Íranska listakonan Shirin Neshat
27.9.2008 | 22:14
Í fréttablaðinu í dag er athyglisvert viðtal við Shirin Neshat. Hún er einn af mínum uppáhalds myndlistarmönnum. Verkin hennar vekja upp spurningar um stöðu kvenna, stjórnmál og trú í hinum múslimska heimi.
Hún segir meðal annars í viðtalinu ( eitthvað sem fólk ætti að íhuga) " Fólk í vestrænum ríkjum hefur til dæmis mjög einfalda hugmynd um múslimskar konur og halda oft að þær séu eins um allan heim. Konur í Afganistan eru ólíkar þeim í Egyptalandi, ég er alltaf að leggja áherslu á að mín verk eru um íranskar konur. Og Íranskar konur eru mjög ólíkar innbyrðis. Af því það er svo lítill skilningur fyrir menningu Írana og pólitísku ástandi þar þá kalla verk mín á svo margar spurningar"
Shirin hefur unnið til margra verðlauna og verk hennar hafa verið sýnd víða um heim.
Mikið vildi ég að ég kæmist á sýninguna hennar, en það er víst ekki allt hægt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Las viðtalið og sá viðtal við hana í sjónvarpinu, hún er sérstök og myndirnar sem birtar voru í varpinu einstakar. Það er nefnilega svolítið sérstakt við Írani að þeir eru alltaf spyrtir saman við Íran og aðrar arabaþjóðir en eru ekki arabar og eru með allt annan bakgrunn en þeir.
Edda Agnarsdóttir, 28.9.2008 kl. 08:33
Takk fyrir þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 10:17
ég er líka mjög hrifin af þessari listakonu, verkin hennar eru mjög áhrifamikil !
hafðu fallegt sunnudagskvöld og Kærleikur til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 15:54
Okkur hættir til að setja alla múslíma undir sama hatt.
Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.