33 ára samvist lokið....

Ég kynntist henni sem barn....varð háð henni um 10 aldurinn og  hún hefur fylgt mér hvert sem er

stundum verið styrkur en líka oft verið til  ama og trafala 

Hún hefur hægt og rólega verið að drepa mig

ég er komin með sjúkdóma af hennar völdum

en nú er ég hætt...finido... ég sagði henni upp

jú...ég er hætt að reykja WizardWizard

húrra fyrir mér...ég væri að ljúga ef ég segði það auðvelt....ég er geðstirðari en andskotinn

hringi út um allar trissur og rífst yfir öllu...hef líka komið mörgum málum í gegn sem hefði ekki gengið svona fljótt fyrir sig annars..W00t

Húsband er í margra daga vinnuferð um landið, kemur heim í mýflugumynd eftir nokkra daga og ríkur þá til útlanda á ráðstefnu...hann tók utan um mig og kyssti mig þegar hann fór og sagði....ég elska þig...en mikið svakalega er ég feginn að vera ekki heima næstu dagana...Tounge jú ég skil hann, ég er líka feginn,hann þarf þá ekki að tipla á tánum í kringum mig næstu dagaDevil

en svo auðvitað fer þetta batnandi..... 

meira að segja börnin eru að heiman....miðjubarn vinnur í mývatnssveit og sú yngsta er að leggjast í ferðalög næstu daga, þannig að ég ætla fá útrás á striganum...mála eins og vitfirringur í orðsins fyllstu....

Ég hef gefið vinum mínum og mínum nánustu  leyfi til að sparka í sköflunginn á mér...setjast ofan á mig...binda mig niður, beita öllum þeim ráðum sem þeim dettur í hug ef það svo mikið sem hvarflar að mér að fá mér sígó

djö.....sem ég er ánægð með mig.... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vei, vei, vei, vei, hvað mér finnst þú flott.  Láttu vita hvernig gengur.  Kannski ég hundskist þá í að fara að dæmi þínu.  Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jenný mín...ég á örggla eftir að grobba mig svo mikið að fólk fær... en ef það verður til þess að ég haldist á mjóa og þrönga veginum að ég tali nú ekki um að fá samferðamenn....þá held ég áfram að grobba og grobba og grobba......

en arg....hvað ég er pirruð.... ég er alveg að fara taka á því...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.5.2008 kl. 18:40

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott hjá þér. Þessi ákvörðun er svona í pípunum hjá mér, en rosalega erfitt að stíga skrefið til fulls. Grobbaðu eins og þú vilt, þú átt inni fyrir því.

Helga Magnúsdóttir, 21.5.2008 kl. 19:50

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

heppinn Valur að vera ekki heima hehehehehe

Gott hjá þér Krumma mín og sannarlega sendi ég þér fullt af orkustraumum til að berja  á nikótín

knus og kram 

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.5.2008 kl. 19:51

5 Smámynd: Helga skjol

Shitt hvað ég ÖFUNDA þig, ég var komin á einhverjar reykingatöflur en hætti að taka þær þegar húsavesenið byrjaði náði að afsaka mig með því , en ég ætla svo sannarlega að prófa aftur þegar ró er komin á húshaldið hjá mér.

Til hamingju með þetta frábæra skref.

Knús á þig inní kvöldið Krumma mín.

Helga skjol, 21.5.2008 kl. 19:57

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju með þetta Krumma. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 21.5.2008 kl. 20:08

7 Smámynd: Anna Guðný

Frábært Krumma , til hamingju með þetta. Ég átti einmitt 10. ára reyklaust afmæli 6.jan. sl. Ég var í því, eins og í flestur sem ég tek mér fyrir hendur öfguð. Og get alveg sagt þér að það voru ekki margir sem trúðu því að ég gæti haldir því til streitu. En hér er ég, tíu árum seinna í góðu lagi.

Gangi þér rosalega vel

Anna Guðný , 21.5.2008 kl. 20:30

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já þetta er hægt.....en alls ekki auðvelt

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.5.2008 kl. 20:41

9 identicon

Ég segi nú bara eins og við segjum í skólanum ef einhver brillerar - YOU GO GIRL !

Bestu kveðjur, Bogga

Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:08

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hamingjuóskir og knús á þig kéddling - er búin að þessu fyrir löngu - fór alltaf í vatnið þegar mig langaði í rettu!

Edda Agnarsdóttir, 21.5.2008 kl. 23:22

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ Bogga....góða ferð út og góða skemmtun....það er ekki laust við að ég öfundi þig smá....

Edda ég verð að fara taka upp þann sið...ég heyri mig fitna

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.5.2008 kl. 01:17

12 identicon

Til hamingju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband