Af tilfinningasemi.....

Það sem ég er í mikilli þörf fyrir tilfinningalega nánd, gerði mér eiginlega ekki grein fyrir því hversu mikið ég virðist snerta fólkið mitt og vini fyrr en ég var búin að vera einhverjar vikur hérna í Finnlandi.

Það verður víst seint sagt um Finna að þeir séu eitthvað að kafna úr tilfinningasemi. Fékk staðfestingu á þeirri skoðun minni í tíma í dag. Kennarinn  sem fræðir okkur um menningu Finna var að segja okkur frá rannsókn sem var einu sinni gerð á því hversu mikið pláss fólk þarf í kringum sig án þess að líða illa.

Spánverjar, Ítalir og einhverjir fleiri, þurfa að hafa um 70cm á milli sín. Þeir elska að snertast, faðmast og kyssast. Finnar þurfa hins vegar um 170cm, viljið þið spá! Það sem þeim finnst þeim vera þægileg fjarlægð, finnst mér varla vera kallfæri. W00t 

Máli sínu til stuðnings tók kennarinn dæmisögu af tengdaföður sínum og dóttur hans ( sem sagt eiginkonu sinni) Fyrir einhverjum árum síðan hafði hún farið til Ítalíu sem skiptinemi og dvaldi þar í eitt ár. Kennarinn tók það fram að mjög kært væri með þeim feðginum og sagði samband þeirra náið. Nú eftir árið kemur konan heim og faðirinn bíður með eftirvæntingu á brautarpallinum. Hvernig haldið þið svo að móttökurnar hafi verið? jaa ég veit allavega hvernig ég hefði tekið á móti ástvini. Ég hefði farið á handahlaupum upp hálsinn á viðkomandi og kysst og kjassað, óað og jæað. Pabbinn hins vegar rétti dóttur sinni höndina, horfði fast í augun á henni og það örlaði fyrir brosi.Crying Dóttirinn lifði lengi á þessari minningu, pabbi hennar hafði ekki sýnt slíka viðkvæmni og tilfinningasemi síðan hún var lítil stelpa.

Fái Finnar sér hins vegar í glas eru þeir eins og blóðheitasta  latínofólk . Þeir opnast upp á gátt og engu líkara er enn að þeir hafi verið bestu vinir þínir frá fæðingu. Ég varð vitni að því á föstudaginn var þegar ég fór á grímuball. Mér fannst það frábært og vel til fundið að brjóta ísin svona og hrista nemana saman. Þegar ég hins vegar kom í skólann í morgun var eins og þetta grímuball hefði aldrei verið haldið. Kennarinn kom svo sem inná þessa hegðun samlanda sinna og hughreysti okkur með þeim orðum að þeir væru bara svona, þetta væri inngróið í þjóðarsálina. 

Æi mætti ég þá  frekar biðja um tilfinningasemi InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Er ekki tilvalið að gera verk úr þessu Krumma? Viltu fá bókina til Finnlands eða dugar að fá hana þegur þú kemur aftur á hinn Klakann:)  Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.10.2007 kl. 19:07

2 identicon

Hæ Hrafnhildur min ,vissi ekki að þu værir i finnlandi fyrr en eg for að reyna að nota tölvuna.Dugleg ertu eins og alltaf daist að þer veit ekki hvort eg kann að senda þer þetta ,þusunund kossar frænka þin hun Helga

Helga Valdimarsdottir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:07

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jú ég hafði einmitt hugsað mér að gera verk úr þessu. Það dugar að fá bókina þegar ég kem heim, og takk kærlega fyrir,  mér líður eins og ég hafi unnið í happdrætti. ekki leiðinleg tilfinning.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.10.2007 kl. 19:26

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Neee, komdu marg blessuð og sæl Helga mín, er mín farin að blogga? Það er vonandi allt gott að frétta af þér og þínum? Ég verð í um það bil 3mánuði hérna í Finnlandi, er semsagt hálfnuð með dvölina. Bið að heilsa fólkinu þínu.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.10.2007 kl. 19:49

5 identicon

Manstu þegar Einar kom frá Belgíu og þú mættir á flugvöllinn? Og greyið var rétt fermdur þegar þú "öldruð"móðursystir hrópaðir á hann og stökkst í fangið á feimnum unglingnum.hahahahahahaha. það gleymist seint. Kakan sló í gegn auðvitað. Bjarki hringdi og er í Kanada. Hann bað fyrir kveðju og knús.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:35

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þegar ég tók á móti syni mínum frá Köben um síðustu jól þá missti ég mig alveg og faðmaði hann og kyssti og táraðist af hamingju og fólkið leið brosandi til mín, ég hafði ekki séð soninn í 3 mán.  :):)  Finnar eru spes.  UNGI maðurinn minn þakk kærlega fyrir afmæliskveðjuna.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2007 kl. 23:02

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

"litli" sonur minn ( þá 19 ára ) fór til Kaliforníu í 3 vikur um hátíðarnar í fyrra, ég kvaddi hann eins og hann kæmi aldrei aftur og þegar hann kom heim réð ég mér varla fyrir kæti, hann var nú afar ljúfur og tók því vel þótt mamma gamla þyrfti að knúsa og kreista  og knúsa enn meir

Engin skömm að því að sýna tilfinningarnar :)

Kveðja til Finnlands 

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.10.2007 kl. 00:16

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já það er svo gott að knúsa fólkið sitt

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.10.2007 kl. 07:23

9 identicon

Ég heyrði í Veil í dag og Sunnubarninu. Ég splæsti brauðuppskrift á Sunnubarnið og 2 símtölum í leiðbeiningar. Vona að brauðið hafi bragðast vel hjá litlu búkonunum.  

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 23:44

10 Smámynd: Kolgrima

Þetta er frábær saga. Og ég sem hef alltaf haldið að við værum þjóða feimnust við að sýna tilfinningar, sérstaklega innan um aðra.

Bestu kveðjur úr dásamlegu, köldu, kyrru ég-verð-að-viðra-sængurnar veðri.

Kolgrima, 17.10.2007 kl. 00:08

11 identicon

Sæl og blessuð kæra vinkona. Ekki má maður af þér líta augnablik þá bætist við fullt af skemmtilegum hlutum til að lesa sem tekur náttúrulega mikinn tíma frá seinlesnu vinkonu þinni. Má samt ekki af neinu missa, það er svo skemmtilegt bloggið þitt .  Allt við það sama héðan nema nú er landareignin til sölu......  Kaupi bara risahús í staðinn með stórum listamannaskála inní... Kallinn er alltaf að hugsa um frekara nám og vill ekki búa hér svo það bara hefur sinn gang.  Leiðinlegt þetta með Rússlandsferðina, gengur betur næst. ? ef þetta sauna og sjokkmeðferð virkar vel á svefn hvort þetta væri e-ð sem heilbr. kerfið ætti að tileinka sér. Myndi kannski minnka svefnpilluát inn á stofnunum þessa lands. Jamm.  Hef annars ekkert skemmtilegt að segja þér, hlakka til að fá þig nær, veitti ekki af samtals meðferð hjá dr. Kildren........ bestu kveðjur og mundu hvað þú er frábær á allan hátt

sólrún Dögg Árnadóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 14:17

12 identicon

mín elskulega elsku móðir:D ég vil bara láta þig vita að þú er ein sú Fallegasta manneskja sem ég veit um í heiminum!!:) og það er nú ekkert grín, ég hef alltaf dáðst af þér! og þú ert alveg svakalega mikil fyrirmynd mín;**

Sunna Björg (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 19:33

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ Solla mín, þú segir aldeilis tíðindi, á bara að selja ættaróðalið? Hvert er svo stefnan tekin? Á kannski að fara lengra suður á bóginn? Doktor Kildren tekur líka á móti tölvupósti sem er svo hægt að eyða þannig að engin þarf að vita neitt, heyrðu annars sendu mér smá tölvupóst, þá fæ ég sjálfkrafa e-mailið þitt. Bið annars kærlega að heilsa viðhenginu þínu og afleggjurum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:05

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Æi takk Sunna mín. hlakka til að hitta þig þegar ég kem heim.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:07

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært.  Svíarnir eru svona líka, að kafna úr nærveruangist.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 22:02

16 Smámynd: Fríða Eyland

Kæra Krumma knús til þín

Fríða Eyland, 17.10.2007 kl. 22:52

17 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já Jenný það getur verið alveg óborganlega fyndið að sjá svipinn á þeim þegar ég kem of nálægt, geri reyndar í því af tómum kvikindisskap, hehe.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.10.2007 kl. 22:57

18 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir knúsið Fríða,

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.10.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband