Að lifa lyfin af.

 Kona kom til mín í dag, rétti mér bleðil og spurði; hvað finnst þér? Ég fékk ný lyf hjá lækninum, er nefnilega svo slæm í skrokknum og sef illa.....

þetta stóð á lyfseðli... 

helstu aukaverkanir eru, þó ekki hjá öllum (sjúkk)

Ofnæmisviðbrögð, greint hefur verið frá þrota, bólgu í andliti, tungu og búk, sem getur verið alvarlegur og valdið mæði, bólgu losti og yfirliði.. 

Áhrif á blóð: beinmergsbæling sem getur leitt til lífshættulegrar fækkunar sumra blóðfruma, einkenni geta verið særindi í hálsi, sár í munni eða endurteknar sýkingar, blæðingar eða myndun marbletta.

Áhrif á innkirtla og efnaskipti: truflanir í kynlífi eða kynhvöt, brjóstastækkun hjá körlum og konum, eistabólga, framleiðsla eða offramleiðsla á brjóstamjólk, breytingar á þéttni blóðsykurs, greint hefur verið frá heilkenni óviðeigandi seytingar þvagstemmuvaka, það getur leitt til þess að þú þurfir að pissa oftar. Aukin matarlyst og þyngdaraukning.

Áhrif á heila og miðtaugakerfi: Sundl, þreyta eða syfja, máttleysi, höfuðverkur, einbeitingarerfiðleikar, rugl, svefntruflanir, martraðir, svolítil ofvirkni, ýkt hegðun ranghugmyndir, ofskynjanir, kvíði, æsingur, vistarfirring, eirðarleysi, dofi/náladofi, skert samhæfing hreyfinga, skjálfti, flogakrampar, munnþurrkur, hiti,hægðatregða, þokusýn, eða tvísýni, erfiðleikar við þvaglát, víkkun sjáaldur augans, gláka og teppa í smáþörmum, suð eða sónn fyrir eyrum.

Áhrif á hjarta; Yfiliðstilfinning þegar staðið er á fætur, stöðubundinn lágþrýstingur, hækkaður blóðþrýstingur, hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot, hjartaáfall, heilablóðfall, óreglulegur eða hægur hjartsláttur og mjög lágur blóðþrýstingur.

Áhrif á maga og þarma: ógleði og uppköst, niðurgangur,lystarleysi, bólga í slímhúð í munni, bólgnir munnvatnskirtlar, kviðverkir,svört tunga, brenglað bragðskyn.

Áhrif á húð: Aukin svitamyndun, hártap, útbrot með litlum fjólubláum blettum.

Áhrif á þvagfæri: Aukin þvaglátsþörf

Hvernig dettur einhverjum í hug að fjöldaframleiða eitthvað sem getur haft þessar aukaverkanir á fólk??? Er það krafan um gróða sem gerir það að verkum að menn setja á markað svona rusl eða metnaðarleysi....það er með ólíkindum ógeðið sem maður þarf að setja ofan í sig.

Matarframleiðslan sleppur heldur ekki.

ÉG var að tala við bróa í gær sem býr í Chile....hann fór í verksmiðjur þar í landi sem framleiða hveiti, hann trúði varla eigin augum þegar hann sá þá setja sykur í hveitið....þeir meira segja glassera frosna grænmetið með sykri....

Er það nema von að sjúkdómar grasseri sem aldrei fyrr... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oj bara - þarf hún virkilega á þessum lyfjum að halda. Er ekki einhver heildrænni meðferð vænlegri - breytt mataræði, lífsstíll og hvíld? En það eru svo margir sem virkilega þurfa á lyfjum að halda vegna þess að fórnarkostnaður sjúkdóma er of mikill til að sleppa þeim. En það eru örugglega ótrúlega margir á lyfjum sem þeir gætu hent ef þeir vildu prófað aðrar aðferðir sem væru náttúrulegri.

kv. Mel

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2008 kl. 02:05

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég segji eins og Martha....Fædid hefur svo mikid ad segja ,hreifing og hvíld.En audvitad er stundum naudsyn.Tekkji tad sjálf.

knús á tig mín kæra

Gudrún Hauksdótttir, 31.7.2008 kl. 05:26

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held að arsenik hafi færri aukaverkannir, svei mér þá.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.7.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Martha: Þetta er fullorðin kona með gigt....en hún ætlar að reyna allt annað frekar en að fara lyfin

Takk annars fyrir innlit :-)

Það er með ólíkindum að lyfjafyrirtæki skuli ekki vera lengra komin. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.7.2008 kl. 11:53

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ésúspétur! Þetta er skelfileg upptalning á aukaverkunum. Svei mér ef Svanur hefur ekki rétt fyrir sér! Manstu nokkuð hvað þetta gigtarlyf heitir?

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 17:40

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já Lára, lyfið heitir Amitriptyline...er notað við nokkrum kvillum þar á meðal við vefjagigt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.7.2008 kl. 18:03

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Eins gott að halda jafnvægi!

Edda Agnarsdóttir, 31.7.2008 kl. 18:48

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

tek helst ekki lyf ef að ég get mögulega sloppið við það!

Huld S. Ringsted, 31.7.2008 kl. 22:41

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef í mörg ár verið á lyfjum við vefjagigt sem heita Amilin, þau hafa gríðarlega góð áhrif en hef ekki fundið neinar aukaverkanir, þetta er reyndar að ég held líka eitthvað geðlyf, en gerir það að verkum að maður nær heildstæðum djúpum svefni og þannig hvíld sem er nauðsyn fyrir þessa gigt.  Knús í hjartabæinn  WooHoo

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 22:44

11 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg:)

Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 14:57

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

er það nokkur furða að maður er ekki mikið fyrir að gleypa lyf!

Vona sannarlea að helgin verði þér góð Krumma mín svona mitt í partýinu. Knús 

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.8.2008 kl. 13:04

13 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Alveg ótrúlegt

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 2.8.2008 kl. 16:58

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ótrúlegt að fólk skuli halda heilsu þrátt fyrir lyf...

Velkominn í hópinn Sólveig....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.8.2008 kl. 18:13

15 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

takk fyrir

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 3.8.2008 kl. 17:25

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

blessuð konan, vonandi hefur hún ekki tekið þetta eitur ?

þetta með sykurinn er líka alvarlegt mál, því sykur er algjört EITUR !!!

bless í dag

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband