Bullandi fráhvörf og brenndir afturendar....

Ég hef sýnt af mér eindæma þráhyggjukennda hegðun í dag, jú  sei sei reyndi nebbla ítrekað að komast inn á bloggið vitandi það að stórfelldar árásir væru í gangi og allt lok lok og læsW00t

Kannski þessi hegðun orsakist af sykurdoða sem lagst hefur á heilan eftir margra daga át í óhollustu......allavega var ég eins og fíkill í fráhvörfum þegar ég stakk hausnum oní kökudúnkana og sleikti þá að innan, nei djók ,en mig langaði svakalega til þess.

En ég semsagt eyddi deginum í það að hlaupa um í ofboði  með afþurrkunarklút og moppu á milli þess sem ég leitaði í mikilli örvæntingu að sætindum í skápunum, opnaði  meira að segja sömu skápana aftur og aftur....eins og ég myndi fyrir eitthvert kraftaverk finna súkkulaði sem var þar ekki áður, og rauk svo þess á milli í tölvuna vitandi að það væri vonlaust að komast inn...DHÖ

Mitt í öllu þessu rugli dettur mér sú della í hug að draga húsband með mér í ljós.Shocking

Jess æ nó, það er svakalega óhollt, hef ekki farið í mörg ár en fannst einhvern veginn að þetta væri brilljant hugmynd, hlyti bara að vera gott gegn öllu myrkrinu sem hvílir yfir landinu.

Húsband gerði heiðarlega tilraun til að mótmæla ( að sögn ) en auðvitað heyrði ég það ekki, enda í bullandi blogg og sykur fráhvörfum.

Í kvöld sitjum við svo fáklædd með svíðandi brunatilfinningu á afturendanum og lýtum út eins og jólatré í fullum skrúða, eldrauð og lýsandi...... étandi nömm, því auðvitað var komið við í sjoppu á heimleið til að bjarga geðheilsu minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú klikkar ekki á skemmtilegheitunum frekar en fyrri daginn kona góð. Hahahaha.

Gerði vörutalningu á sælgætislager í gær (maður verður að vita um innihald skápa)

1 kassi súkkulaðirúsínur (hvernig dettur mér í hug að kaupa svona með sykursýki?)

1/2 kílókonfektkassi af Nóatýpu

1 Kassi súkkulaðimolar með lakkrískremi

1 Bismark brjóstsykurspoki

1 kassi After eight

og ég legg ekki meira á þig.  Það gleymdist nefnilega að borða sælgæti hér um jólin.  Svo mikð að gera í öllum hinum ullabjökkunum.

Farin í ljós (jeræt)

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hehe, svaf ekki nema í dúrum í nótt, er svo brunninn á öllu bakstykkinu, je æ nó....gott á mig, hvað á það líka að þýða að fara í ljós, stórhættulegur andskoti.

Skamm kona að eiga svona mikið af nömmum, nú er það grænmeti og baunaréttir fram á sumar. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.1.2008 kl. 10:51

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Jenný, frábært að eiga svona lager EFTIR jólin

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.1.2008 kl. 13:56

5 identicon

Hæ elskuleg og húsband, gleðilegt árið. Jamm bæði ljósadellan og súkkulaðidellan klínast fast við botninn á manni en jafnið ykkur sem fyrst. Ath, súkkulaði læknar allt!!!

kv. súkkulaðifíkillinn Dagrún

Dagrún Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 17:29

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dásamleg lýsing. Hér er ekki til arða af nammi og ég þessvegna alveg að deyja úr löngun í eitthvað sætt. Ætla að fá mér Kiwi. Hvernig líður brunarústunum??  Hvítt er INN í dag kjáninn þinn. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 22:06

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hef gengið um í víðum náttserk í allan dag og ekki komist út úr húsi, dóttirin fór í apótek eftir smyrsli... síðar kom í ljós að bruninn var eftir hreinsi efnin sem notuð voru á bekkina, þannig að ég er með efnabruna- ekki sólbruna En geðið hresstist til muna við birtuna, soldið dýrkeypt vellíðan samt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.1.2008 kl. 22:16

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ææ, fja... hreinsiefnin

en þetta tekur enda eins og annað...

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.1.2008 kl. 23:23

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hvernig heilsast svo í dag Krumma mín?

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.1.2008 kl. 13:01

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ekki beint þægileg uppákoma! En því meira gaman af bloskrifinu þínu. Vonandi gengur þetta fljótt yfir, góða jólarest helgi.

Edda Agnarsdóttir, 5.1.2008 kl. 18:10

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Dagrún..súkkulaðið sest framan á mig, með þessu áframhaldi verð ég eins og rútubílstjóri það mætti þó gjarnan fara smá á lærin...

Gunna: er því miður svipuð, þokast hægt í átt að bata.

Edda: takk sömuleiðis

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.1.2008 kl. 18:59

12 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

He he ekki er gott að vera í bullandi fráhvörfum að sælgætisáti, ég er ekki komin í þau enn ,  því að enþá hef ég slatta til á nammibarnum mínum,enda passa að bæta á hann   en verst með forðan sem að safnast hefur á mann þessa jóladaga og sammála afhveju getur ekkert af honum dreifst á fótleggina á manni  bara um miðjan búiknn og ólíðandi þetta bakspik sem vill setjast á mig      Megi þið öll fjölskyldan hafa gæfuríkt ár.

Erna Friðriksdóttir, 6.1.2008 kl. 09:48

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir hlýtt komment Krumma mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.1.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband