ÖR-BLOGG.
25.10.2007 | 23:05
Jæja elskurnar þá er það ör-blogg, það er nefnilega löngu kominn háttatími hjá mér þegar þetta er skrifað, er bara svo upp tjúnnuð að ég get ekki sofnað.
Á morgun ætlum við óskar skólabrói að fara í helgarferð til Turku, ætlum að heimsækja Paulu vinkonu okkar, þannig að.... ég verð að lifa án þess að blogga eða lesa blogg.
Á mánudag byrjar svo nýr kúrs hjá mér, mjög spennandi, ég skráði mig í grafík/ prent, hef svo sem farið í þannig kúrs áður, en þetta er tilbreyting og í raun allt annað en að mála. Ég er búin að staðfesta það að ég fari heim 1 des, og ég get varla beðið. Þá verð ég búin að vera hér í 3 mánuði og lengur get ég bara ekki hugsað mér að vera frá fjölskyldu sem fer óðum stækkandi. Hundur dóttur minnar eignaðist 4 hvolpa í dag og fékk ég beinar lýsingar af fæðingu, var á tímabili að missa mig yfir þessu öllu saman. En það besta er og nú má ég kjafta ( hef þurft að þegja svo lengi ) er að dóttirin sjálf er ólétt, ég er semsagt að verða amma í annað sinn.
er farin í háttinn og bið að heilsa í bili
Athugasemdir
Mér finnst svo fyndið að þetta skuli vera þú, er bara ekki að ná því, en svona getur lífið nú verið skrítið. já ég er alsæl með óléttuna, þó ég sé nýorðin 42 þá er ég að verða amma í annað sinn og sumar af mínum vinkonum og jafnöldrum eru enn að eiga börn. ömmur í dag eru sko ekki líkar ömmum hér áður fyrr. Kannski þetta sé bara betra, maður hefur þó allavega rænu ennþá, þó minnið eigi það til að svikja mig annað slagið.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.10.2007 kl. 07:43
til hamingju með þetta allt saman og njóttu helgarinnar Krumma litla
Guðrún Jóhannesdóttir, 26.10.2007 kl. 10:22
Til hamingju aftur. ég fékk myndir af nýburunum yndislegu í gærkvöldi. Þeir eru bara dásamlegir svo var ég að tala við Val í símann og hann setti símann í skrækjandi hrúguna. Þvílíkt tíst.Bara yndislegt. Nú er að fara og kaupa sængurgjöf .
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:30
Til hamingju með tilvonandi barnabarn Haddú mín, en ertu ekki eiginlega orðin langamma líka aðeins 42 ára gömul eftir að litlu kríli fjögur fæddust ?? Ég var líka með það næstum í beinni, var með aldraði móður þinni í sjoppunni og Selma hr í hana , svo það var mikill spenningur he he he .Það er búið að vera feikna gaman hjá okkur :) Oh já skil að þú saknir fjölskyldunnar, en ertu þá búin eða ferðu aftur út ?? Bestu kveðjur
Erna Friðriksdóttir, 26.10.2007 kl. 17:13
Er semsagt barn á leiðinni hjá dóttur þinni og tengdasyni sem ég þekki? vini Mumma heitins. Gaman að heyra af ólettum. Hafðu það gott Krumma min, hlakka til að koma í pusluvanginn næsta sumar og kaupa listaverk.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 00:48
Til hamingju
Kolgrima, 28.10.2007 kl. 16:48
umm... Krumma að koma heim... jibbbííí... mikið hlakka ég til...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.10.2007 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.