Stella í orlofi, eða ég í sauna.

Mér var snarlega kippt úr þessu angurværa skapi sem ég var í, í gær. Húsráðandi var nefnilega búin að stefna til sín hóp af vinkonum í sauna og mat.

Þær drukku hverja rauðvínsflöskuna á fætur annarri fyrir saunabaðið og voru hressar í samræmi við það . Ég og skólasystir mín ætluðum í sauna á eftir þeim en fengum engu um það ráðið, maður reynir ekki að tala um fyrir húsráðanda þegar hún hefur innbyrgt rauðvín í einhverju magni.

Ég sat í sakleysi mínu inní herbergi þegar hún kom "nakin"  auðvitað, stormandi inn og sagði að við yrðum að vera með þetta væri svo frábært. Tók svo í höndina á mér og dró mig niður.

Þar var mér skipað úr fötunum og  ýtt beint undir ískalda sturtu. Ég var rétt að ná andanum þegar mér var svipt inn í sauna og sett þar á bekk innan um allar vinkonurnar. Svo hófst húsráðandi handa við að ausa og ausa í pottinn og talaði stanslaust allan tímann. Ég komst ekki að til að segja að það væri ansi heitt, svo  fyrir rest varð ég  að grípa fyrir andlitið, eða labba út með annarsstigs bruna á hornhimnunum hehe. Þegar mér leið við yfirliði var mér kippt út úr saunanu og aftur í ískalda sturtu. Ég ætlaði svo að setjast fram á bekk og jafna mig, eeen nei nei, ég vissi ekki fyrr en mér hafði verið skutlað ofan í þetta fína kröftuga nuddbaðkar og húsráðandi ( orðin vel við skál) stóð yfir mér með freyðisápu og dældi hálfum brúsa ofan í baðið. Ég mátti læsa fingurgómunum í baðkarsbrúnina svo ég yrði ekki eins og þvottur  í þvottavél.

ER ÞETTA EKKI DÁSAMLEGT, sagði húsráðandi hátt og snallt að springa úr stolti, ætlaði svoleiðis að gera vel við útlendinginn mig. Ég komst ekki að til að svara, því umsvifalaust var mér aftur dembt undir ískalda sturtu og þaðan inn í sauna þar sem ég sat sem lömuð eftir þessa sjokk meðferð. Mér varð hugsað til myndarinnar STELLA Í ORLOFI.Shocking

Seint og um síðir skreið ég út úr saunaklefanum, baðaði mig og skreiddist uppgefinn í ból, en  maður minn, það sem ég svaf vel . Ég er ekki frá því að ég vilji endurtaka þetta.  W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Skemmtilega saga en ég fékk svitaskast og gæsahúð til skiptis á meðann ég las þetta svona er ég meðvirk ... hehehee.. en gott að þú svafst vel... þá er nú vissum tilgangi náð... Hehehehe...

Knús og kossat... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 14.10.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

þett er nú bara efni í bíómynd, ha svona finnsk Mrs.Bean og handritið efti Krummu, er þaggibara 

kveðja frá Íslandi (suðvesturhorninu)

Þórunn Óttarsdóttir, 14.10.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Fríða Eyland

Dásamlegt alveg, beið með eftirvæntingu eftir kvöldinu þínu hehe Ekkert jafnast á við færslurnar þínar af húsráðanda enda algerlega óþekkt stærð á alla kanta.

Takk fyrir að deila þessu með mér, you light up my live    Krummasnild

Fríða Eyland, 14.10.2007 kl. 14:11

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já stelpur þetta er sko efni í bíómynd að búa hér hjá Húsráðanda.

Hún toppaði þó allt  í gær, ég nefnilega vildi hjálpa henni að laga til blessaðri og leitaði að tusku til að moppa það mesta af gólfunum, hún henti í mig bol af sér og sagði mér bara að nota hann, hún ætti nú þvottavél og gæti bara þvegið hann á eftir þetta var alveg ný reynsla, að moppa með fötum sem enn eru í notkun.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.10.2007 kl. 16:27

5 Smámynd: Fríða Eyland

Góð ekkert að flækja hlutina þessi elska

Fríða Eyland, 14.10.2007 kl. 18:19

6 identicon

Hehe það er frábært að lesa færslurnar þínar elsku Hrafnblindur mín og gott að geta nú fylgst aðeins með þér þarna í útlandinu.

Hafðu það sem allra best

Kveðja Nóna frænka.

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 09:04

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

jú takk nóna mín. Hvernig er annars nýja íbúðin og að ég tali nú ekki um skólann, er ekki gaman að læra?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.10.2007 kl. 18:44

8 identicon

Veistu það Hrafnhildur þetta er frábært loksins orðin "stór" elda meira segja kvöldmat (stundum) handa mínum manni. Annars er voða gott að fara í kvöldmat á hótel mömmu!

Skólinn er bara fínn, skrýtið að fara láta hausinn vinna almennilega aftur.

Jóhanna (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband