Villtur dans, innkaupakarfa og fleira.

Það er orðin kúnst að ganga um eldhús húsráðanda þessa dagana. Þegar ég kem niður í eldhús á morgnana byrja ég iðulega á sama verkinu, AÐ LOKA ELDHÚSSKÁPUNUM, svo ég slasi mig ekki, annar hver skápur og önnur hver skúffa stendur nefnilega opin.

Því næst leita ég að kaffikönnunni, hef eiginlega snúið því upp í leik. Spyr mig spekingslega og klóra mér í hökunni, hvar skyldi hún hafa skilið hana eftir núna? Fann hana síðast inni á klósetti Shocking

Við þetta bættist svo ný þraut um helgina, og  það er að sveigja framhjá drulluklessu sem hefur fengið að vera óáreitt á miðju eldhúsgólfinu. Sá blettur kom til af því, að eftir saunaprtýið góða um helgina. Þá fengu þær kellur sér að borða. Vinkona húsráðanda hafði opnað síldarkrukku og eitthvað hafði lekið á gólfið, hún hins vegar tók ekkert eftir því og steig galvösk í sullið.

Þar með hófst æðisgengnasti dans sem ég hef  á ævi minni séð. Þetta atriði var hreinlega eins og úr teiknimynd,W00thaha. Hendur fleygðust til og frá, fætur skvettust í óeðlilegar stöður, höfuðhnykkir þannig að ég hélt hreinlega að þetta væri ekki hægt og svo stóð þessi dans yfir í óratíma. Fyrir rest endaði konan á hillum sem voru á einum veggnum og náði á svipstundu að breyta allri uppröðun þar.

Innihald síldarkrukkunnar lá nú allt á gólfinu, og hvað haldiði að kellur hafi gert? jú teygðu sig í handklæði sem þær höfðu notað til að þurrka sig  eftir saunabaðið og þurrkuðu slubbið upp með því. En þar sem engin þeirra var allsgáð, þá varð hluti eftir á gólfinu og hefur fengið að þorna og klístrast óáreittur síðan. ýmislegt annað hefur svo sem fengið að festa sig við klessuna, eitthvað úr sokkum húsráðanda  t.d. því hún lætur nú ekki eina drulluklessu hræða sig og stígur óhikað í hana. Okkur hinum íbúum hússins finnst orðið fróðlegt að sjá hana breytast dag frá degi, og svo er það eiginlega  orðið rannsóknarefni hversu vel húsráðandi þolir að hafa þetta þarna.

Hún kom hins vegar færandi hendi, þegar hún kom heim í dag. Hafði farið á þetta fína námskeið í Ítalskri matargerð og kom heim með afganga sem hún vildi ólm gefa okkur skiptinemum. Með góðum vilja og mikilli einbeitingu var hægt að finna bragð, en að ég kæmi því fyrir mig hvað það gæti verið var hins vegar erfiðara.

Annars fannst mér hún miklu flottari heldur en maturinn sem hún bauð uppá, þar sem hún rigsaði inn um dyrnar, með innkaupakörfu á hendinni. Karfan er merkt í bak og fyrir stórum súpermarkaði hér í grenndinni.Grin  Þetta notar hún hins vegar eins og aðrar konur nota veski. Finnst það svo fjári einfalt, þarf ekkert að gramsa til að finna hlutina, kíkir bara í körfuna og finnur það sem hana vantar.

Ég ætla hins vegar að notast við töskur og veski áfram.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 17.10.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

nú fer ég hlæjandi í bólið hehehehehe 

Guðrún Jóhannesdóttir, 18.10.2007 kl. 01:18

3 Smámynd: Fríða Eyland

Guð ég sé hana í anda í gegnsæja náttkjólnum með körfuna þéttingsfasta við mallan.

Kaffikannan inná klósetti ertu ekki að rugla hérna ! ég meina hvernig ?.. Mikil upplifun hefur sauna- dinnerinn veislan verið fyrir þig sveitastúlkuna..... Síldartorfur á eldhúsgólfinu eru sennilega góðar fyrir twist -ið......Finnar eru greinilega skemmtilegt fólk

Fríða Eyland, 18.10.2007 kl. 01:47

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já Húsráðandi er sko flottust. Hún er bæði bráðgreind, vel lesin, talar 6 tungumál og getur verið ótrúlega fyndin. Kann bara ekki að laga til, enda er manni svo sem ekki gefið allt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.10.2007 kl. 11:27

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Geturðu ekki tekið kjéddlu með þér heim og haft hana til sýnis?  Ég meina, konan er sérstakt eintak af stórkrútti.

En mikið djö.. sem mér verður óglatt af umgengninni.  Enda klígjugjörn með afbrigðum

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2007 kl. 11:56

6 Smámynd: Dísa Dóra

Greinilega áhugaverður húsráðandi sem þú ert með

Takk fyrir innlitið og kvittið

Dísa Dóra, 18.10.2007 kl. 12:05

7 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Frábærar sögur hjá þér

Hugrún Jónsdóttir, 18.10.2007 kl. 14:57

8 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Eða það er að segja frásagnir...

Hugrún Jónsdóttir, 18.10.2007 kl. 14:57

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Veeeiiiit ekki alveg hvort ég væri til í að drösla henni heim Jenný, hef nefnilega ekki mjög háan skítastuðul heima hjá mér, þoli skítinn betur hér að því að ég veit að ég á eftir að komast úr honum. Hins vegar er húsráðandi efni í hina frábærustu bíómynd, væri frekar til að skoða það heldur en að flytja hana til landsins.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.10.2007 kl. 15:55

10 identicon

Settu hana á vídeó  og taktu sýni af fyrrverandi síldarhrúgu og geymdu í boxi. Það gæti komið hið fróðlegasta verk útúr því. En ekki opna dolluna. Annars var ég að spjalla við húsbandið þitt. Góðar fréttirnar af heimkomu þinni.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 17:00

11 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

 skemmtilegar þssar finnsku

Þórunn Óttarsdóttir, 19.10.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband