Ég er komin aftur.....loksins
1.5.2008 | 00:07
Þá er þessari vinnutörn að mestu lokið, Þetta var er erfitt en mjög skemmtilegt. Ég er búin með lokaverkið og próf. Nú erum við á fullu í að undirbúa vorsýningu skólans sem verður helgina 10 og 11 maí.....allir að mæta.
Mitt í þessari vinnutörn biluðu báðar tölvur heimilisins... sem kannski var bara gott því mér veitti ekki af öllum tímanum í vinnu, hefði sjálfsagt annars slugsast í tölvunni í stað þess að vinna eins og vitleysingur.
Ömmuskottið mitt á 5 ára afmæli á föstudaginn ( 2 maí) en hún hélt upp á það um síðustu helgi....það urðu sko snögg umskipti á þeirri stuttu,enda ekki á hverjum degi sem maður býður fólki í 5 ára afmæli. Hún dubbaði sig upp í hettupeysu og víðar töffarar buxur, æfði svo töffara takta af miklum móð, ....hey jo mátti heyra á milli þess sem fingrahreyfingar og göngustíll var æfður, svo átti að drífa sig í búð með pabba en þá vandaðist málið. Í forstofunni voru gelluskór og barbý skór en engir töffaraskór...þegar búið var að máta alla skó við outfittið endaði hún háskælandi í rósóttum stígvélum og á milli ekkasoga heyrðist...ég lít út eins og bóndi...
Hér er svo lokaverkið..enn á trönunum
Ég kalla það: einskonar sjálfsmyndir.
Í verkum mínum hef ég mikið unnið út frá tilfinningum og langaði mig að mála portrait myndir af þeim, fyrir valinu urðu dætur mínar þrjár en um leið eru þetta einskonar sjálfsmyndir , þær eru jú ákeðin framlengin á mér.
Ég ákvað að leggja áherslu á augu, eyru og munn....ég vil sjá og upplifa með börnunum mínum...ég vil heyra hvað þær segja mér...og vil eiga tjáskipti við þær.
Það er eitt að horfa og annað að sjá, eitt að heyra og annað að hlusta, eitt að tala og annað að tjá
( hver mynd er 120x90)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú ert náttúrulega snillingur mín kæra... Mikið ætla ég að vona að ég geti skipt við þig á einhverju fyrir svona mynd af okkur mæðginunu... Heyrr heyrr Krumma þú er frábær listamaður og ef ég væri með hatt myndi ég taka hann ofann og hneija mig fyrir þér.. LOVE YOU
Margrét Ingibjörg Lindquist, 1.5.2008 kl. 00:16
Takk stelpur....Magga mín love you to...við eigum örugglega eftir að skipta...það á eftir að koma sér vel fyrir mig að þekkja frábæran grafískan hönnuð..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.5.2008 kl. 01:11
Vá þetta eru alveg dásamlega fallegar myndir hjá þér, þvílíkur snillingur sem þú ert, það verður æðislegt að kíkja á sýninguna hjá ykkur því það er sko alveg á hreinu að þangað mun ég mæta, frábært að sjá þig hérna aftur á ferðinni.
Eigðu góðan 1 mai dag og knús á línuna.
Helga skjol, 1.5.2008 kl. 06:25
Mikið skelfing er ég glöð að sjá þig. Velkomin til byggða.
Myndirnar eru yndislegar. Þú ert auðvitað listamaður af guðs náð.
Knús í kremju.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 09:03
Geðveikt!
þarna er ástríða greinilega á ferðinni.
Þetta er allt svo spennandi og gefandi - takk fyrir - gott að sjá blogg frá þér.
Edda Agnarsdóttir, 1.5.2008 kl. 10:38
Mikið er gaman að koma aftur og fá svona móttökur...takk
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.5.2008 kl. 12:13
Góðan dag frú Krumma. Gaman að hitta þig á kaffihúsi um daginn, hlakka til þegar verður næst. Myndirnar eru ofboðslega flottar og hlakka ég til að koma á sýninguna hjá þér.
Hafðu það gott.
Anna Guðný , 1.5.2008 kl. 13:23
Gaman að sjá þig aftur hérna Hrafnhildur. Þessar myndir hjá þér eru tær snilld!! Ég kem svo sannarlega á sýninguna hjá ykkur
Huld S. Ringsted, 1.5.2008 kl. 15:01
Vá, hvað þetta eru flottar myndir, þú ert sannur snillingur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2008 kl. 16:48
Myndirnar eru alveg eins og stelpurnar.Hlakka mikið til að fá myndina mína á næsta ári
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:43
þetta er fallegt ! gangi þér vel.
Bless í kvöldið !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 19:45
váá svaka flottar myndir,þú ert snillingur Hrafnhildur kveðja Inga Finnbogad
ingileif Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 20:55
Takk kærlega fyrir falleg komment...
Bið að heilsa Einari og kysstu kallinn til hamingju með afmælið frá mér..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.5.2008 kl. 21:44
rosalega eru þetta fallegar myndir af stelpunum snillingur ertu
Knús á þig og gott að þú errt komin aftur í bloggheim
Guðrún Jóhannesdóttir, 2.5.2008 kl. 11:42
Það er gaman að þessu hjá þér, er að hugsa um að bregða fyrir mig betri fætinum og halda norður bráðum þá sé ég þær í risahlutföllum.
Fallegar konur, eins og mamman....
...ekki að spyrja af því
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn Krummasnild.
Fríða Eyland, 3.5.2008 kl. 00:02
Flottar myndir, til hamingju. Þú berð nafn með rentu, snillingur Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Kolgrima, 3.5.2008 kl. 01:35
Velkomin í blogginnlit, gott að heyra frá þér. ROSALEGA eru þetta flottar myndir, hlakka til að heimsækja þig þegar ég kemst norður. Hafðu það sem best mín kæra og kærleiksknús
Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 12:52
Ofboðslega fallegar myndir af stelpunum þínum...
Ingunn Elsa (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:49
Takk Ingun mín og gaman að sjá þig hér..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.5.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.