reykleysi og naflaskoðun....

Ég væri að ljúga ef ég segði að síðustu vikur hefðu verið auðveldar.....ég er dag eftir dag að kljást við sterka tóbakslöngun...samt langar mig ekki að vera reykjandi.....ég vona svo sannarlega að ég komist yfir þetta en veit þó að það tekur tíma. Kannski hefur þetta verið verra því ég hef verið veik undanfarið og allar varnir litlar..en mér er þó að batna...

reglulega leggst ég í naflaskoðun sem er að mínu mati ein besta leiðin til að lifa betra lífi....og sé og finn alltaf betur og betur hvað það skiptir miklu máli að maður standi með sjálfum sér..sé trúr og tryggur því sem maður er, sé ekki að þykjast vera eitthvað annað... að maður elski sjálfan sig..

Mér hættir til að gera alltof miklar kröfur til sjálfrar mín...krefst þess að ég sé fullkomin á öllum sviðum, það er erfitt að lifa eftir því..þá hættir lífið að vera skemmtilegt og stress og kvíði taka völdin

besta lækningin fyrir mig er húmor

hann lengi lifi......Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert svo dugleg Krumma.  Til hamingju með reykingarbindindið.

Nú fer ég að setja mig í stellingar.

Líf án húmors myndi drepa mig

Kveðja yfir heiðina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég hætti að reykja fyrir viku. Nú er mig farið að verkja á stöðum sem ég var búin að gleyma að ég hefði. Drekka vatn og skrifa er eina ráðið....Gangi þér vel Hrafnhildur.........

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 01:57

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Helga og Jenný....mér finnst ég sjálf dugleg.... og hógvær....

Gangi þér sömuleiðis vel Svanur.....ég geri eins og þú drekk vatn í lítra vís en bætti um betur og dró fram hjólið er farin að hjóla í kílómetravís.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.6.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Rolf...mér veitir ekki af...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.6.2008 kl. 12:35

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég á svipuðum vandamálum og þú - það er matarfíknin sem ekki er auðveld. Reykingum hætti ég fyrir margt löngu en reykti tvær sígó um síðustu helgi sem hefur engin áhrif. Ég þekki konu sem var mikill nautnaseggur í eðli sínu og reykti og drakk, hún fékk heilablóðfall og slapp fyrir horn en allar fíknir duttu úr henni eins og hendi væri veifað! Ég mæli samt ekki með slíku áfalli en þetta er skondið að hugsa út í hvað heilinn stjórnar miklu! 

Edda Agnarsdóttir, 7.6.2008 kl. 14:01

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gangið þér vel Krumma mín og knús á þig.

Edda Agnarsdóttir, 7.6.2008 kl. 14:02

7 identicon

9 mánuðir og mig langar aðeins minna að reykja í dag en í gær.Og þegar ég sá mannin á gólfbílnum koma akandi útúr Bónus,legga "bílnum"í skjól og kveikja sér í síkó mundi ég hvað fíknin er í eðli sínu sterk.Maðurinn var fótalaus. (veit ekki hvers vegna).

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 14:18

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vertu hörð við sjálfa þig, það er sálinni hollt að takast á við svona verkefni og þér mun líða betur (tala af reysnlu) Hafðu það gott mín kæra og umfram allt vertu góð við sjálfa þig.  Knús 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 17:17

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Edda..bókin hennar Dr,Gillian hefur alveg bjargað mér.. fíkn er líka svo mikið bundin viðhorfum....ég tók mig í gegn og náði tökum á þessum reykingapirringinn eins og alkinn tekst á við sína fíkn....málið er að maður er í raun ekki að missa af neinu með  því að neita sér hlutinn heldur er maður að fá svo margt í staðinn...

Takk öll  fyrir uppörvandi orð...þau eru styrkur fyrir mig... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.6.2008 kl. 17:51

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gangi þér vel að hætta að reykja. Veit af eigin reynslu að það er meira en að segja það. Hef fulla trú á þér.

Helga Magnúsdóttir, 8.6.2008 kl. 15:42

11 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Flott hjá þér stelpa. Óska þér alls hins besta, ég veit þú getur þetta.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.6.2008 kl. 17:25

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú ert svo dugleg að standast þetta, ég fékk kvíðahnút í magann bara af tilhugsuninni um það ef að ég hætti einhvern tímann að reykja!! en ég geri það einn daginn..........................................vonandi fljótlega! 

Gangi þér áfram vel

Huld S. Ringsted, 8.6.2008 kl. 23:34

13 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Mikið dáist ég að þér... ég hlakka til þegar ég tek þetta skref... mig langaði bara að senda á þig stórt knús og kossa... er farinn að sakna þess að eiga ekki smá spjall við þig inná milli eins og þegar við hittumst í skólanum... endilega láttu mig vita hvenær þú ert í vinnustofunni svo ég geti litið við... Faðru vel með þig mín kæra... MISS YOU... LOVE YOU

Margrét Ingibjörg Lindquist, 9.6.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband