu yfir erfiðum ensku texta og þurru fræðilegu efni hnoðuðum við saman þessum fína fyrirlestri vistuðum hann í tölvuna og BÚMM.....
verkefnið hvarf??????? Eftir mikla leit fannst partur af því, restina verðum við að vinna aftur næsta kvöld og kannski fram á nótt.
Svo liggur í töskunni minni þéttskrifað blað af öðrum verkefnum, óskyld skólanum að vísu sem þarf að afgreiða fyrir hádegi í gær. Og svona til að kóróna allt saman er ég komin með hita, beinverki og verk í lungun.....djö er meira að segja í stökustu erfiðleikum með að reykja Svo byrjar nýr kúrs á morgun, er að hjálpa elstu dóttur minni að flytja, sú yngsta á að fara til læknis á morgun, á eftir að redda mínum hluta í fjáröflunarverkefni skólans sem átti að skilast fyrir viku, skila inn vaskskýrslu, aðstoða miðjubarn fyrir utanferðina og og og og og og og og og og og og og
HALLÓ hefur einhver séð pollýönnu....þarf á henni að halda núna.... plís einhver
Svo liggur í töskunni minni þéttskrifað blað af öðrum verkefnum, óskyld skólanum að vísu sem þarf að afgreiða fyrir hádegi í gær. Og svona til að kóróna allt saman er ég komin með hita, beinverki og verk í lungun.....djö er meira að segja í stökustu erfiðleikum með að reykja Svo byrjar nýr kúrs á morgun, er að hjálpa elstu dóttur minni að flytja, sú yngsta á að fara til læknis á morgun, á eftir að redda mínum hluta í fjáröflunarverkefni skólans sem átti að skilast fyrir viku, skila inn vaskskýrslu, aðstoða miðjubarn fyrir utanferðina og og og og og og og og og og og og og
HALLÓ hefur einhver séð pollýönnu....þarf á henni að halda núna.... plís einhver