Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Ég mátti til....
30.11.2008 | 16:48
Skemmtileg grein sem ég rakst á
http://kistan.is/default.asp?sid_id=25401&fre_Id=78217&tid=2&meira=1&Tre_Rod=005/&qsr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Smá blogg......
18.11.2008 | 00:35
Síðustu vikur hafa verið annasamar og enginn tími verið fyrir blogg, ég hef þó annað slagið getað kíkt á ykkur bloggvini og kastað á ykkur kveðju.
Það styttist í að þessi önn klárist í skólanum og ég satt að segja bíð eftir jólafríi sem verður sem betur fer snemma í ár, ég verð komin í frí 12 des, ég þrái að eiga dag þar sem ég get verið að vakna fram eftir degi og gert það sem mér sýnist, að ég tali nú ekki um að eyða tíma með vinum og vandamönnum og bara slaka á...
Ég ætlaði í mótmælagöngu um helgina en komst ekki, var í meðferð hjá frábærum rússneskum lækni sem ég komst í kynni við. Konan sú vinnur á sjúkrahúsi í Pétursborg og kemur nokkrum sinnum á ári til landsins til þess að stunda sína sjúklinga og hitta manninn sinn. Það er bara ekkert flóknara en það að konan er að fremja á mér kraftaverk. Eftir því sem ég kynnist hennar aðferðum meir og upplifi bata á eigin skrokki, skil ég minna í vestrænum nútíma lækningum sem gera oft ekkert annað en að stútfylla sjúklingin af lyfjum og búa til ný vandamál því flest lyf hafa svo miklar aukaverkanir að maður verður oft veikur af þeim einum saman.
Til dæmis var ég send suður í síðustu viku, átti þar að hitta merkan lækni. Ég fór með flugi um hádegi hitti lækninn í 20 mínútur og þar af þurfti ég að slefa í dall í 10 mínútur, læknirinn sem by the way er titlaður prófessor horfði skilningssljór á mig og sagði hreinlega: ég veit því miður ekki af hverju þú hefur þessi og hin einkenninn, með það flaug ég heim seinna um daginn, 30 þúsund krónum fátækari.
Ég legg til að það verði ekki bara breyting á íslenskri stjórnskipan heldur verði innleidd ný stefna í heilbrigðisgeirann, best væri að blanda saman hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum. Ég er viss að það væri hægt að spara milljónir í lyfja og lækniskostnað bara við að notast við óhefðbundnar lækningar í bland við annað. Ég hef heldur aldrei skilið þessa færibanda vinnu hjá læknum. Manni er úthlutað 15-20 mínútum og á þeim tíma á sjúklingur að geta skýrt frá einkennum, læknir skoðað viðkomandi og greint sjúkdóminn eða vandann og komið með lausnir til úrbóta...er það nema von að læknamistök skipti hundruðum á ári...
Eitthvað varð hlaupaframinn minn endasleppur massív beinhimnubólga lagðist á konuna svo ég neyddist til að leggja skónum í bili, en það er svo sem allt í lagi því við Sigurbjörg Árna erum að fara saman í stafagöngu, hún kann þetta uppá sína tíu síðan hún bjó í Finnlandi......annars vorum við ásamt fleirum í Laxdalshúsi í gær. Þar var Þráinn Karlsson leikari með upplestur á sögu eftir Tryggva Emilsson. Þetta var svo vel gert hjá frænda að ég upplifði söguna eins og ég hefði verið stödd þarna sjálf. Nú hefðu margir íslendingar gott af því að lesa af fátæku fólki...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Til allra.....
9.11.2008 | 19:07
Eins og heyrst hefur í fréttum þá voru ABC samtökin rænt í Naíróbí. Stöðin sem var rænd er í umsjá Þórunnar Helgadóttur sem vinnur þar frábært og óeigingjarnt starf. Ég vil hvetja alla sem eru aflögufærir um að leggja samtökunum lið svo þau komist í gegnum næstu vikur. Hver einasta króna skiptir máli og ótrúlegt hvað hægt er að gera fyrir litlar upphæðir. Hér er svo reikningsnúmer sem hægt er að leggja inn á.
1155- 15 - 044005 kt: 690688-1589
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)