Færsluflokkur: Menntun og skóli
Frábær nýafstaðin helgi.
12.8.2008 | 19:44
Ég fór með húsbandi í vestur húnavatnssýslu til litlu systur minnar, ætluðum í leiðinni að hitta yngstu stelpuna mína sem hefur verið í vinnu hjá henni í sumar en þá hafði skvísan skellt sér til Reykjavíkur til að taka þátt í gay pride göngunni og hitta vini.
Frá systir lá leiðin til Reykjaskóla á nemendamót, 28 ár eru liðin síðan við vorum saman í skóla og
eftirvæntingin var mikil þegar ég keyrði niður afleggjarann að skólanum og sá hóp af fólki samankomin á skólalóðinni, sá fyrst af öllum Lóló æskuvinkonu sem hefur verið búsett í Noregi síðustu 25 árin
heyrði fagnaðarópin í henni inn í bíl , ég var fljót að hendast út úr bílnum og í fangið á henni. Næstu 2 tímana var maður í því að kyssa og faðma gamla vini. Suma hef ég hitt með nokkurra ára millibili, aðra einu sinni og suma ekki síðan við vorum í skólanum.
Það gat tekið mann smá stund að kveikja hver væri hvað því auðvitað hefur fólk breyst mikið á þessum tíma, sumir hafa reyndar hreinlega yngst eins og t.d. skvísan hún Lóló, en öll sýninst mér við eldast fallega.
Skipulag mótsins var í alla staði framúrskarandi, við eyddum parti af laugardeginum í keppni í skemmtilegum ratleik þar sem reyndi heldur betur á minnið, þar sem spurningarnar snerust auðvitað um dvöl okkar þarna og svo kom hver hópur með skemmtiatriði sem var flutt bæði yfir borðhaldi og svo í íþróttahúsinu fyrir ball. Það var svo ekki fyrr en eftir miðnætti sem gamla góða skólahljómsveitin komst að til að spila, þeir hafa engu gleymt og við ekki heldur því það var með ólíkindum hvað maður man af textunum þeirra, ég brast í söng hvað eftir annað og kom sjálfri mér á óvart í hvert skipti
..
Svo var dansað fram undir morgun og sumir höfðu lagt sig í klukkutíma áður en morgunmatur var borin fram
.
Það var frábært að sjá hvað hefur orðið út þessu fólki, og misjafnt lífshlaupið eins og gengur og gerist, í raun ekkert sem kom á óvart. Þarna var einn prestur ( fyrrum pönkari) sveitastjórar, kennarar, myndlistarkonur, atvinnurekendur, félagsráðgjafar, bændur, verslunarfólk, skrifstofufólk, fjölmiðlafólk og Guð má vita hvað. Rut skólasystir kom alla leið frá Suður Afríku, hún bauð mér reyndar vinnu þar en hún er að setja á fót heimili fyrir konur sem þurfa vegna fátæktar að láta frá sér börnin sín og konur sem búa við einhverskonar ofbeldi., ég satt að segja er meir en til í að fara og hver veit hvað ég geri eftir skóla
við ætlum allavega að vera í sambandi.
Á bakaleiðinni komum við við á Gauksmýri til að hitta tengdó sem gistu þar og skoða staðinn, spjölluðum við staðarhaldara og ræddum meðal annars um sýningu sem ég stefni á að setja upp hjá þeim næsta vor.
Næstu helgi ætla ég inn í Ólafsjörð
bæði til að flytja húsband og svo langar mig á sýningu Eggerts péturssonar sem er sett upp í tilefni berjadaga. Ég hef einu sinni komið heim til Eggerts þar sem ég fékk að skoða verk sem voru í vinnslu og spjalla við hann, mjög fróðlegt og skemmtilegt.
En nú er ég rokin í annað....bless í bili.
Sjálfhverf notalegheit.....og salsa.
24.7.2008 | 02:19
Ég hef lítið nennt að blogga undanfarið, hef verið í sjálfhverfu notalegu ástandi sem ég tími ekki að raska alveg strax
..er með Sigurós og Mugison í eyrunum til skiptis og sýsla við ýmsa sköpun
ég er líka í allsherjar tiltekt andlega sem líkamlega, er að reyna tileinka mér nýja siði og nýja hugsun
..fæ brjálað kikk út úr þessu ferli en er svo einbeitt að ég kem mér hjá því að vera í miklum erli
..var þó hrist nokkrum sinnum í dag í frekar snörpum jarðskjálftum, þeir stóðu sem betur fer ekki lengi yfir, ekkert er brotið þá allt hafi nötrað og skolfið.
Ég væri þó til í að rjúfa þetta hugleiðsluferli með því að skella mér á tónleika með Buano Vista Sosial Club, ég hreinlega elska þá, kann myndina utan að og á mér þann draum að fara til Kúbu, skoða mannlífið og spila á slagverk með eyjaskeggjum
Ég fékk salsa bakteríu fyrir rúmum áratug
þegar ég var í tónlistarskóla
.á slagverki og gekk þar í salsaband, stórsveit
.vá hvað það var geggjað gaman
En ég kemst því miður ekki á tónleikana en stefni á það að komast suður á menningarnótt
Það styttist í að skólinn byrji og satt að segja dauðhlakka ég til. Lokaárið að renna upp og veturinn byrjar á rannsóknarritgerð sem við fáum held ég 6 vikur til að skrifa
það er eins gott að nýta tímann vel
Varð hugsað til skólakerfisins í Finnlandi sem ég þekki ágætlega.
Þar í landi líta stjórnvöld á menntun sem fjárfestingu, ekki síst menntun í Listum, og til marks um það þá fær hver nemandi greiðslur frá ríkinu, ekkert sem menn hrópa húrra fyrir en nóg til að borga fyrir húsnæði og mat. Nemar í Listaskólanum fá þar að auki peninga fyrir litum og striga.
Ég vissi um 2 í þessum stóra skóla sem skulduðu sitt hvorn hundrað þúsund kallinn og voru í öngum sínum út af því
..ég fékk hins vegar nett hláturskast þar sem ég frussaði út úr mér að þeir gætu margfaldað þá tölu þrjátíufalt, þá kæmust þeir nærri því hvað ég skuldaði eftir skóla
.andlitið datt af þeim
..
Þeir vita sem er að leggi þeir x mikinn pening í menntakerfið kemur það til baka
.sjáið til dæmis Mari Mekkó iðnaðinn eða Ittalla
.afurð skapandi einstaklinga. Við höfum nokkur dæmi hér heima, til dæmis CCP, Eve one line. Ég fór í magnaða kynnisferð í það fyrirtæki sem nokkur hundruð manns vinna hjá, það er afurð ungs manns sem útskrifaðist fyrir nokkrum árum úr sama skóla og ég
.
Ég skil ekki fólk sem sér ekkert nema stóriðju
.alveg ótrúlega takmörkuð sýn, ég nenni annars ekki í þann umræðu pytt af einhverju viti en stend heilshugar með þeim sem hafa tíma orku og innsýn í að berjast fyrir annars konar úrræðum
Ég er komin aftur.....loksins
1.5.2008 | 00:07
Þá er þessari vinnutörn að mestu lokið, Þetta var er erfitt en mjög skemmtilegt. Ég er búin með lokaverkið og próf. Nú erum við á fullu í að undirbúa vorsýningu skólans sem verður helgina 10 og 11 maí.....allir að mæta.
Mitt í þessari vinnutörn biluðu báðar tölvur heimilisins... sem kannski var bara gott því mér veitti ekki af öllum tímanum í vinnu, hefði sjálfsagt annars slugsast í tölvunni í stað þess að vinna eins og vitleysingur.
Ömmuskottið mitt á 5 ára afmæli á föstudaginn ( 2 maí) en hún hélt upp á það um síðustu helgi....það urðu sko snögg umskipti á þeirri stuttu,enda ekki á hverjum degi sem maður býður fólki í 5 ára afmæli. Hún dubbaði sig upp í hettupeysu og víðar töffarar buxur, æfði svo töffara takta af miklum móð, ....hey jo mátti heyra á milli þess sem fingrahreyfingar og göngustíll var æfður, svo átti að drífa sig í búð með pabba en þá vandaðist málið. Í forstofunni voru gelluskór og barbý skór en engir töffaraskór...þegar búið var að máta alla skó við outfittið endaði hún háskælandi í rósóttum stígvélum og á milli ekkasoga heyrðist...ég lít út eins og bóndi...
Hér er svo lokaverkið..enn á trönunum
Ég kalla það: einskonar sjálfsmyndir.
Í verkum mínum hef ég mikið unnið út frá tilfinningum og langaði mig að mála portrait myndir af þeim, fyrir valinu urðu dætur mínar þrjár en um leið eru þetta einskonar sjálfsmyndir , þær eru jú ákeðin framlengin á mér.
Ég ákvað að leggja áherslu á augu, eyru og munn....ég vil sjá og upplifa með börnunum mínum...ég vil heyra hvað þær segja mér...og vil eiga tjáskipti við þær.
Það er eitt að horfa og annað að sjá, eitt að heyra og annað að hlusta, eitt að tala og annað að tjá
( hver mynd er 120x90)