Sjálfhverf notalegheit.....og salsa.

Ég hef lítið nennt að blogga undanfarið, hef verið í sjálfhverfu notalegu ástandi sem ég tími ekki að raska alveg strax…..er með Sigurós og Mugison  í eyrunum til skiptis og sýsla við ýmsa sköpun …ég er líka í allsherjar tiltekt andlega sem líkamlega, er að reyna tileinka mér nýja siði og nýja hugsun…..fæ brjálað kikk út úr þessu ferli en er svo einbeitt að ég kem mér hjá því að vera í miklum erli…..var þó hrist nokkrum sinnum í dag í frekar snörpum jarðskjálftum, þeir stóðu sem betur fer ekki lengi yfir, ekkert er brotið þá allt hafi nötrað og skolfið.
Ég væri þó til í að rjúfa þetta hugleiðsluferli með því að skella mér á tónleika með Buano Vista Sosial Club, ég hreinlega elska þá, kann myndina utan að og á mér þann draum að fara til Kúbu, skoða mannlífið og spila á slagverk með eyjaskeggjum
Ég fékk salsa bakteríu fyrir rúmum áratug…þegar ég var í tónlistarskóla ….á slagverki og gekk þar í salsaband, stórsveit….vá hvað það var geggjað gaman
En ég kemst  því miður ekki á tónleikana en stefni á það að komast suður á menningarnótt…


Það styttist í að skólinn byrji og satt að segja dauðhlakka ég til. Lokaárið að renna upp og veturinn byrjar á rannsóknarritgerð sem við fáum held ég 6 vikur til að skrifa…það er eins gott að nýta tímann vel
Varð hugsað til skólakerfisins í Finnlandi sem ég þekki ágætlega.
 Þar í landi líta stjórnvöld á menntun sem fjárfestingu, ekki síst menntun í Listum, og til marks um það þá fær hver nemandi greiðslur frá ríkinu, ekkert sem menn hrópa húrra fyrir en nóg til að borga fyrir húsnæði og mat. Nemar í Listaskólanum fá þar að auki peninga fyrir litum og striga.
 Ég vissi um 2 í þessum stóra skóla sem skulduðu sitt hvorn hundrað þúsund kallinn og voru í öngum sínum út af því…..ég fékk hins vegar nett hláturskast þar sem ég frussaði út úr mér að þeir gætu margfaldað þá tölu þrjátíufalt, þá kæmust þeir nærri því hvað ég skuldaði eftir skóla….andlitið datt af þeim…..
Þeir vita sem er að leggi þeir x mikinn pening í menntakerfið kemur það til baka….sjáið til dæmis Mari Mekkó iðnaðinn eða Ittalla….afurð skapandi einstaklinga. Við höfum nokkur dæmi hér heima, til dæmis CCP, Eve one line. Ég fór í magnaða kynnisferð í það fyrirtæki sem nokkur hundruð manns vinna hjá, það er afurð ungs manns sem útskrifaðist fyrir nokkrum árum úr sama skóla og ég….
Ég skil ekki fólk sem sér ekkert nema stóriðju….alveg ótrúlega takmörkuð sýn, ég nenni annars ekki í þann umræðu pytt af einhverju viti en stend heilshugar með þeim sem hafa tíma orku og innsýn í að berjast fyrir annars konar úrræðum…

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Ég er morgunhani í dag, búin að sofa frekar illa, sé að þú hefur sofnað seint.  Vona að það hætti að skjálfa hjá ykkur, þetta er leiðindafyrirbæri.  Góða helgi mín kæra

Ásdís Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 06:35

2 identicon

Svona hristingur er svo leiðinlegur.Ég verð að vinna á "menningarnótt"(dag-kvöld)við kaffisölu.En af því að þú ert ljúf of góð systir skal ég gefa þér sopa..Verð í fóketagarðinum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 08:38

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við deilum hrifningunni á BVSC, I love´em.

Njóttu þess að geta slakað á.

Knús á þig dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 10:16

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er sko sammála þér um að það mætti leggja meiri peninga til menntamála hér á landi. Við getum ekki endalaust virkjað og sett upp álver.

Helga Magnúsdóttir, 24.7.2008 kl. 12:03

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sammála þér í einu og öllu . Kem mér aldrei að hlutunum sjálf, dóttlu mína langaði svo á tónleikana en ekki dreif ég mig í bæinn til að fara.

Edda Agnarsdóttir, 24.7.2008 kl. 21:15

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ásdís :já ég á stundum erfitt með að sofna...þá reyni ég að finna mér eitthvað að gera annað en að bylta mér í bælinu.

sys: kíki í kaffi til þín.

Jenný: við eigum eftir að dansa saman salsa...

Helga: rétt, það er ekki endalaust hægt að setja upp skíta álver

Hallgerður: slökun er mér nauðsyn þessa dagana

Edda: skamm skamm....liv a litle...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.7.2008 kl. 01:24

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gangi þér vel Hrafnhildur mín , það getur verið svo gott að vera í sjálfhverfu notalegu ástandi  á meðan maður dvelur þar ekki of lengi  :)

Erna Friðriksdóttir, 25.7.2008 kl. 22:52

8 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 26.7.2008 kl. 13:42

9 Smámynd: Helga skjol

Já Krumma mín ég og Dilla erum bræðrabörn, náskyldar semsagt

Helga skjol, 26.7.2008 kl. 13:59

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

innilega sammála þér með menntamálin. hérna í dk er hægt að fá ákveðin styrk frá ríkinu en það er ekki hægt að fá pening fyrir efni. en ég veit að í akademíunni er hægt að sækja um fyrir kostnaði á verkum svo það hjálpar mikið.

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 22:04

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krumma, fékkstu svarið frá mér á þessu nýja systemi?

Ég kann ekkert á þetta og nú hleðst þetta upp og ég kann ekki að eyða þessu!

Edda Agnarsdóttir, 27.7.2008 kl. 00:50

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 27.7.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband