Húsráðandi á harðahlaupum, yfirferð, og FRÍ !!!!!

Í morgun hrökk ég upp úr fastasvefni við hávaða og læti. Angry   Þar sem ég er ekki sú allra skýrasta eða ferskasta fyrstu mínúturnar í vöku, þá tók það mig smá stund að átta mig á því hvað þetta gæti verið. Ég byrjaði reyndar á því að teygja mig í símann minn, hélt fyrst að hann væri sökudólgur hávaðans, sá fljótt að svo var ekki. Hávaðinn ágerðist og við bættust barsmíðar, hróp og köll.  Ég hentist út úr rúminu,  hjartað barðist, hélt að einhver væri staddur í lífshættu. Þaut niður stigana í átt að hljóðinu, heyrði að það kom frá útidyrunum. Reif upp útidyrnar, með úfið hár og stírur í pírðum augunum, albúin að vera bjargvættur í nauð.  Stendur  ekki  húsráðandi  fyrir  utan  dyrnar????  HVAð, HVURS, HVERNIG, stamaði ég en komst ekki lengra, hún ruddist inn, móð og másandi og á milli blástra, náði ég að skilja eftirfarandi:

Fara Eystland  ( más í astmasjúklingi )  hringja bjöllu  ( innsog )  lengi, lengi  ( meira más )  rúta fara,  ( stuna )  gleyma veski  ( og enn meira más )   pening.  Að svo sögðu sá ég í iljarnar á henni út úr húsi, þar sem hún hljóp, ( skoppaði )  Whistling   í áttina að umferðarmiðstöðinni. Reikna með því að hún hafi náð, hef allavega ekki heyrt í henni síðan. Smile

Í dag var yfirferð í  málunarkúrsinum og ég var mjög sátt við kríttíkina sem ég fékk. Framundan er viku frí sem ég ætla að nota í vinnu, og smááá ferðalög, klára ritgerð og læra Finnsku. Humm, voða hljómar þetta eitthvað mikið.  Fer eftir helgi til Helsingi, í heimsókn í óperuna og svo til Turku þar sem ég ætla heimsækja Paulu vinkonu. En þar sem ég er ein heima um helgina, ætla ég að nota tækifærið og skutla mér í þetta fína nuddbaðkar, án hjálpar húsráðanda.W00t

 

 

 

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

 Hufapæfa og hvað svo ?

Þú hefur gott af hvíldinni....ertu með sýnishorn af verkunum td í myndaalbúm....ég meina ef þú vilt alvöru krídigg sko ...ég er eldri en þú teknódansari hehe..jess ég stunda njósnir hehe.....mér reiknast að ég að ég hafi vinninginn umþb jafn margir dagar og eru til jóla... annars vaktir þú forvitni mína í annarri færslu .....hvaða tungumál 6 talar húsráðandi

Fríða Eyland, 20.10.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

já, einmitt ertu ekki til í að setja fleiri myndir eftir þig á síðuna mér finnst svo flott það sem ég hef séð.....

Þórunn Óttarsdóttir, 20.10.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Huomenta Fríða, annars er sá tími hjá mér þegar maður segir, hyváá illta eða hyváá yötá. jú ég set nýjar  myndir inn við fyrsta tækifæri. Húsráðandi talar, Ungversku, Sænsku, Eistnesku, Rússnesku, Þýsku, og spænsku að mig minnir. Þegar húsbandið heimsótti mig þá skildi hann moggann eftir hjá mér, kom að húsráðanda þar sem hún var að lesa hann í góðu yfirlæti, hehe, og skyldi megnið af því sem hún las. spurning hvort maður geti ekki bráðlega bætt íslensku á listann

Annars er Finnskan alveg svakalega erfið, ef ég ætla  t.d. að segja að klukkann sé átta tuttugu og fimm (8.25) þá myndi það vera svona: kello on kaksikymmentaviisi yli kahdeksan ( aamulla ) eða 17,15 kello on varttia vaille viisi aamulla, þetta er sko ekkert grín,

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.10.2007 kl. 00:30

4 Smámynd: Fríða Eyland

Greinilega ekkert grín en þú ert góð að skrifa þessa flækju, fljót að ná framandi tungum eins og húsráðandi

Fríða Eyland, 20.10.2007 kl. 00:46

5 Smámynd: Kolgrima

Hva, læra finnsku í vikunni, ferð létt með það! Annars tek ég undir með Fríðu, það væri gaman að sjá eitthvað af verkunum þínum.

Kær kveðja úr vaxandi sunnanátt. 

Kolgrima, 20.10.2007 kl. 17:35

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér heyrist að blessuð konan hafi veri komin í slíkan hlaupagír að ef hún hefur misst af rútunni þá hefur hún bara hlaupið til Eistlands.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 22:22

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Hæ Haddú !   Viltu vera bloggvinur minn? þetta er nú bara helv .....gaman. Gangi þér´vel í náminu ) kv Erna Fr Hvannstanga

Erna Friðriksdóttir, 21.10.2007 kl. 00:17

8 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

meinti Hvammstanga ;)

Erna Friðriksdóttir, 21.10.2007 kl. 00:22

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Haddú, hehe hef ekki heyrt þetta í hundrað og tuttugu ár, plís, ekki nota það, bad memorys , Ég adda þér á listan Erna. Næstu vikur mun ég reyna finna tíma í að koma verkunum ínní tölvuna, er bara svo fjári bissí alltaf, hélt reyndar að ég hefði meiri tíma til að tjilla, í Finnlandinu, en það er svo margt í boði í skólanum sem ég bara get ekki misst af, svo fer aukatíminn í veraldlegt stúss, maður þarf nú að sofa smá, borða og svoleiðis, og lesa BLOGG, enívei, við fyrsta tækifæri.......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.10.2007 kl. 00:38

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sjálfsagt Helga mín, fann þig hvergi á blogginu, væri kannski best ef þú óskaðir eftir vináttu á þínu stjórnborði, þá fæ ég ósk um það á mínu og bæti þér snarlega á listann

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.10.2007 kl. 02:13

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún er megadúlla þessi kona, en næði fullkomnun ef hún andskotaðist til að þrífa heima hjá sér

Minä rakasta stinua, perkille, uxe, gaxe (og þar með er upptalin mín finnskukunnátta)

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 13:57

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

já hvort hún er, bráðgreind og skemmtileg, óborganlegur karakter, kann bara ekki að laga til

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.10.2007 kl. 14:23

13 identicon

Hæ.ég saknaði þín í dag þegar ég og Iðunn brunuðum í lestinni í húsdýragarðinum. Það er svo hryllilega hallærislegt að það er dásamlegt. Ég var í mesta basli við að missa mig ekki í kast. Við förum saman einhvern tímann og látum það eftir okkur að vera í kasti.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 21:55

14 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtileg lesning þessi færsla þín. 

Jens Guð, 21.10.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband