Og aðeins meira um skotárás í Finnlandi.............
7.11.2007 | 20:52
En og aftur verð ég að tala um skotárásina í Finnlandi, enda fátt um annað talað þessa stundina í námunda við mig. Á flestum sjónvarpsstöðum er á einhvern hátt fjallað um þetta atvik, inn á milli frétta eru svo viðtöl við sálfræðinga stjórnmálamenn eða aðra sem hafa á þessu skoðun.
Mér skilst á fréttum héðan að í október hafi heimasíðu þessa drengs (sem myrti skólafélaga sína) verið lokað , vegna þeirra skoðana sem hann lét í ljósi þar, en hann opnaði þá bara aðra heimasíðu undir öðru nafni. Það sem er sláandi við þennan atburð er hversu einbeittan brotavilja hann hafði, var mörgu sinnum búin að tala um að gera þetta.
Mér verður ósjálfrátt hugsað til þessarar rasistasíðu sem ég datt inn á í fyrradag, held að Jenný bloggvinkona hafi skrifað um hana. Þessi drengur sem framdi ódæðið var með svipaðan þankagang og kemur fram á þeirri ömurlegu síðu, það setur að mér hroll við tilhugsunina.
Það er einnig mikið í umræðunni hérna, og hefur verið síðustu ár, líðan Finnskra ungmenna. Áberandi stór hluti þeirra flosnar úr námi og þróar með sér þunglyndi, kvíða og aðrar geðraskanir, þau hafa enga trú á framtíðinni, þeim líður illa í skóla og lífinu almennt.
Er ekki komin tími, fyrir löngu að skoða þessi mál, hverskonar framtíð viljum við byggja, líðan annarra kemur manni við svo lengi allavega á meðan einhver þarf að grípa vopn og myrða samborgara vegna ömurlegs tilfinningaástands.
Það á samt væntanlega einhver eftir að æpa FORRÆÐISHYGGJA, FORRÆÐISHYGGJA..................
Athugasemdir
Þetta er það sem ég hugsaði líka... Hvað þarf til að fólk vakni og hætti að stinga höfðinu í sandinn og hjálpi hvert öðru...
Var einmitt að skrifa pistil um hvað umræðan um geðveilur er mikið tabú...
KNÚS... KNÚS... hlakka til að geta knúsað þig for real...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 7.11.2007 kl. 22:22
Takk fyrir færslu. Það er nákvæmlega það sem þeir "frelsiselskandi" hrópa þegar talið berst að samfélagslegri ábyrgð. Skelfilegt að heyra að hann hafi haft svona skelfilega lífsýn pilturinn sem endar svo með 8 látnum saklausum og fjölda særðum. Sendi þér hlýjar kveðjur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 00:07
Það er "Foræðsishyggja" er afsökunin fyrir að láta sér á sama standa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 00:07
Mikið hefur verið í gangi áður en menn ganga í svona hryllilega verknaði. Allt of margir eru einmana, afskiptir og lenda í ólýsanlegum eineltismálum, enginn sinnir þeim, elskar þá. Þetta er skelfilegt ástand, og margir í okkar landi sem líða hvalir vegna afskiptaleysis þjóðfélagsins.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.