Lífið gefur og lífið tekur.....

Ég er andvaka....það togast á í mér andstæðar tilfinningar, aðra mínútuna græt ég og hina gleðst ég

Í dag á Sunna mín, miðdóttir mín afmæli...19 ára

Í dag eru líka 2 ár síðan Haukur elskulegur systursonur dó....

Söknuðurinn er ekkert minni en hann var stuttu eftir að hann dó, hef lært að sætta mig við hann...sorgin er orðin eins og fastur heimilisvinur...hittir mann fyrir oft og reglulega

Ég hugsa 19 ár til baka....steikjandi sól og blíða, við foreldrar í himinsælu með yndislega dóttur sem fékk nafnið Sunna rétt svona til að minna mann á hvílík gjöf hún var og er...Heart

Ég hugsa 2 ár aftur í tímann þegar ég og foreldrar Hauks leituðum hálf vitstola af hræðslu og sorg af elsku frænda....ég man augnablikið eins það hafi verið í dag ,þegar í ljós kom að elsku strákurinn lifði ekki af...ég man þegar ég kyssti hann bless á kalda ennið  þegar hann fannst...

Haukur hélt mikið upp á Sunnu...var stoltur af því hvað hún var góð í fótbolta og fór að sjá hana spila þegar hann kom því við.. ég þekkti Haukinn það vel að ég veit að hann hefði verið glaður með að deila þessum degi með Sunnu sinni

Elsku systir hugur minn er hjá ykkur í dag eins og svo oft áður....ég er stolt af þér og elska þig, það eru ekki margir sem gætu gert það sem þú hefur gert...að standa uppi sem sigurvegari þó lífið hafi fært þér hverja raunina á fætur annarri ..Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Er nokkur sá.....

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 03:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú átt frábæra og hugrakka systur og ert ábyggilega ekki svo slæm systir sjálf elsku Krumma

Til hamingju með Sunnu

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 07:14

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Svanur minn....hún hefur oft á tíðum hjálpað mér þessi.....

Jenný...já ég á frábæra hjartahlýja og góða systir

Hallgerður...takk 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.6.2008 kl. 09:47

4 identicon

Svaf illa líka..Sunnubarnið var aðeins 2 tíma gömul þegar ég sá hana fyrst.Lítið kríli og fallegt.Til hamingju .Takk fyrir hlý orð í minn garð.Er farin út að hjóla .Hjólað í sund sumarið er gengið í garð hjá mér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:53

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Krumma mín. Til hamingju með dóttir þína.  Þetta er erfiður dagur líka en þið systur eruð sterkar og hlýjar og hún Birna er einstök.  Kær kveðja norður og eigið ljúfan dag 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 13:09

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Ásdís...

Sys: voða ertu dugleg.. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.6.2008 kl. 13:13

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Elsku Krumma, hjartanlega til hamingju með dótturina þó svo að þetta sé líka sorgardagur. Þið systur eruð einstakar og ég var að lesa hjá Birnu og þetta hlýtur að hafa verið og er enn hræðilega erfitt.

Helga Magnúsdóttir, 9.6.2008 kl. 18:00

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er falleg færsla sem lýsir sorginni á svo fallegan hátt. það er gott að geta lifað hamingju og sorg á sama degi !

sendi ljós til þín kæra kona !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 19:44

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með dóttlu þína Krumma mín.  Þetta er sérstakt systrasamband - sendi ykkur ljós í huganum!

Getur verið að ég hafi séð viðtal við systur þína ásamt tveimur öðru í sjónvarpinu fyrir einherju síðan?

Edda Agnarsdóttir, 9.6.2008 kl. 20:48

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

já Edda það er mjög líklegt að þú hafir séð hana í sjónvarpinu.....og já við erum nánar systur...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.6.2008 kl. 22:34

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Til hamingju með skvísuna þína.....  þetta er erfiður dagur líka innan fjölskyldunnar, það skil ég mjög vel.   Megi allir þeir sem að vaka yfir okkur gefa ykkur það sem að þið þarfnist

Erna Friðriksdóttir, 10.6.2008 kl. 19:58

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Erna

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.6.2008 kl. 21:05

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Sendi þér síðbúnar kveðjur í tilefni dagsins elskan, takk fyrir innlitin til mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.6.2008 kl. 21:41

14 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Til hamingju med dóttir tína...Mikid er yndislegt ad lesa hvad tid systur erud tengdar og sterkar saman.Sendi ykkur jákvæda og sterka strauma

Má bjóda tér ad koma í hóp minna bloggvina?

Kv.

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 11.6.2008 kl. 05:52

15 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir ad vilja koma í hóp minna bloggvina.

Stórt knús inn á gódann dag til tín

KV. Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 11.6.2008 kl. 13:15

16 Smámynd: Anna Guðný

Til hamingju með dótturina. Hef oft hugsað um það hvernig það væri að eiga systur. Væri örugglega æðislegt.

Anna Guðný , 12.6.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband