Dramakast og flensa í fæðingu....

Búhúúú ef ég væri ekki svona löt myndi ég kasta mér niður og berja með hnefunum í gólfið og  arga og grenja....suma daga gengur ekkert upp, síðustu daga hef ég ásamt 3 skólasystrum setið með sveittan skallann og puðað yfir málstofu verkefni sem við eigum að flytja á þriðjudaginn. Eftir mikla yfirlegu yfir erfiðum ensku texta og þurru fræðilegu efni hnoðuðum við saman þessum fína fyrirlestri vistuðum hann í tölvuna og BÚMM..... Frown verkefnið hvarf??????? Eftir mikla leit fannst partur af því, restina verðum við að vinna aftur næsta kvöld og kannski fram á nótt.

Svo liggur í töskunni minni þéttskrifað blað af öðrum verkefnum, óskyld skólanum að vísu sem þarf að afgreiða fyrir hádegi í gær. Og svona til að kóróna allt saman er ég komin með hita, beinverki og verk í lungun.....djö er meira að segja í stökustu erfiðleikum með að reykja  W00t Svo byrjar nýr kúrs á morgun, er að hjálpa elstu dóttur minni að flytja, sú yngsta á að fara til læknis á morgun, á eftir að redda mínum hluta í fjáröflunarverkefni skólans sem átti að skilast fyrir viku, skila inn vaskskýrslu, aðstoða miðjubarn fyrir utanferðina og og og og og og og og og og og og og

HALLÓ hefur einhver séð pollýönnu....þarf á henni að  halda núna....  Crying plís einhver


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Pollýanna er búin að vera hjá mér síðustu daga, ég skal senda hana yfir til þín!  Láttu þér batna, það er nú orðið slæmt ef maður getur ekki reykt.

Gangi þér vel

Huld S. Ringsted, 27.1.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef ekki rekist á Pllýönnu en bendi þér á að er til fólk sem vinnur við að taka að sér praktísk verkefni svo fólk geti verið veikt í friði.  Nota það.  Er að reykja ógó góða sígarettu.  Muahahahaha

Róleg Krumma mín, hlutirnir hafa tilhneygingu til að greiða úr sér sjálfir.  Knús og klem 

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sko! strax orðin betri bara við það að blása út þessari sjálfsvorkun sem læddist aftan að mér  sit hérna rósemdin uppmáluð með glott útí annað og allt under control..........uuuuu??? nema þetta sé byrjun á öðru og alvarlegra kasti Muahahahaha.

Nei svona að öllu gamni slepptu þá er það einmitt málið að hlutir greiða oft úr sér sjálfir og ég veit að það þarf ekki að hlú að áhyggjunum þær sjá um sig sjálfar, það er bara svo gott að láta minna sig á það annað slagið, thanks girls.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.1.2008 kl. 23:26

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það er ekkert annað!

Jæja, efast ekki um að þú komir þessu öllu heim og saman. Óska þér bara góðs gengis.

Verst að það skuli vera svona erfitt að reykja

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.1.2008 kl. 23:36

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það væri kannski ekki svo vitlaust að skipta á heimilum eins og þær gerðu þarna í Ameríska þættinum í sjónvarpinu?

Alltént býst ég við aðð ég yrði duglegri að taka til í öðrum húsum en mínu eigin húsi

Annars, knús á þig.

Edda Agnarsdóttir, 28.1.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það væri kannski ráð Edda? að skiptast á húsum og hlutverkum í svona viku... en ég get ekki lofað að þú komir heil út úr því

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.1.2008 kl. 14:01

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

He he gaman að lesa þessi comment , ja mér þykir sjálfri helvíti gott að leika Pollý Önnu,  líklega til að brynja sálfa mig fyrir veruleikanum,  en sama hér ég er pesta gemlingur,,  þoli það nú ekki, ætlaði að vera í höfuðborginni í dag,  ennnnnn hangi bara á netinu í staðinn   ...................   Þú mátt koma og laga til heima hjá mér he he heh e   ef ég fer á þitt heimili og slaka bara á  he e hehehe.....Tiltekt er eitt af því sem að ég hreinlega líð ekki ,   enda bara hreint og klárt karlmannsverk ekki satt??   Við konur getum nú ekki allt þó að okkur langi og þar með talið tiltekt á heimilum  ...Láttu þér samt batna Hrafnhildur mín en hver er miðbarnið að fara erlendis??? 

Erna Friðriksdóttir, 28.1.2008 kl. 14:54

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Miðjubarn ætlar að leggjast í ferðalög eitthvað út í buskann. Byrjar í Danmörku og fer svo líklegast til spánar.....er með einhverja drauma um að finna sér vinnu þar og dvelja í einhvern tíma, og ég fer á taugum.....

Annars er tiltekt minnsti og léttasti parturinn af verkefna listanum, hér hafa allir sín verk svo ég er aldeilis ekki ein í því, það er aðalega skólinn...það raðast á mann stuttir kúrsar og mikið að gera í hverjum kúrs, nú svo datt mér í hug að því ég hef svo lítið að gera, að  taka þátt í hljómsveitarstússi, æfingar fara hefjast, svo er model á þriðjudagskvöldum og svo er ég aðeins að vinna með þessu......maður er náttúrulega ekki í lagi. Það er bara svo gaman að vera til og margt sem mig langar að gera. Þekkiðið einhvern sem getur klónað mann....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.1.2008 kl. 16:17

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er aldrei að allt gerist í einu hjá þér,  vona nú að heilsan bili ekki illa.  Vont að liggja í flensu og skít. Gagni þér með öll þessi verkefnti og ekki byrja að reykja aftur, það er bara vonlaust.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 20:30

10 identicon

Púst það virkar.Það er að segja astmapúst það auðveldar reykingarnar.hehehehe.Þannig var það hjá mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:54

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Er stanslaust á astmapústinu og komin á slímlosandi töflur, er að fara til læknis, ætla fá lyf svo ég geti hætt þessum fj.....reykingum, er á síðasta snúningi.......hóst hóst.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.1.2008 kl. 23:00

12 Smámynd: Fríða Eyland

Gæti óskað að ég gæti bjargað þér Krumma mín, þú átt það inni hjá mér. En það verður að bíða, ég hef verið önnumkafin við að pakka búslóðinni inn fyrir sjóferð og raða í gám, fer bráðum að sjá fyrir enda á þessu basli. 2008 hefst með miklum látum, ár rottunnar er víst þannig bara... Sendi þér samt góðar hugsanir 

Fríða Eyland, 29.1.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband