Halló, hefur einhver séð færsluna mína?

Haldið að ég hafi ekki týnt nýjustu færslunni minn. Ég kom heim frá Turku í gær og skrifaði pistil um þá ferð, birti hann að ég taldi en...... finn hann hvergi.  Veit ekki hvað ég hef gert sem varð þess valdandi að ég finn hann ekki.  Allavega nenni ég ekki að skrifa allt aftur, en í stuttu máli sagt, þá var þetta nú samt skemmtileg ferð. Turku er mikið fallegri borg heldur en Lathi og fólk þar er opnara og líkara því sem maður á að venjast að heiman.

Hér er enn ágætis veður, snjólaust en það frystir örlítið á nóttunni, ekki það  að ég hef ekkert á móti kulda og snjó, það er helv..... slabbið sem ég þoli ekki, það verður allt blautt og maður einhvern veginn veit aldrei hvernig á að klæða sig.

Það styttist óðum í heimför hjá mér, rétt rúmir 30 dagar eftir, já ég er sko farin að telja niður og er á stundum viðþolslaus af tilhlökkun, ég má hafa mig alla við til að halda einbeitingu við námið. Nú reynir á að nota pollyönnu takta á tilveruna.

Ég dauðöfundaði húsbandið um helgina, hann fór í afmæli til frænda og vinar en þar sem þeir eru samankomnir er alltaf gaman, eftir afmæli fór hann á ball með vinkonum okkar í heimilistónum, ég hefði svo gjarnan viljað vera þar, enda engu líkt að skemmta sér með þeim. En koma tímar og koma ráð.  En nú verð ég að einhenda mér í námið, öðruvísi hefst þetta víst ekki, þangað til næst. BLE BLE.Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var farin að undrast um þig. Hvernig mat viltu þegar þú kemur heim? Alla veganna verður eplakaka.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Elskan mín, ég geri engar kröfur eftir þessa dvöl nema...... að það sé bragð af matnum. Hei er svo bara skítaveður á klakanum? Annars er best að segja ekki neitt um veður, það verður víst ískyggilega kalt hér á veturnar, ég er fegin hverjum deginum sem er snjólaus.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.10.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tíminn líður trúðu mér.  Áður en þú veist af situr þú heima og sérð Finnlandsdvölina í rósróðum bjarma minninganna sem gerir meira að segja, alsberu kjéddlinguna eftirsóknanverða.  Bílífjúmí honní.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 11:40

4 identicon


Hæ hæ ég fékk skipun frá húsbandinu þínu að kvitta fyrir mig svo kvitt kvitt. Ég fann þetta skemmtilega blogg þitt fyrir stuttu og hef skemmt mér konunlega yfir því. Afmælið sem þú misstir af var auðvitað hrikalega leiðinlegt og þú getur bara verið fegin að hafa misst af því..........hóst hóst(mér svelgdist aðeins á lyginni)

Valur fór auðvitað á kostum og skemmti sér og öllum hinum fram úr hófi, það vantaði þig nú samt alveg þarna við hlið hans. Til hamingju svo með annan ömmutitilinn.

Sigga Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 16:48

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

hæ Sigga, ég var smá stund að kveikja hver þú værir, en svo kom það, fattarinn getur verið svo lengi í gang hjá mér stundum. ég hefði sko viljað vera þarna í afmælinu en..... ég á eftir að gera Randver lífið leitt seinna. Takk samt fyrir innlitið, ég hef meira gaman af því að vita hverjir lesa bloggið.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.10.2007 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband