Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Eintóm hamingja......

Þetta er nú meiri dýrðarinnar dásemdar dagurinn....það var glampandi sól og 10 stiga hiti í dag.

Húsband reif sig upp fyrir allar aldir og fór út að hlaupa með hlaupahópinn sinn...var svo uppveðraður eftir það að hann rauk beint í tiltekt eftir að hann kom heim...ég vaknaði við skarkalann og ilmandi kaffilykt, mikið sem ég elska laugardaga það er svo gott að geta tekið því rólega, flett blöðum spjallað við húsband og drekka saman morgun kaffi

Við skelltum okkur svo í bæinn um miðjan daginn..kíktum á kaffihús og nokkrar myndlistar sýningar

Nú erum við farin að telja niður í klukkutímum eftir að nýja barnabarnið komi í heiminn..móðirin er lögst inn á sjúkrahús og verður skorin á mánudagsmorgun...hlakka alveg svakalega til InLove

 

 


Ég er komin aftur.....loksins

Þá er þessari vinnutörn að mestu lokið, Þetta var er erfitt en mjög skemmtilegt. Ég er búin með lokaverkið og próf. Nú erum við á fullu í að undirbúa vorsýningu skólans sem verður helgina 10 og 11 maí.....allir að mæta.

Mitt í þessari vinnutörn biluðu báðar tölvur heimilisins... sem kannski var bara gott því mér veitti ekki af öllum tímanum í vinnu, hefði sjálfsagt annars slugsast í tölvunni í stað þess að vinna eins og vitleysingur.

Ömmuskottið mitt á 5 ára afmæli á föstudaginn ( 2 maí) en hún hélt upp á það um síðustu helgi....það urðu sko snögg umskipti á þeirri stuttu,enda ekki á hverjum degi sem maður býður fólki í 5 ára afmæli. Hún dubbaði sig upp í hettupeysu og víðar töffarar buxur, æfði svo töffara takta af miklum móð, ....hey jo mátti heyra á milli þess sem fingrahreyfingar og göngustíll var æfður, svo átti að drífa sig í búð með pabba en þá vandaðist málið. Í forstofunni voru gelluskór og barbý skór en engir töffaraskór...þegar búið var að máta alla skó við outfittið endaði hún háskælandi í rósóttum stígvélum og á milli ekkasoga heyrðist...ég lít út eins og bóndi...

 

 Hér er svo lokaverkið..enn á trönunum

Ég kalla það:  einskonar sjálfsmyndir.

Í verkum mínum hef ég mikið unnið út frá tilfinningum og langaði mig að mála portrait myndir  af  þeim,  fyrir  valinu  urðu dætur mínar þrjár en um  leið  eru  þetta  einskonar  sjálfsmyndir ,  þær  eru  jú  ákeðin  framlengin  á  mér.

Ég ákvað að leggja áherslu á augu, eyru og munn....ég vil sjá og upplifa með börnunum mínum...ég vil heyra hvað þær segja mér...og vil eiga tjáskipti við þær.

Það er eitt að horfa og annað að sjá, eitt að heyra og annað að hlusta, eitt að tala og annað að tjá 

 

 

 

(  hver mynd er 120x90)

                                                                                                                                                  
DSC00173DSC00175DSC00174


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband