HMMMM......

Ég er í sjálfu sér ekkert hissa á því hvernig komið er fyrir okkur Íslendingum og ekki bara okkur, öðrum þjóðum líka. Ég er meira hissa á því hvað þetta hrun hefur tekið stuttan tíma.

Síðustu ár hefur auðhyggja grafið um sig eins og æxli og efnishyggjan tröllríður hluta heimsins. Peningar hafa verið í fyrsta sæti og pólitísk spilling vex dag frá degi. 

Núverandi stjórnskipulag er meingallað, flest hefur verið reynt og alls konar flokkar hafa verið við stjórn, í dag sjáum við árangurinn.......

Í sjálfu sér mun ekkert breytast ,nema hjartalag fólks breytist.

Ég hef þá bjargföstu trú að lausn efnahagsvandans sé andleg. Við þurfum að forgangsraða öðruvísi, ef við grípum ekki til andlegra og siðferðislegra úrræða munu engar breytingar eiga sér stað. 

Mér finnst ástand heimsins síðustu daga einungis undirstrika nauðsyn einingar mannkyns.

Það er engin þjóð eyland í dag, það eru ekki til efnahagsleg landamæri. Það verður að fara hugsa hnattrænt, það sem ein þjóð gerir hefur áhrif á aðrar.

Ég get ekki ímyndað mér hvernig næstu vikur, mánuðir eða ár koma til með verða. Ég vona að ráðamönnum hverjir svo sem þeir eru hverju sinni beri gæfa til að byggja aftur upp efnahagskerfið og mjög líklega þarfnast það félagslega endurskoðunar því atvinnulausum mun fjölga um einhver þúsund.

Eitthvað af störfum er þó í boði á elliheimilum og á leikskólum.

Það skyldi þó aldrei vera að maður ætti eftir að sjá " toppana"  úr bönkunum í hvítum sloppum við umönnun aldraðra og barna?

Mér er sem ég sjái þá sætta sig við launin...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tetta hrun er ekki ad gerast í dag...DO minntist og varadi vid hruni í sjónvarpsvidtali í mars ad mig minnir.

Vid skulum vona ad rádamenn tjódarinnar standi saman í uppbyggingu landssins.En reyni eki ad draga hvern annann á asnaeyrunum og adhafast ekki neitt.

Fadmlag á tig inn í góda helgi.

Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 07:54

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þessa frábæru færslu Krumma.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2008 kl. 08:16

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vildi bara kvitta fyrir innlitið    Mér finst fátt að segja eða gera ?????

Erna Friðriksdóttir, 10.10.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband