Smá update frá Finnlandi og sjálfsmynd í orðum.

Meira hvað þetta blogg er mikill tímaþjófur. ég á að heita vera í viku fríi frá skólanum, þarf svo sem að vinna  í því fríi en einhvern veginn afkasta  ég minna þegar ég hef minna að gera, þá drolla ég bara í tölvunni lesandi blogg hægri vinstri eins og ég sé á launum við það.   Þannig að kæru bloggvinir,  aðrir vinir og vandamenn ,látið ykkur ekki bregða þó minna heyrist í mér næstu daga, verð nebbla að ljúka ákveðnum verkefnum í vikunni þá þýðir ekkert að vera límdur við bloggið, er svo djö.... erfitt að lesa á tölvuskjáinn og mála á sama tíma.Whistling

En svo ég leyfi ykkur að fylgjast með hvað ég hef verið að brasa síðustu daga( annað en að lesa blogg) Þá fórum við nokkur saman út að borða á föstudagskvöldið, bæði til að fá almennilegan mat og svo til að halda upp á það að þessum kúrs var að ljúka.

Fyrir valinu varð indverskur veitingastaður. Þar tók á móti okkur þjónn sem vildi ólmur vita hvaðan við kæmum og hvort við værum búsett í Finnlandi og hversu lengi við ætluðum að vera og  og  og  og svona dundu á okkur spurningarnar. Eftir að hafa fengið tæmandi upplýsingar  um allt sem hann taldi sig langa og þurfa að vita, bilaðist hann af spenningi. Nuddaði saman höndunum í mikilli geðshræringu og spurði: má ég elda handa ykkur bragðsterkan mat? Finnar nefnilega vilja einhverra hluta vegna ekki hafa bragð af matnum sínum. Þeir Finnar sem slæðast hér inn, eru skíthræddir við matinn okkar, við bjóðum uppá sterkt, medium og mild, eeeenn, erum samt búnir að dempa allt niður. Þannig að það sem telst vera sterkt á matseðli er bara milt fyrir okkur. W00t

Nú við auðvitað pöntuðum sterkan mat og horfðum á eftir þjóninum inn í eldhús, hann svo sem reyndi að ganga virðulega, gat bara ekki hamið gleði sína sem ég skil vel, þannig að göngulagið minnti á mann í göngukeppni, mjaðmahnykkir og alles. Það besta var þó að heyra fagnaðarlæti innan úr eldhúsinu,hehe. Nú maturinn var í einu orði sagt frábær og við ætlum á þennan veitingastað aftur við fyrsta tækifæri. Eftir matinn bauð þjóninn upp á indverskt kaffi í boði hússins, og þvílíkt kaffi, fólk var farið að líta á okkur því frygðarstunurnar sem komu frá  borðinu okkar jöðruðu við að vera dónó.

Eftir mat, röltum við svo á pöbb og hittum skólafélaga, þar sátum við í góðu yfirlæti langt fram eftir kvöldi  og ræddum heimsins gagn og nauðsynjar.

Annars er ég alltaf að springa úr gleði þessa dagana. Ég er hamingjusöm, ekkert endilega vegna þess að allt gengur vel. Það er fullt af vandamálum í kringum mig, þau bara stjórna ekki  líðan minni  lengur. Ég finn fyrir hamingju ALLTAF, líka þegar mér leiðist.

Ég er alltaf að sjá og finna betur og betur að  fyrir mig er hamingja,  state of mind. Ég hef í dag aldrei átt eins lítið af efnislegum hlutum,  ákvað í fyrra að ég vildi ekki lengur vera þræll efnislegra hluta., sem ég  var. Það að  eiga hús og allt of mikið af dóti, tók frá mér orku, að ég tali nú ekki um tímann sem fór í að ditta að  og að borga herlegheitin. Við  hjónin tókum þá ákvörðun að selja allt sem við töldum okkur geta verið án, og gera sem mest af skapandi hlutum og viti menn, höfum ekki séð eftir því eina mínútu. Við tók  gífurleg frelsis tilfinning.  Auðvitað er ekkert að því að eiga efnislega hluti, ég var bara of upptekin af því. Það er svo margt annað í veröldinni sem gleður mig meira.

Nú svo versnar heilsan með hverju árinu, en ég verð glaðari. Ef ég væri hestur væri búið að skjóta mig. Ég skakklappast þetta einhvernvegin áfram kvölum kvalin, með bros á vör. Eitthvað er orðið lítið um brjósk á milli liða í hryggsúlunni, nú ég er með lungnaþembu, liðagigt, síþreytu, vefjagigt svo fátt eitt sé nefnt. Get ekki tekið nein verkjalyf nema íbúfen annað slagið, því ég er með óþol fyrir morfín skyldum lyfjum, og handónýtan maga, svo ég get ekkert annað gert en að tækla þetta á gleðinni. Enda breytist boðefnaframleiðsla heilans við hlátur og gleði, ég framleiði mitt eigið heimatilbúna verkjalyf.   Svo vindur þetta enn frekar upp á sig. Vegna þess hversu glöð og sátt ég er, umber ég verki og vanlíðan mikið betur.

En að baki þessari góðu líðan liggur líka blóð, sviti og tár.  Þetta heltist ekkert yfir mig eins og heilagur andi  einn góðan veðurdag. Ónei. Ég hef farið til heljar oftar en einu sinni og dvalið þar. Kynnst mannlegri eymd á margan hátt, bæði hvað mig varðar og aðra.  Ég hef verið lamin pínd og kvalinn árum saman. Ég hef gert skrilljón mistök, elskað, misst. Ég hef erfiðað á mestan hluta ævinnar , komist tvö skref áfram og nánast alltaf eitt afturábak, Ég hef glímt við ótrúlegustu veikindi hjá mér og mínum. 

það sem ég hafði upp úr krafsinu var getan til að vera hamingjusöm no matter what. Ég að sjálfsögðu finn fyrir öllum litbrigðum tilfinningaskalans, sorg, söknuði, tilhlökkun, væntumþykju, reiði og svo framvegis, ég hins vegar hef miklu meiri stjórn á því hvaða tilfinning fær að vera ríkjandi.

Ég elska að vera til, er í pollýönnu syndromi alla daga og hef ekki hugsað mér að breyta því. að sjá tilbrigði í veðrinu, lesa góða bók, spjalla við samferðamenn, að upplifa leiða, einsemd, söknuð, tilhlökkun,  og vonbrigði. Það segir mér að ég er á lífi.  Einhverjum kann að þykja þetta vera einfeldni, barnaleg afstaða. En trúið mér, ég hef reynt að horfa á veröldina í gegnum gleraugu kaldhæðni, hroka, þjáningar og sjálfsvorkunnar.  Ég hef reynt að taka töffarann á lífið.  Ég hef reynt að öskra, andskotans, reiðast, ræða, grenja og ég veit ekki hvað, ekkert af því skilaði neinu fyrir mig nema meiri vanlíðan og þreytu.

Ég hef lært að setja mörk, bæði mér og öðrum. Ég nenni ekki orðið að æsa mig yfir fánýtum hlutum. Ég hins vegar ber hag allra í heiminum fyrir brjósti mér. Ég get grátið yfir örlögum bláókunnra manneskja hinumegin á hnettinum. Ég styð réttindabaráttu þeirra sem verða fyrir ofsóknum og rasisma af einhverju tagi. Allir eiga rétt á mannsæmandi lífi. Fyrir mér er veröldin eins og stór garður, fullur af margvíslegum og litskrúðugum plöntum, sumar eru einstakar, allar eru mikilvægar í því að mynda þennan garð og ég er þakklát fyrir að fá að vera meðal þeirra.

Elskurnar eigið góðan dag, og njótið lífsins.Heart



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva er ég fyrst, vá gaman . Falleg skrif hjá þér góða, þú ert orðin svo þroskuð. Finnst eins og þegar að ég sjái þig næst verðirðu horuð og tekin, í síðum frakka með fullt af heimspekilegum frösum á takteininum. Lítir út og hagir þér eins og þroskuð veraldarvön kona sem veit svo margt og vill óhikað deila því með öðrum.  Að ógleymdum gráu hárunum sem ég reikna með að séu enn þarna . Ég er alveg sammála þessu með Pollýönnuna, gerir manni bara erfiðara fyrir að hugsa ekki jákvætt. Og blessunarlega er á undanhaldi sú skoðun manna að léttlyndi og bjartsýni sé það sama og að vera heimskur og fávís (gott fyrir okkur he he). Annars sit ég hér lasin heima, er með einhverja gubbu pest sem gengur hér um bæinn og leggur hraustasta fólk í rúmið. Ég vorkenni mér vitaskuld mikið enda ekki vön veikindum sem betur fer. Reyni að tækla daginn á Pollýönnunni þökk sé þér, ætla að njóta dagsins og gera e-ð sem ég hef ekki gefið mér tíma til að gera lengi, skoða myndaalbúmin eða e-ð solleiðis....... Bestu kveðjur frá mér gæskan

sólrún Dögg Árnadóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:37

2 identicon

Æji hvað ég sakna þín Krumma mín þegar ég les þetta, skólinn er sko alls ekki samur án þín.

Margrét (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 18:35

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já Solla mín bara fyrst á mælendaskrá. Elskan mín lýsingin á mér er  hárrétt hjá  þér, og skárra væri það nú ef ég hefði  ekki tileinkað mér einhverja speki til að komast í gegnum þetta líf. Gott hjá þér að taka pollyönnuna á þetta gubbustand, er samt að reyna sjá þig fyrir mér gubbandi með bros út að eyrum, hehe. Bið að heilsa húsbandi og öllum framlengingum, hei svo á ég náttúrulega systir þarna í nágrenni við þig, heldurðu að þú skilir ekki kveðju frá mér, GÆSKAN.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.10.2007 kl. 18:40

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sömuleiðis Magga En mikið svakalega sem það verður gaman að koma aftur og hitta þig og aðra skólafélaga

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.10.2007 kl. 18:43

5 identicon

Þú ert bara yndislegust  Fallega lagið sem þú samdir um Hauk verður sungið á stórtónleikum í Laugardalshöllinni 10 nóvember. Beta og Hulda syngja. Trúlega bara 2 á sviðinu. Ég á bestu fjölskyldu í heimi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 20:33

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Var að fá fréttir af þessu frá Vali. Gott að geta lagt þessari baráttu lið og svo er þetta gaman fyrir stelpurnar.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.10.2007 kl. 20:40

7 identicon

Ég er í STÓRU VÆMNIKASTI yfir því hversu góða fjölskyldu ég á. Það er ekki lítið að koma og syngja og spila fyrir fulla Laugardalshöll.Og gera þetta í minningu Hauks okkar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 21:24

8 Smámynd: Kolgrima

Er með hellingshint í sambandi við gigtina - ekki hika við að hafa samband

Kolgrima, 24.10.2007 kl. 00:52

9 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

þú ert perla

Þórunn Óttarsdóttir, 24.10.2007 kl. 01:03

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Helga þú getur sent mér tölvupóst ef þú vilt. e-mailið er krummasnill@simnet.is. Láttu heyra frá þér.

Kolgríma ég þigg öll ráð sem bætt geta gigt, þó ég þyrfti að ganga á höndum, myndi ég gera það ef það virkar.

Tóta, takk. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.10.2007 kl. 07:09

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Afstaða þín til lífsins er bara frábær.  Ég hef svipaða sögu að segja og nú "þjáist" ég af hamingju og "eignaleysi" upp á hvern dag.  Heilsan er motherfucker en andleg líðan eins og hjá ungabarni (agú).  Þú ert þrusu kona Hrafnhildur og það er EKKI leiðinlinlegt að hafa fengið að kynnast þér á blogginu.  Knús á þig og baráttukveðjur í gleðinni

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 11:42

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Jenný   og sömuleiðis

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.10.2007 kl. 16:27

13 Smámynd: Fríða Eyland

Tek undir með Jenný, þú ert greinilega hetja Krumma, takk fyrir frábæra færslu

Fríða Eyland, 25.10.2007 kl. 02:13

14 identicon

Hæ, hæ.

Ég hef lesið bloggið þitt lengi en aldrei kvittað en núna er kominn tími til. Með þessari færslu hefur þú opnað augun mín gagnvart ýmsu sem ég hef greinilega hundsað í gegnum tíðina.

Ég hef verið að standa í ákveðnu veseni og kveikti á perunni þegar ég las þetta blogg. Þetta eru s.s. hlutir sem ég ætla ekkert að fara útí nánar hér en takk kærlega fyrir að hitta á naglann, s.s mig...  

Takk fyrir frábært lesefni og gangi þér vel í Finnlandinu , já og bara alltaf. Kveðja, Ingunn Elsa

Ingunn Elsa, litla fænka á Hvt (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:25

15 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

HÆÆ Ingunn en gaman að vita af þér þarna, það gleður mig að vita það að þessi skrif mín gagnist þér á einhvern hátt, vonandi leysist úr þínum málum hver svo sem þau eru. Bið kærlega að heilsa fólkinu þínu

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.10.2007 kl. 07:34

16 Smámynd: Kolgrima

Hæ, reyndi að senda þér póst um gigt en fékk hann til baka. Ef þú hefur áhuga, þá er ég með: kolgrima@gmail.is og msn kolgriman@hotmail.com.

Kolgrima, 28.10.2007 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband