Á náttkjól....og flamengoskóm.
4.11.2007 | 22:18
Ég er nú orðin öllu vön í þessu húsi sem ég bý í þessa mánuðina. Þannig að ég kippti mér ekkert upp við það þegar ég kom niður í morgun eftir fínan nætursvefn að sjá húsráðanda bogra yfir eldhúsborðið í einum af sínum dásamlegu náttkjólum, alsettan risagötum einmitt þar sem afturendinn er staðsettur á henni. Já og það er nánast óþarfi að nefna það, en hún var brókarlaus.
Ég brosti þó út í annað og hugsaði, jæja er nú svona komið fyrir manni....... að þó það fyrsta sem ég sjái á morgnanna sé rass á 57 gamalli konu þá skiptir það mig ekki meira máli heldur en stillimynd í sjónvarpi. Jeminn hvað maður er orðin eitthvað veraldarvanur.
Hún var hins vegar fljót að hóa í mig þegar hún varð vör við mig, look, look, sjáðu hvað ég keypti geggjað á Kanarý, hún hafði hins vegar svo snör handtök að ég sá ekki hvað var svona flott fyrr en hún var komin í það, jú stóð ekki þessi elska blýsperrt og hnakkakerrt í splúnku nýjum glansandi flamengoskóm.
Ég hélt ég yrði ekki eldri........ það er ekki á hverjum degi sem maður sér fullorðna kona á gatslitnum náttkjól, með úfið hár, dansandi flamengo í þessum líka flottu skóm.
Ég varð að taka á öllu sem ég átti svo ég myndi ekki missa það fyrir framan hana, var hins vegar snögg að segja einhvern brandara um eitthvað allt annað, náði samt varla að klára hann þegar ég byrjaði að...BHAAAAAAAAA HAHAHAHAHA, hlæja.
Hún varð pínu skrítin á svipinn, fannst þessi brandari minn ekki það fyndin að það væri einhver ástæða að tryllast úr hlátri, ég bara gat ekki fengið af mér að segja henni hver væri raunveruleg ástæða hlátursins.
ænó, pínu ljótt af mér en........
Athugasemdir
nei þú ert en sú gamla sá í gegnum þig og lét þig finna það
Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 22:32
Blessuð Krumma alltaf fjör hjá þér. Mikið rosalega var ég sammála þér þarna um daginn með moskurnar! Við erum ekkert svo íslensk lengur, og fyrirgefðu hver gaf okkur einkarétt á Íslandi? Við búum öll saman á jörðinni það er ekki flóknara en það. Svo eiga bara allir að vera vinir í skóginum:-D Með bestu kveðju Inga Björk
P.S. allt gott að frétta af Línu, hún var að flytja lengra fram í sveit :-)
Inga Björk Harðardóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 22:52
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 23:51
frááááábæææært
Guðrún Jóhannesdóttir, 5.11.2007 kl. 00:27
Hæ Inga gaman þegar þú kíkir inn hjá mér. Já það vantar ekki fjörið í kringum mann en...... stundum verð ég að búa það til, þú veist koma mér í gleðigírinn. Vonandi allt gott að frétta úr skólanum, hlakka gegt til að hitta ykkur. Er Lína mín komin með kall...... úr sveitinni?
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.11.2007 kl. 07:56
Hæ Krumman mín. Það var gaman að finna bloggið þitt. Frábært að þú ert söm við þig og kippir þér ekkert upp við furðufyrirbæri, rassagöt á náttkjól eða splunkunýja flamingóskó. Ég hefði nú alveg viljað vera fluga á vegg.....og suðað með þér fúlan brandara;-)
Hafðu það gott. moi moi
Dagrún
Dagrún (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 14:57
HÆ HÆ Dagrún, en gaman að heyra frá þér, jú ég er ekkert að kippa mér upp við hálfnakta konu á flamengoskóm, svo sem séð margt verra en það í lífinu. Já og svo set ég mig auðvitað í samband við Dalí konur þegar ég kem heim, kannski ég fái inni hjá þeim ef ég suða nógu mikið. hlakka til að sjá þig í des, bestu kveðjur.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.11.2007 kl. 16:44
Ég hef sagt það áður og ég segi það enn á ný; Við klónum þessa konu, bronsum hana og þú tekur hana með þér heim, til heimabrúks. Muhahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 21:01
Jenný.....hahahaha, þyrfti að taka hana upp á videó, og fá Lollu vinkonu spóluna í hendur, hún gæti gert frábæra sketsa úr þeim efnivið. Annars fékk ég aðra hugmynd, ég auðvitað geri minn eigin skúlptúr af kjéddlingunni.... á flamengoskónum..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.11.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.