Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Til hamingju elskan mín....
10.10.2008 | 18:32
Litli Krummu unginn minn á afmæli í dag, 16 ára...til hamingju Beta mín.
Ég er afskaplega heppinn með dætur og fæ aldrei nóg af því að umgangast þær. Þetta eru klárar og hæfileika ríkar stelpur og allar mjög ólíkar.
Beta mín er listamaður og rokkari sem spilar á trommur, rafmagnsgítar og bassa og spilar í nokkrum hljómsveitum....svo stundar hún listnámið af krafti.
Framtíðin hvílir á unga fólkinu og þeirra bíður erfitt verkefni að búa til samfélag þar sem fólk fær þrifist.En ég verð bjartsýn þegar ég heyri á tal vina barna minna, þau gera sér flest grein fyrir því sem skiptir máli í lífinu, þetta eru krakkar með hugsjón og trú á betri tíma.
Beta! þú rokkar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
HMMMM......
10.10.2008 | 00:42
Ég er í sjálfu sér ekkert hissa á því hvernig komið er fyrir okkur Íslendingum og ekki bara okkur, öðrum þjóðum líka. Ég er meira hissa á því hvað þetta hrun hefur tekið stuttan tíma.
Síðustu ár hefur auðhyggja grafið um sig eins og æxli og efnishyggjan tröllríður hluta heimsins. Peningar hafa verið í fyrsta sæti og pólitísk spilling vex dag frá degi.
Núverandi stjórnskipulag er meingallað, flest hefur verið reynt og alls konar flokkar hafa verið við stjórn, í dag sjáum við árangurinn.......
Í sjálfu sér mun ekkert breytast ,nema hjartalag fólks breytist.
Ég hef þá bjargföstu trú að lausn efnahagsvandans sé andleg. Við þurfum að forgangsraða öðruvísi, ef við grípum ekki til andlegra og siðferðislegra úrræða munu engar breytingar eiga sér stað.
Mér finnst ástand heimsins síðustu daga einungis undirstrika nauðsyn einingar mannkyns.
Það er engin þjóð eyland í dag, það eru ekki til efnahagsleg landamæri. Það verður að fara hugsa hnattrænt, það sem ein þjóð gerir hefur áhrif á aðrar.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig næstu vikur, mánuðir eða ár koma til með verða. Ég vona að ráðamönnum hverjir svo sem þeir eru hverju sinni beri gæfa til að byggja aftur upp efnahagskerfið og mjög líklega þarfnast það félagslega endurskoðunar því atvinnulausum mun fjölga um einhver þúsund.
Eitthvað af störfum er þó í boði á elliheimilum og á leikskólum.
Það skyldi þó aldrei vera að maður ætti eftir að sjá " toppana" úr bönkunum í hvítum sloppum við umönnun aldraðra og barna?
Mér er sem ég sjái þá sætta sig við launin...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ríkidæmi mitt...
2.10.2008 | 23:05
Ég var í matarboði heima hjá þessum elskum og auðvitað ekki að spyrja að matreiðslu hæfileikum dóttur minnar....hún er frábær kokkur, minnir um margt á Helgu frænku mína..
Og hér eru svo myndir af litlu yndillunum mínum
(yndilla= yndisleg)
Manni leiðist nú ekki í félagsskap þessara stelpna
Emilía ýr 5 ára alveg að verða 17 að eigin sögn...
Sonja Marý 5 mánaða algjört smábarn og mikill óviti að sögn stóru systur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ammæli.......
2.10.2008 | 14:41
Í dag er ég ári eldri en ég var í gær.....jú jú konan á afmæli.
Fyrir mörgum árum sá ég þátt hjá Hemma Gunn þar sem hann sagði frá því að langflestir Íslendingar ættu afmæli þennan dag.
Skýringinn?
jú....við erum afleiðing áramóta fagnaðar foreldra okkar....
Ég hef verið í símanum í allan dag að tala við vini og vandamenn og taka á móti hamingju óskum...vá hvað ég er heppinn að eiga allt þetta góða fólk að.
Svo til að toppa yndislegan dag þá er veðrið nákvæmlega eins og ég vil hafa það, stillt örlítið svalt, smá sólarglenna og hvít snjóföl yfir öllu
Elskuleg móðir kom færandi hendi með kossa og pakka, takk mamma mín
Börnin mín kysstu mig og knúsuðu
húsband hringdi og býður mér út að borða þegar þegar hann kemur heim
Litli brói hringdi frá Chile og talaði við mig í 1 og hálfan tíma sem var frábært
Elsta barnið mitt býður mér í mat í kvöld
og ég brosi hringinn yfir því að vera svona mikið elskuð
Svo er ég óendanlega þakklát fyrir lífið.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bitinn í rassinn....
1.10.2008 | 14:22
af sorginni. Síðustu daga hef ég fundið fyrir reiði....reiði sem brýst út í mikilli óþolinmæði, fljótfærni og á röngum stöðum. Það er ekki bara ég sem er svona, við erum svona öll í fjölskyldunni. Eðlilegt ástand segja þeir sem til þekkja...viðbrögð við áfallinu og sorginni: Mér leiðist að vera svona, vil helst af öllu að þessu tímabili sé lokið, leiðist að þurfa biðjast afsökunar á fljótfærni minni og skapi aftur og aftur. Ég hef síðustu daga þurft að eiga samskipti við verslunareiganda einn í höfuðborginni og er satt að segja farin að hafa samúð með manninum.... í Tvígang með stuttu millibili missti ég mig á blogginu og skrifað hluti sem ég sá eftir......
Mér var hugsað til stóru systur sem jarðaði son sinn fyrir 2 árum...við fórum saman systur í smáralindina stuttu eftir jarðaför og ég var í því að afsaka systur mína sem missti sig við verslunarfólkið...mér veitti ekki af slíku liðsinni núna.
Annars held ég áfram að hlaupa og ekki er nú glæstur hlaupastílinn mæ ó mæ... ég er með þá verstu beinhimnubólgu sem fyrir finnst og emja og æmti í hverju skrefi og skakklappast þetta áfram.....ég googlaði orsakir bógunnar og fékk þá niðurstöðu að bólgan væri af völdum álags.....ég gat ekki annað en hlegið, ég hef einungis hlaupið nokkur hundruð metra og þjáist af verkjum sökum álags...þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég er í lélegu formi.....en það stendur til bóta.
Ég hef litla eirð í mér að skrifa lokaritgerðina því miður og er að falla á tíma. Ég sit tímunum saman og les aftur og aftur það sama en dett út á fyrstu línunum...það vonandi lagast.
ég ætla gera eina tilraun en í dag og svo fer ég út að hlaupa......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)