Fyrsti snjórinn, video, popp og leti.......

Jæja þá er húsráðandinn kominn heim úr sólarlandaferðinni, kom á föstudag en ég sá hana fyrst í dag því hún hefur sofið frá því hún kom, dauðuppgefin greyið. 

Hún ber það svo sem ekkert með sér að hafa verið í sól, hvítari en kríuskítur, reyndar með ögn stærri maga, sem orsakast af miklu vínþambi. Hún var reyndar ansi séð, tók með sér í plastflöskum alla afganga af víni sem hún hafði keypt á Kanarý, svo nú eru eldhúsbekkirnir þétt setnir af sérrý, og hvítvíni  í kókflöskum.W00t

Annars féll fyrsti snjórinn hér í Lathi í dag, og meira hvað birtir upp við það. Ég elska svona veður, þar sem snjórinn fellur hægt til jarðar og kaldur og ferskur andblær er í loftinu. Minnir mig á jólin. Halo

í dag er letidagur hjá mér, ég er vön að vinna allar helgar en ákvað að taka frí í dag, er að horfa á bíó í tölvunni og borða popp, ótrúleg tilbreyting því ég hef ekki horft á sjónvarp í nokkra mánuði.

en hvað um það nenni ekki að skrifa í dag, er farin að horfa á meira bíó,

síjúgæs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ummm jólasnjór. Hér er skíta rok og rigning. Sorrý orðbragðið. Giktin verður svo slæm í svona veðri. Þetta hljómar eins og ég sé gömul hehehehehehe. Betunni gengur vel að undirbúa sig fyrir tónleikana er mér sagt enda ekki von á öðru.Hún er soddan snillingur þessi gullmoli.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

dúnmjúkur "jóla"snjór :)

takk fyrir innlitið til mín.  

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.11.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband