Smá blogg......

Síðustu vikur hafa verið annasamar og enginn tími verið fyrir blogg, ég hef þó annað slagið getað kíkt á ykkur bloggvini og kastað á ykkur kveðju.

Það styttist í að þessi önn klárist í skólanum og ég satt að segja bíð eftir jólafríi sem verður sem betur fer snemma í ár, ég verð komin í frí 12 des, ég þrái að eiga dag þar sem ég get verið að vakna fram eftir degi og gert það sem mér sýnist, að ég tali nú ekki um að eyða tíma með vinum og vandamönnum og bara slaka á...

Ég ætlaði í mótmælagöngu um helgina en komst ekki, var í meðferð hjá frábærum rússneskum lækni sem ég komst í kynni við. Konan sú vinnur á sjúkrahúsi í Pétursborg og kemur nokkrum sinnum á ári til landsins til þess að stunda sína sjúklinga og hitta manninn sinn. Það er bara ekkert flóknara en það að  konan er að fremja á mér kraftaverk. Eftir því sem ég kynnist hennar aðferðum meir og upplifi bata á eigin skrokki, skil ég minna í vestrænum nútíma lækningum sem gera oft ekkert annað en að stútfylla sjúklingin af lyfjum og búa til ný vandamál því flest lyf hafa svo miklar aukaverkanir að maður verður oft veikur af þeim einum saman.

Til dæmis var ég send suður í síðustu viku, átti þar að hitta merkan lækni. Ég fór með flugi um hádegi hitti lækninn í 20 mínútur og þar af þurfti ég að slefa í dall í 10 mínútur, læknirinn sem by the way er titlaður prófessor horfði skilningssljór á mig og sagði hreinlega: ég veit því miður ekki af hverju þú hefur þessi og hin einkenninn, með það flaug ég heim seinna um daginn, 30 þúsund krónum fátækari.

Ég legg til að það verði ekki bara breyting á íslenskri stjórnskipan  heldur verði innleidd ný stefna í heilbrigðisgeirann, best væri að blanda saman hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum. Ég er viss að það væri hægt að spara milljónir í lyfja og lækniskostnað bara við að notast við óhefðbundnar lækningar í bland við annað. Ég hef heldur aldrei skilið þessa færibanda vinnu hjá læknum. Manni er úthlutað 15-20 mínútum og á þeim tíma á sjúklingur að geta skýrt frá einkennum, læknir skoðað viðkomandi og greint sjúkdóminn eða vandann og komið með lausnir til úrbóta...er það nema von að læknamistök skipti hundruðum á ári...

Eitthvað varð hlaupaframinn minn endasleppur W00t massív beinhimnubólga lagðist á konuna svo ég neyddist til að leggja skónum í bili, en það er svo sem allt í lagi því við Sigurbjörg Árna erum að fara saman í stafagöngu, hún kann þetta uppá sína tíu síðan hún bjó í Finnlandi......annars vorum við ásamt fleirum í Laxdalshúsi í gær. Þar var Þráinn Karlsson leikari með upplestur á sögu eftir Tryggva Emilsson. Þetta var svo vel gert hjá frænda að ég upplifði söguna eins og ég hefði verið stödd þarna sjálf. Nú hefðu margir íslendingar gott af því að lesa af fátæku fólki...

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 18.11.2008 kl. 06:37

2 identicon

Sunnubarnið er komin

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:38

3 identicon

óg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:39

4 identicon

eitthvað rugl í gangi á tölvunni.en hér kemur restin af athugasemdinni.

Sunnubarnið er komin til mín.800 grömmin tók strax framhjá mér og fór undir kjólinn hennar.Og svaf svo hjá henni í nótt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:41

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sakna þín alltaf þegar þú hverfur af blogginu.

Vestrænar lækningar eru því miður takmarkaðar því þær útiloka aðra möguleika.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 13:29

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Birna mín ertu að tapa þér á takkaborðinu kysstu sunnu frá mér.

Æi takk Jenný, gott að vita að einhver tekur eftir því ef mann vantar.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.11.2008 kl. 14:38

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Um að gera að halda öllum leiðum opnum. Ég var rosalega slæm í húðinni fyrir svona 20 árum og fékk endalaus krem og lyf. Maðurinn minn keypti húðhreinsite í náttúrulækningabúð í Þýskalandi og ég snarlagaðist og það hefur ekki tekið sig upp.

Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:16

8 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

æææiii yndislegt að fá að lesa pistil eftir þig... þú ert svo skemmtilegur penni... KNÚS á þig og þína... þið eruð ein-stök...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 19.11.2008 kl. 00:24

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gaman að lesa þig aftur .

KærleiksLjós til þín og Íslands

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.11.2008 kl. 08:32

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krumma mín það væri gaman ef þú kæmir oftar á bloggið! - Ég sakna þín líka.

Edda Agnarsdóttir, 22.11.2008 kl. 20:16

11 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Já... ég hitti þig í dag... vvvááá... hvað er frábær breiting á þér... þvílíkt kraftaverk sem þessi rússneska kona hefur gert á þér... váa... hvað ég hlakka til að hitta hana fyrir mig og strákinn....Love yoou....

Margrét Ingibjörg Lindquist, 26.11.2008 kl. 20:59

12 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Góður pistill og mundu að fara vel með þig

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband