Hámark leiðindanna......

Það er tvennt sem mér leiðist alveg svakalega......en það er fótbolti og ökutækjadella..

ÉG gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til að horfa á fótboltaleiki fyrir nokkrum árum..einfaldlega vegna þess að ein dætra minna æfði í 10 ár...jú jú fannst allt í lagi að horfa á stelpurnar spila en að ég hafi fengið einhverja bakteríu....ekki til. Mér er reyndar fyrirmunað að skilja að fólk skuli eyða tíma og peningum í að horfa á leik eftir leik...hvað þá að ég skilji að það skuli  þeysa til annarra landa bara til þess eins að horfa á fótbolta og spranga svo um í einhverja daga á eftir með liðstrefla um hálsinn og derhúfur á hausnum..... en ég hef þó ekkert látið þetta fara í pirrurnar á mér því ég þarf ekki að taka þátt í þessu  

Það sem toppar þó svona leiðindi fyrir mér eru bílasamkomur hvers konar....nú er ein slík í gangi á Akureyri...með tilheyrandi hávaða...og þá hef ég því miður ekki val um það hvort ég er með eða ekki ,því í kringum húsið mitt og nærliggjandi götur er stanslaust verið að þenja tryllitæki og hjól...að ég tali nú ekki um allt fillerýið sem því fylgir fram undir 7-8 á morgnana...

ég gerði tilraun til að fara með húsbandi í gönguferð um miðbæinn..höfum ekki sést í nokkra daga og þurftum heilmikið að spjalla en það var ekki séns..... miðbærinn var fullur af faratækjum sem þurfti að þenja í hægagangi hringinn í kringum bæinn.... ég hef rekist á nokkra einstaklinga í gegnum lífið sem eru andlegir dvergar og þeir undantekninga laust byggja sína sjálfsvirðingu og ímynd á tryllitækinu sem þeir aka á ....þeim mun meiri hávaði og þeim mun meira flúr sem á tækinu er þeim mun meira finna þessir dvergar til sín.....

en auðvitað eru ekki allir þannig sem betur fer.... langflestir hafa þetta sem áhugamál en ekki sjálfsímynd

en mikið lifandis sem ég verð fegin þegar þessum bíladögum verður lokið ,þá getur maður farið að sofa aftur..og fara í göngutúra um miðbæinn..... og búið verður að þvo allar ælur og piss......og henda öllu rusli... og bærinn verður aftur fallegur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

´Hávadamengunin frá tessum  tryllitækjum er sko ekki skemmtileg og hvad tá ad nóttu til...arg.

Knús á tig inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 15.6.2008 kl. 08:07

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

elska þig mín kæra...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 15.6.2008 kl. 09:49

3 identicon

Svo komum við á hjólinu okkar norður hahahahahaha.Lofum að gubba ekki utaná húsið þitt og pissa í klóið.Svo er ein með öllu eftir í sumar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 10:17

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég verð líka fegin, það er ekki verandi í bænum þessa dagana. Reyndi sjálf í gær að fara á flakk en gafst upp

Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 10:53

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta eru nú meiri hörmungarnar sem ganga yfir ykkur - er ekki hægt að hafa aðal mótstaðinn fyrir utan bæ eða hvað?

Ég hugsa að ég yrði nú eitthvað úthverf ef þetta væri nálægt mér!

Edda Agnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 14:35

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Annars knús á þig Krumma mín!

Edda Agnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 14:35

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff þið eruð virkilega ekki öfundsverð af þessu Akureyringar.  Samúðarkveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2008 kl. 15:26

8 Smámynd: Anna Guðný

Sé alveg fyrir mér Rolf á leið í vinnu og unglingina mæta honum. Annars er ég búin að hugsa mikið um allar þessa hátíðir sem hafa verið haldnar síðustu ár. Réttara sagt allar aðrar en Þjóhátíð í eyjum. Er búin að fara í marga hringi með með og á móti og stórar og smáar og jafnvel komið með hugsanlegar lausnir en las svo alveg frábæra færslu í dag hjá Ómari Ragnarssyni og ég enda þar. Eins og talað úr mínum munni.

Svo er spurning hvort við tökum bara rússann á þetta og verum tilbúin með háþrýstidælur næst og spúlum á óþekktarormana, þessa fáu sem kunna sig ekki.

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/568394/

Ég bý í götu sem venjulega er mjög róleg. En nágrannar mínir tóku sig til að fóru í ferðalag um helgina en "lánuðu" lóðarpartinn sinn nokkrum unglingum sem eru sem sagt búin að vera með mini útihátíð um helgina. Það var allt í góðu lagi með krakkana, þau hegðuðu sér vel en við vitum að það er ekki málið heldur þeir sem frétta af og mæta á staðinn. Og verð að viðurkenna að mér var ekki sama. Og eins gott að ég var heima.Og líka eins gott að maðurinn minn var ekki heima en það er önnur saga.

Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 00:11

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er nú svo illa innrætt að ég þakka bara mínum sæla fyrir að þetta bílastand er haldið á Akureyri en ekki Reykjavík. Hvers vegna er alltaf verið að setja upp þessar ógurlegu hátíðir úti á landi og gera bæina nánast óíbúðarhæfa fyrir þá sem þar búa?

Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 11:45

10 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Halló Akureyri.... hef ekki rekist á þig í nokkurn tíma ... en er ekki bloggið frábært. Það gefur tækifæri til að fylgjast með gömlu félögunum. Sjáumst vonandi í Reykjaskóla í sumar.

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.6.2008 kl. 05:45

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ Herdís..já og gaman að sjá þig sömuleiðis.. það hefur verið á stefnuskránni hjá mér að fara á Reykjaskóla, hlakka mikið til

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.6.2008 kl. 13:21

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús á þig með hamingjuóskum á Kvenréttindadaginn!

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 16:37

13 Smámynd: Helga skjol

Hjúkk ég var ennþá á mallorca þegar þessi óskop riðu yfir bæinn okkar og mikið var ég feginn.

Knús á þig inní helgina mín kæra

Helga skjol, 20.6.2008 kl. 08:33

14 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Oh   ég hef áhuga á því þegar börnin mín keppa :)   en ég hef bara dottið inn í einn leik sem að ég var að springa yfir í sjónvarpinu    he he he he það var um Englandsbikarinn minnir mig he eh eh, skil þig alveg með þessum bíladögum . grrrrrrrrr.............  

Erna Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband