Ég..hóst hóst er komin hóst aftur....

Hangi heima í dag með kolstíflað nef, hósta og astma. Veit fátt leiðinlegra en að vera kvefuð,  er drulluslöpp með hausverk og líður eins og það sé bómull í hausnum á mér, á meira segja erfitt með að hugsa.....

Unglingurinn minn styttir mér stundir með gítarspili...blúsuðu gítarspili, ég ligg undir teppi í náttbuxum og þykkum ullarsokkum drekkandi sítrónuvatn með hunangi og reyni að njóta ljúfra tóna.

Annars skrapp ég í Höfuðborgina um síðustu helgi, hitti fullt af frábæru fólki bæði bloggvini og aðra vini. Hentist svo í IKEA og sjoppaði smá. Var reyndar smá tíma að átta mig á verslunarfyrirkomulagi og að rata um búðina, þessi búðarferð tók reyndar nokkra klukkutíma því verslunin er svo stór að maður skreppur ekkert í Ikea, það er hálfsdags prógramm að fara þangað. 

Hátt og mikið hundsgelt truflaði veikindi mín áðan og ég sem aldrei má missa af neinu skreiddist út í dyr til að sjá hvað gengi á.......Þá var það bara Lúkas að ibba sig við annan hund sem býr á heimilinu hinu megin við götuna, jú þetta er hinn eini sanni Lúkas, hann er víst nágranni minn. Hann er mér áminning um hvernig múgsefjun verður til og vonandi öðrum líka......

Ég fór og heimsótti frábært eintak af manneskju í gær...litlu 4ja ára ömmustelpuna mína. Hún sat við eldhúsborðið einbeitt á svip, með tungubroddinn í munnvikinu, amman var í kjaftastuði og talaði út í  eitt við barnið.....sú stutta sagði eftir smá stund....amma þú ert að trufla mig.W00t amman fór að gá hvað væri svona mikilvægt, jú skottan var að reikna og skrifa! Hún skrifar einfaldar setningar og reiknar tölur frá einum og upp í tólf...getur ekki beðið eftir að byrja í skóla og finnst ósanngjarnt að geta ekki byrjað þó hún sé 4ja ára.

Ömmustelpa hefur óbilandi sjálfstraust, lætur sko ekki segja sér hvað hún getur og getur ekki. Sú stutta elskar prinsessukjóla og gullskó, hefur brennandi áhuga á bílum útivist og dúkkum. Hún á marga vini og þar á meðal eru tveir 6 ára gamlir  strákar, hún býður þeim gjarnan inn að leika og um daginn laumaði ég mér inn í herbergi til þeirra, þar sátu þessar elskur á gólfinu í barbí...strákarnir greiddu þeim og klæddu en sú litla gaf skipanir hægri vinstri um hlutverk hverrar dúkku og hvað hver ætti að segja.......hún á eftir að láta til sín taka seinna meir.

Er farin að safna kröftum og láta mér batna.... 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Elsku kerlingin, gott samt að hafa lifandi tónlist Ég hef tröllatrú á sítrónuvatni og hunangi sem hinni einu sönnu lækningu við kvefi og vona að þú hressist sem fyrst

Kolgrima, 16.1.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff! ekki spennandi, láttu þér batna. En heyrðu, við erum nágrannar, Lúkas var alla veganna nágranni minn síðast þegar ég vissi ég er í Dalsgerði. 

Ég gleymi alltaf að senda þér símanúmerið mitt svo ég set það hér: 8955862, gaman væri að hittast einhvertímann. 

Huld S. Ringsted, 16.1.2008 kl. 19:56

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

já Kolgríma sítróna og hunang virka vel gegn kvefi...

Ég er í Hafnarstræti held að Lúkas hafi flutt í nágrenni við mig öðru hvoru megin við jólin...já verðum að hittast við tækifæri mitt númer er 8957982.....soldið líkt þínu

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.1.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Nú er hann fluttur kallinn, hann var í Grundargerði.  Haha ótrúlega lík númer!

Huld S. Ringsted, 16.1.2008 kl. 20:58

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Helga þú lætur nú ekki einhvern  úti í bæ stjórna því hvort og hvernig þú bloggar.....við bloggarar þekkjum nú best skrif okkar undanfarna mánuði og þau rúma bæði sorg og gleði og allt þar á milli.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.1.2008 kl. 00:03

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvað þú býrð bara í Beverly Hills með fræga fólkinu, þú og Lúkas mæ god.  Vona að heilsan komist fljótt í lag.  Hafðu að gott yndið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 00:14

7 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

"get better"

Þórunn Óttarsdóttir, 17.1.2008 kl. 09:21

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Bættu engifer í þetta þá verðurðu eins og nýsleginn túskildingur

Rosalega væri gaman að sjá þig Krumma mín, hringdu í mig ef þú ætlar hér um, svo þú komir ekki að tómum kofanum, og svo ég geti þá fengið vaktinni skipt ef ég er að vinna, og ég slæ í pönnsur fyrir þig, ekki spurning

Guðrún Jóhannesdóttir, 17.1.2008 kl. 11:45

9 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vona að þér batni fljótt, vá er litla ömmu skottan þín orðin 4 ára, mikið æðir tímin áfram ............ en mikið er hún dugleg að skrifa og reikna, skil vel að hún vilji byrja í skólanum. hvað anna ????            Litla frænka mín var í heimsókn hjá mér á þrettándanum, Katrínardóttir  og tilkynnti mér það að á þessu ári yrði hún 6 og færi í skólann    Þau eru svo yndisleg og einlæg þessi börn. Góðar kveðjur til ykkar,  guttinn minn er að keppa í fótbolta í heimabæ þínum á laugardag, veit ekki hvaort að ég nenni að skottast með á nú ekki von á því en hvað veit maður, þá kanski bjalla ég í þig,,,,,,,,, tala nú ekki um ef nágranni þinn er Lúkas og við gætum farið í nágrannaheimsókn he he heheheh.   En það væri gaman að hittast  :)  Skilaðu góðri kv til mömmu þinnar.

Erna Friðriksdóttir, 17.1.2008 kl. 14:53

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ásdís: veit ekki með Beverly Hills  en er  í það minnsta með fræga nágranna...

Tóta: takk góða....

Gunna: ég á örugglega eftir að koma við hjá þér...svona með hækkandi sól.

Erna: já tíminn líður sko hratt ömmuskott verður meira að segja 5 ára á árinu og svo er annað á leiðinni, ef þú skyldir koma norður á laugardag hringdu þá á undan þér því ég fer á einhverjar myndlistarsýningar en get hlaupið heim ef þú hringir 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.1.2008 kl. 15:29

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Góðan bata og bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 17.1.2008 kl. 15:32

12 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já ég hringi þá á undan mér ef ég kem norður  fæ nr þitt hjá litu systir :)

Æji ég er svo fegin að þú hefur VAl           Það er gott enda frábær maður, bara að spurja mömmu gömlu sem að þykir svo vænt um hann

Erna Friðriksdóttir, 17.1.2008 kl. 16:34

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábær sagan af stuttu! Góðan bata Krumma mín og hafðu krummana með í ráðum einhvernvegin lifa þeir þetta af!

Edda Agnarsdóttir, 19.1.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband