jei....önnur sjúkdóma færsla.....

Hún Jenný Anna bloggvinkona talar um aldur í einni færslunni....ég hef nefnilega líka verið að hugsa um aldur...kemur ekki til af góðu.

stend nefnilega frammi fyrir því að vera komin með kvilla og sjúkdóma sem herja oftast á fólk sem er mér miklu eldra...sjálf er ég ekki nema 42 ára  

nú svo fer að birtast hér hver sjúkdómafærslan á fætur annarri....það er ekki bara að hægðir séu orðnar áhugamál heldur sjúkdómar líka....W00t

síðast skrifaði ég um síþreytu, vefjagigt og heilaþoku

í gær fékk ég niðurstöður úr blóðrannsókn......

konan er á byrjunarstigi sykursýki og með blóðfitu 21.....á meðan Jón og Gunna eru með 0,75-2,5 í blóðfitu...ég sigli hraðbyri í hjartaáfall...

biluð innkirtla starfsemi heitir þetta....

nú er allt bú sem inniheldur einhvern sykur og fitu...

hámark spennunnar fyrir mig verður að ákveða hvort snæða skuli spínat eða kál í kvölmat....W00t

er nema von að mér finnist ég vera farin að eldast.....

er farin að prjóna leppa.....ætla senda jenný eitt par, þetta ku vera svo notalegt í fótlaga skóna....hehe 

IMG 1219

 

 

 

 

 

hér er sjúklingurinn að vinna.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj elsku Krumma mín, ég fékk svona þvælu út úr rannsókn í vor..í efri mörkum með þetta og hitt en hann taldi það nú geta verið álagstengt. Maður verður víst að fara að spá aðeins í heilsunni. Annars er það gigtin sem kvelur mest og köstin alveg andstyggilega vond. Mér er bara ekki nægilega illa við neinn til að reyna að galdra þetta yfir í þann aðila.

Takk fyrir hjálpina elsku Krumma.

Ragnheiður , 26.6.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

sammála, gigtin kvelur mest....annars finnst mér þreytan versti hlutinn, þegar hugurinn er til í hvað sem er en skrokkurinn bara gegnir ekki....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.6.2008 kl. 13:30

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, þetta var leiðinlegt að heyra.  Þér tekst örugglega að gera eitthvað jákvætt úr þessu.  Flott í vinnunni skvísa.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 13:48

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ljótt er að heyra þetta. Merkilegt með þessa blóðfitu. Það var gerð blóðfitumæling í vinnunni hjá mér og ég sem er feitust var með langlægstu blóðfituna, lægri en þær sem búa á hlaupabrettinu og lifa á gulrótum.

Helga Magnúsdóttir, 26.6.2008 kl. 13:52

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leiðinlegt að heyra Krumma mín.  En það er fínt að skipta um mataræði, það varð ég að gera eftir að ég greindist með sykursýki (insúlínháða), og svo þarf ekkert að verða úr þessu.

Knús á þig og ég er búin að biðja Árbæjarsafnið um sauðskinsskó til að geta notað leppana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 14:23

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Flott hjá þér þetta með leppana - minnir mig á sveitadvölina í Eyjafirði þegar ég var barn og týndi ullarlagðir af gaddavírsgirðingunum og afhenti gömlu konunni í bænum sem bjó til innlegg í stígvél og skó úr því!

Edda Agnarsdóttir, 26.6.2008 kl. 18:11

7 identicon

 luv u ömminn minn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 19:12

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Bara hundleidinlegt ad fá svon úrskurdi....Ég var líka í sykur mælingu,í tridja sinn tví í fyrstu tveimur fannst sykur en í teirri seinustu ekki ,svo ég er bara í gódum málum tó ég se frekar í stærri kantinum.

Hef samt tekid ákvördun ad byrja núna 15 júlí í einhverskonaráródri á sjálfa mig í von um tyngdartap.

Knús á tig inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 27.6.2008 kl. 05:39

9 Smámynd: Brynja skordal

innlits kvitt eftir langt frí farðu vel með þig og hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 27.6.2008 kl. 10:25

10 Smámynd: Fríða Eyland

OMG . til þín...

Fríða Eyland, 27.6.2008 kl. 12:29

11 identicon

hæ, sendu mér síman hjá þér á e-mail mitt, ég er buin ætla að heyra í þér sándið, hvað ruslpóstvörn er þetta þarna, gerir mér erfitt fyrir, summan af fimm og fjórum?

georg oskar (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:08

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

óskar hvað er mailið hjá þér???

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.6.2008 kl. 13:24

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

úff!  ljótt að heyra þetta.   Farðu vel með þig Krumma mín það borgar sig þegar til lengri tíma er litið

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.6.2008 kl. 14:32

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég hef verið í þessu ástandi og var farinn að huga og segja gamla steina. fékk svo skilaboð frá einum mér mjög kærum að ég myndi kalla yfir mig þessi hugsanaform, og þá yrðu þau að raunveruleika. svo passa sig !!!

þú er falleg þar sem þú vinnur

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 19:35

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff! þetta er ekki gott. Ætti kannski sjálf að fara í allsherjar skoðun

Eigðu góða helgi Krumma mín

Huld S. Ringsted, 27.6.2008 kl. 22:02

16 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig Krumman mín

Helga skjol, 28.6.2008 kl. 10:14

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi. Ekki gott. Vonandi fer eins og Jenný segir, að það verði kannski ekkert úr þessu. Annars er breyting á mataræði til hins betra oft hið mesta kraftaverk.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2008 kl. 19:57

18 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

já ég er að vona það að mataræðið breyti þessu til frambúðar...og  hef reyndar  trú á því að þannig verði það

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.6.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband