miðnæturblogg....

Arg.. hvað mér leiðast svona nætur þar sem eg get ekki sofið, hugurinn er á fullu,  bremsur hans eru eitthvað slappar, þá er nú margt vitlausar en að blogga....


Annars er ég að troða í mig leifum af skötusel sem ég borðaði í kvöldmat, mér og húsbandi var boðið í mat til elstu dótturinnar og tengdasonar, þar sem við snæddum meðal annars skötusel sem hann aflaði, En það sem dóttir mín er mikill snillingur í matargerð, hún getur töfrað fram veislur með engri fyrirhöfn, æi svo er hún svo yndisleg þessi elska, hefur gengið í gegnum allan andskotann en stendur alltaf upp aftur…..ákvað það að andleg lítilmenni og andlegir dvergar skyldu aldrei ráða því hvernig henni liði, þó svo að nokkrir hafi orðið á hennar vegi og sumir náð að meiða hana meira segja……hún reis upp úr erfiðleikunum á meðan skítaplebbarnir eru ennþá bara skítableppar..


Næstu helgi fer ég svo á bekkjarmót í Reykjasóla…..það er verið að hóa saman í lið sem var þarna fyrir einum            28  árum  !!!! Hvert fer allur þessi tími??? Ég hlakka svakalega til að hitta gamla nemendur, suma hef ég ekki séð síðan þá en aðra rekst ég reglulega á. Ég eyddi unglingsárunum í að þvælast á milli skóla, byrjaði í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi….manstu Svanur þegar við sátum inn á herbergi og þú kenndir mér að spila ný lög á gítarinn......sem gerði það að verkum að ég tróð upp á árshátíð skólans…og fékk ólæknandi bakteríu sem ég smitaði stelpurnar mínar af  Tounge  Ég prófaði líka að vera í Reykholti og allir voru þessir skólar mjög ólíkir….það er nú meira hvað þetta eru ljúfsárar minningar, komplexar unglingsgáranna versus góðu stundirnar. Ég held að flestum væri hollt að vera í heimavist, það getur verið svo lærdómsríkt og þroskandi.


Svo styttist í að húsband flytji býferlum, fjarbúðin hefst eftir nokkra daga…..
Það er eins gott að maður hafi nóg fyrir stafni, ég á svo skemmtilega mann sem ég get ómögulega verið án mjög lengi í einu…það sást best eftir Finnlandsdvölina mína, símareikningarnir voru svimandi háir, meira að segja svo háir að maður leggur það ekki á hvern sem er að heyra af því.... en húsbandi hlakkar til að takast á við nýtt starf 

Well nú er það tilraun 5 nú hlýt ég að sofna vært með fullan maga af skötusel…


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þegar þetta er skrifað þá vona ég að þú sért í djúpum svefni og þig dreymi fallega og spennandi.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 08:35

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

heheheheee.... ertu að fara á bekkja mót með bróðir mínum á Reykjum.... hehehehhehe... vá ólíkari manneskjur þekki ég ekki ... en þá get ég fengið kjaftasögur af honum hehehehhehee....eða þér....

Margrét Ingibjörg Lindquist, 6.8.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að þú hafir hvílst eitthvað, ég vaknaði oft því litla læðan mín er að breima og veit ekki hvað er að ske, fer í snipp snapp í næstu viku. Það verður örugglega ekki auðvelt að vera í fjarbúð en hvað getið þið hist oft?? Bíð enn spennt eftir myndum af listaverkum, langar svo að eignast mynd eftir þig.  Knús inn í daginn elskuleg

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 12:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Viltu biðja Vidda að setja rós á leiðið hans Mumma næst þegar hann fer út á Dalvík.  Rose 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 12:22

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Yndislegur pistill - við höfum verið svolítið á sömu nótunum í nóttinni ég þú og Jenný.

Góða skemmtun á skólamótinu.

Edda Agnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 14:08

6 Smámynd: Kolgrima

Skemmtilegar fréttir að norðan Spennandi tímar framundan hjá ykkur báðum, kerla mín.

Kolgrima, 6.8.2008 kl. 14:15

7 identicon

Hafðu það gott um helgina skvísa, var nú reyndar að vona að maður sæi ykkur á Dalvíkinni á Fiskideginum mikla. Það er svo gaman að gera sér glaðan dag með ykkur:)

Ást Kristín og Baldur

Kristín Ýr Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:03

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jenný ég hef verið nýsofnuð þegar þú fórst á fætur..

Magga hvað heitir bróðir þinn?? veistu hvaða ár hann var í skólanum...við erum að fara hittast sem vorum þarna 80-82.dísus hvað þetta hljómar gamalt....

Ég náði að gleyma mér í smá stund Ásdís... það kemur æ oftar fyrir að ég næ ekki að sofna...kannski aldurinn...við reynum að hittast um helgar, enn ekki víst að það takist alltaf, fer eftir því hvernig stendur á vinnu hjá báðum.

Edda hér eru einhver andleg tengsl á ferðinni...nei segi svona...

Kolgríma...já það verður gaman að takast á við þetta 

Kristín ég hefði sko verið til í að gera mér glaðan dag með ykkur en maður getur ekki verið allstaðar.....hver veit kannski maður skreppi sunnudagsrúnt og kíki í kaffi einhvern daginn. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.8.2008 kl. 18:31

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Maður hefur svo sem ýmislegt á samviskunni mín kæra og víst man ég það allt saman :) Ég veit hvert allur þessi tími (28 ár) fór hjá þér. Þú eyddir honum í framtíðina.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.8.2008 kl. 19:22

10 identicon

28 ár? OMG hvað tíminn ríkur áfram.Það er svo stutt síðan þú varst gelgja litla sys hahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:32

11 Smámynd: Brynja skordal

Góða skemmtun og hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 6.8.2008 kl. 22:47

12 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 8.8.2008 kl. 07:37

13 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Hann Bróðir minn heitir Óttar Guðjónsson ... og var þarna minnir mig 80-81...ég var allavega 7 ára... hehehhee..;) þá um 81... þetta er bara gaman...Góða skemmtun..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 9.8.2008 kl. 00:12

14 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Innlitskvitt, góda nótt í nótt.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 20:46

15 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þú ert margsofin og vöknuð núna þegar ég pikka þetta inn, en sannarlega vona ég að helgin hafi verið bráðskemmtileg a.m.k.

Góða kveðjur til þín mín kæra 

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.8.2008 kl. 13:07

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Heyrðu gæskan, ég er farin að sakna bloggs frá þér! Koma so.

Edda Agnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 13:09

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góða skemmtun þegar þú hoppar aftur í tímann með gömlum vinum þínum ! og gangi þér vel að venja þig við að búa ein .

kærleikur til þín og allra

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband