síðustu sporin........

Mikið afskaplega sem maður getur verið lítill, vanmáttugur og varnarlaus gagnvart lífinu. Enn einu sinni bankar sorgin á dyr hjá mér og mínum. Alltaf þegar ég held að nú sé toppnum náð  tekur sorgin á sig nýja mynd og sýnir á sér nýjar hliðar og ég kynnist nýjum óþekktum víddum í heimi sorgar og vanmáttar.
Ég hef fyrir löngu týnt tölunni  á þeim ástvinum sem ég hef misst. Þeir hafa farið með ýmsu móti. Sumir fyrirfóru sér, aðrir létust óvænt af slysförum eða sjúkdómum. Suma tók ellin, við suma varð ég að slíta samskiptum við, þar á meðal einstakling sem var í innsta hring fjölskyldunnar, sá átti stórt pláss í hjarta mér…en í ljós kom skítlegt innræti, slíkir einstaklingar verða ekki slæmir af engu, þeir eru gerðir svona, fá í veganesti brengluð viðhorf og vanskapaða sjálfsmynd, slíkt fólk losar maður sig við því þeir meiða…


Ég hef  ekki oft verið eins vanmáttug og síðustu daga. Mágkona mín 42 ára einstæð 2barna móðir er að deyja…..
Fréttirnar fékk hún fyrir rúmri viku. Það sem fyrir nokkrum vikum virtist yfirstíganlegt er núna að leggja hana að velli.
Hún greindist með krabbamein rétt fyrir síðustu jól…henni jafnt sem öðrum var brugðið en allir voru bjartsýnir og vongóðir….krabbann átti að sigra.
Mágkona mín kom norður um síðustu verslunarmannahelgi þá fyrst orðin lasleg að sjá en þó var ekkert sem benti til þess að skammt væri eftir. Í síðustu viku fer ég suður og daginn eftir eru henni færðar fréttirnar, baráttan er töpuð og einungis skammur tími eftir….
Það sama kvöld lágum við saman uppí rúmi ég og mágkona mín…grétum saman, hún lýsti fyrir mér áhyggjum sínum og hræðslu….grét það sem hún fær aldrei að upplifa…ófædd barnabörn, að sjá dætur sínar verða fullorðnar, ástfangnar…. orð mega sín einskins á svona stundum og lífið virðist gera grín að manni.

 Kona sem aldrei hefur reykt eða drukkið er að deyja frá börnum sínum á meðan einstaklingar sem hafa misboðið líkama sínum árum saman með allskonar ólyfjan og óreglu, einstaklingar sem hafa sagt sig úr samfélagi við aðra menn og lifa einungis fyrir næstu vímu tóra árum saman engum til gagns eða gleði.


Hvað segir maður við börn sem horfa upp á móður sína verslast upp og deyja….enginn orð megna að hugga eða sefa óttann, það er nánast óbærilegt að geta svo lítið gert, ekkert kemur í stað mömmu þegar maður er ungur.
Það er eitthvað svo óendanlega sorglegt að hlusta á deyjandi manneskju lýsa því hvernig hún vilji hafa jarðaförina, hvaða lög hún vilji hafa, hverju hún vilji klæðast, og velta vöngum yfir því hvernig síðustu dögunum verði varið, við reynum hvað við getum að  hughreysta og fullvissa að börnum hennar verði borgið, foreldrar hennar sýna ofurmannlegan styrk, þetta eru þungbær spor þessi síðustu sem þau ganga með dóttur sinni og sárt að sjá fullorðið fólk beygja af , ég ímynda mér að svona hljóti þeim að líða sem hlotið hafa dauðadóm og bíða aftöku....hún bað mig um að lita sig og plokka svo hún liti vel út í kistunni, bað mig líka um að sjá til þess að hún væri vel snyrt....það verður það síðasta sem ég get gert fyrir hana og ég mun vanda mig sem mest ég má.
Það er allt of stutt síðan ég gerði svona lagað síðast….rúm 2 ár síðan ég kyssti Haukinn minn bless í kistunni og lagaði á honum hárið í síðasta sinn….
Ég hef aldrei upplifað sárari kveðjustund heldur en í dag þegar ég tók utan um mágkonu mína og þakkaði henni fyrir allt….ætluðum aldrei að geta slitið sundur faðmlagið......gat ekki sagt sjáumst……


Ég varð að fara heim þar sem bíða aðkallandi verkefni sem ef þeim verður ekki sinnt munu baka mikla erfiðleika…. gaf mér þó tíma í að kíkja til Hauks í kirkjugarðinn og heimsótti Himma hennar Ragnhildar, fannst ég skynja hvernig drengur hann var, þekki líka sorg þeirra sem sakna hans alla daga. Ég legg allt kapp á að klára það sem þarf að gera svo ég geti farið suður um næstu helgi….kannski? kannski næ ég að kveðja í allra síðasta sinn….
Megi Guð gefa okkur styrk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ljúfa Hrafnhildur, Guð gefi allri fjölskyldunni þinni góðan styrk á þeim erfiðu dögum/vikum/mán sem framundan eru hjá ykkur öllum.

Það svo ótrúlega satt að sorgin leggst skelfilega þungt á suma á meðan aðrir sigla bara lygnan sjó í gegnum lífið allt.

Bið Guð að gefa Mákonu þinni og hennar fjölskyldu styrk og þol í þessari þrautagöngu sem er framundan.

Kveðja frá Spáni

Tiger, 1.9.2008 kl. 06:36

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þú ert nátturulega einstök manneskja mín kæra... Þessi skrif þín ná innað beini og sérstaklega hjá manneskju sem hef fáa misst en minna átt... (t.d. alldrey átt afa eða ömmur.) En ég á barn og ég gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að þurfa að kveðja hann áður en hann yrði fullorðinn...

Meigi Guð og hans góðu englar gefa ykkur öllum allt það ljós sem þarf til að takast á við líðandi stund. Megi hann gefa ykkur styrk til að taka þau þungu skref sem eftir eru... Mín kæra ... er það er eitthvað sem ég get gert... láttu mig þá vita... Kær kvaðja Magga

Margrét Ingibjörg Lindquist, 1.9.2008 kl. 07:26

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Krumma mín, ég samhryggist þér svo innilega. 

Mér verður alltaf orða vant þegar ég les svona svo ég ætla ekki að reyna að skrifa huggunarorð því ég veit að orð ná ekki yfir það sem þú ert að upplifa núna.

Sendi þér alla mína orku og kærleika elsku stelpan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 08:19

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég óska þess að þér verði gefinn styrkur til þess að halda áfram, þegar myrkrið er allt í um kring.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 08:53

5 Smámynd: Ragnheiður

Hjartans Krumma mín, mikið verða sporin þín erfið og þung. Hugur minn fylgir þér, þetta er svo sárt.

Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 08:59

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Elsku Hrafnhildur, ég samhryggist þér innilega

Huld S. Ringsted, 1.9.2008 kl. 09:09

7 identicon

vanmátturinn er algjör.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 11:12

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku stelpan mín. Mikið er lagt á ykkur og stundum efast ég þegar ég heyri setninguna "hann leggur ekki meira á okkur en við þolum" þið bognið um stund en brotnið ekki, það er ég viss um, því eftir standa lítil börn sem þurfa alla ykkar ást og hlýju.  ÉG sendi þér allt sem ég get gefið af kærleik og styrk. Hugsa til þín hvern dag og til ykkar allra. Guð blessi mágkonu þína, því gerast svona hlutir?  engin eru svörin   Hearts  Hearts Hearts 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 13:09

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þakka ykkur öllum hlý orð...þau ylja og styrkja, ég reyni að gera slíkt hið sama gangvart börnunum sem eru að missa mömmu sína.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.9.2008 kl. 13:57

10 Smámynd: Anna Guðný

Elsku Krumma mín. Samhryggist þér innilega.

Anna Guðný , 1.9.2008 kl. 14:11

11 Smámynd: Helga skjol

Elsku Hrafnhildur mín, ég sendi þér og allri fjölskyldu þinni mínar dýpstu samúðarkveðjur

Helga skjol, 1.9.2008 kl. 14:30

12 identicon

Elsku hjartans Krumma mín.

Manni er orða vant eftir þennan lestur, megi allr góðar vættir vaka yfir þér og þínum. Þú átt alla mína samúð kæra vina, þín Elín 

Elín Íris (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:31

13 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ég held að við getum aldrei náð toppnum á sorginni  Hrafnhildur mín. Þú veist að þið Valur eigið allatíð, hjartastað hjá okkur sem ég ætla ekki að tíunda hér. Ég hugsa til ykkar og skil að erfiðir tímar eru framundan

Erna Friðriksdóttir, 1.9.2008 kl. 17:06

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Elsku Hrafnhildur. Þetta er of erfitt til að ég geti sett mig í þín spor. Ég þekki ekki mikið til dauðans, hvað þá að ég hafi upplifað að eiga samtal/viðræður við einhvern um eftirmála dauðans. Þetta er stórt og mikið afrek að gefa af sér í þetta á fullu og klárt að ekki veitir þér af orkubrunni og hugmyndum, vinkonu þinni til góða og hennar fólki.

Ég sendi þér alla mína orku og strauma. Nýttu þér allt sem þér dettur í hug og hafðu samband bæði ef þig vantar eitthvað praktíst og líka styrk.

Edda Agnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 17:59

15 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Kæra Hrafnhildur bloggvinkona. Mikid er thetta óendanlega sorglegt og erfitt. Thid eigid hug minn allan.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 19:27

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Elsku Hrafnhildur, ég sendi þér og fjölskyldunni alla mína samúð og styrk. Þetta er þyngra en tárum taki og eina orðið sem manni dettur í hug er óréttlæti, hversu mikið er lagt á sumt fólk á meðan aðrir sigla í gegnum tilveruna að því er virðist stóráfallalaust.

Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:19

17 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Krumma mín, mér er orða vant. Guð styrki ykkur öll elskan

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.9.2008 kl. 12:39

18 Smámynd: M

M, 5.9.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband