Við erum að tala um óskarinn......

Skellti mér í bíó í kvöld með stórfjölskyldunni að sjá þessa margrómuðu mynd Brúðgumann og verð bara að segja að þetta er með betri myndum sem hafa verið framleiddar. Allt gekk upp, sagan, leikstjórnin, leikurinn, klippingin (til hamingju Beta) hljóðið, búningar,props, bara allt heila klabbið. Ég hef ekki oft verið frussandi af hlátri og grátandi á sama andartaki en gerði það í kvöld. Við erum að tala um óskars tilnefningu hérna....ok allir í bíó það má bara ekki missa af þessu. Til hamingju Ísland með frábært kvikmyndagerðarfólk og framúrskarandi leikara.

Er farin í kojs, ætla að reyna endur upplifa myndina, ja nema ég fari aftur um helgina, er einhver með W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held ég verði að drífa mig í bíó, og þó á svo erfitt með að sitja svona lengi, þetta kemur kannski á DVD fljótlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Fúlt að geta ekki skotist hér í bíó,  maður verður alltaf að gera sér ferðir á aðra staði of langt í burtu til að sjá góðar myndir eða bara að bíða eftir DVD myndunum en það er bara ekkert eins og fara í Bíó, allt önnur stemming

Erna Friðriksdóttir, 23.1.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

jebb, ég kem með

Nei, en svei mér þá ég er alvarlega að spá í að sjá þessa mynd

Mér leiðist samt í bíó

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.1.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eins víst og það kemur nýr dagur á morgun að ég missi ekki af þessari.  Og Beta er alltaf flottust.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Ég er algjörlega sammála myndin er frábær það var gaman að hitta ykkur kveðja Gagga

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 24.1.2008 kl. 11:42

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Stelpur mínar, það  er mannbætandi að sjá svona flott project, allir í bíó.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.1.2008 kl. 15:15

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er allaf á leiðinni.... það hlýtur að koma að því!

Edda Agnarsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:48

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

en gaman að heyra þetta. Ég ætla að skella mér á þessa mynd fljótlega fyrst þú mælir svona eindregið með henni.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2008 kl. 22:35

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég heyri ekkert nema frábært af þessari mynd, ég verð greinilega að skella mér á hana.

Huld S. Ringsted, 27.1.2008 kl. 22:44

10 identicon

Sá leikritið á sviði Lolla,Ilmur og Ólafur Darri  eru bara snillingar að öllum öðrum ólöstuðum. Ég kíki um helgina í bíó

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband