Held það hafi slegið aðeins útí fyrir mér.

Merkilegt hvernig maður er. Áður en ég fór út hlakkaði ég mest til að losna frá heimilisstörfum, sá að ég myndi nú hafa allan heimsins tíma bara fyrir sjálfa mig.

En mikið ferlega er það nú þreytandi til lengdar, að hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér.

Nú sé ég það  í hyllingum að elda heima hjá mér og hanga á moppunni. Shocking maður er náttúrulega ekki í lagi.

Ég sá það líka í hyllingum hvað allt yrði nú auðvelt þegar börnin yrðu stór, nú eru þau stór og ég vildi gjarnan að þau yrðu ogguponsu lítil aftur. ég sé í rósrauðum bjarma brjóstagjöf og knús og kjass, þykist auðvitað ekkert muna eftir því þegar ég var það örmagna eftir næturgrát barnanna að húsbandið varð að teygja sig í brjóstið og leggja barnið á spena svo það fengi nú einhverja næringu, og ég var nánast rænulaus á meðan. Svo auðvitað skreið hann ósofinn í vinnuna á morgnana. 

Ég held að þetta sé elli merki þegar maður man bara það góða og sér jafnvel hlutina betri en þeir voru.InLove  Kannski sem betur fer, ætli ég væri ekki vitskert öðruvísi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er það ekki einmitt þetta sem gerir lífið þess virði að lifa því?  Að geta farið til baka í góðu hlutina og notið þeirra án þess að muna setöppið í smáariðum (eins og andvökunætur, pissubleyjur, óléttupirring og sollis)?  Tek dæmi. Ég er jólabrjáluð frá og með núna og fram til 1. janúar.  Þá fæ ég ógeð og er snögg að taka niður allt sem minnir á þessa "ömurlegu hátíð" sem hún er orðin vegna óverdós míns á henni.  Það er segin saga að á þessum árstíma er tilhugsunin um jólin orðin fullkomin og þau BARA eftirsóknarverð.  Bilun, nei, skemmtilegheit og dásamlegur hæfileiki er að geta gleymt hvað ég var búin að fá nóg í janúar.

Svona er lífið.  Kapiss?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Uppvaskið er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.10.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Skil þig Hrafnhildur, það er alltaf gott að sjá hið góða í hillingum   og að grasið sé ekkert grænna hinum megin

Erna Friðriksdóttir, 30.10.2007 kl. 23:00

4 Smámynd: Fríða Eyland

Þú ert nú alveg frábær

Fríða Eyland, 30.10.2007 kl. 23:26

5 Smámynd: Ragnheiður

Fáfræði er blessun. Sem betur fer man maður bara sumt..hehe. Ég var með 5 fædd 81 til 88. Heldurðu að það hafi verið stuð ? Núna myndi ég vilja fara aftur til baka í það.....

Ragnheiður , 31.10.2007 kl. 14:28

6 identicon

Hehehehehehe. Beta og Hulda syngja á tónleikum í Laugardalshöllinni 10 nóv og Siggi x faktor Ingimars verður ÞEIM TIL halds og trausts.Þetta verður snilldin eina og allt tekið upp á TV.Ég sá myndir af barnabarninu þínu sem fæðist bráðum. Það er fallegt eins og ömmusystir-kroppur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:16

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svona pínu ellimerki en mjög notaleg tilfinning. Bara að njóta hennar.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 23:13

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

og svo koma barnabörnin....

Ekki slæmt :) 

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.11.2007 kl. 00:21

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

jú jú  svona gengur nú lífið fyrir sig, ég eldist og á leiðinni er barnabarn númer 2, ofsalega skrýtið með tilliti til þess að mér líður eins og ég sé 29

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.11.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband