Blóðsykurfall,kuldi,annir og leikhús.
8.1.2008 | 00:36
Langur dagur að kveldi kominn, klukkan er rúmlega tólf og í stað þess að sofa í hausinn á mér hangi ég fyrir framan tölvuna og bæði les og skrifa blogg.
Ætla samt að vakna 6:30 og skella mér í leikfimi, ná úr mér sykurdoðanum. Í dag var kóld turký, ekkert nammi og enginn sykur- afleiðing? jú ég er búin að vera ísköld og með nötrandi blóðsykurfall síðan 7 í morgun. En hvaa verð orðin góð eftir 3 daga.
Ég má orðið hafa mig alla við til komast bloggrúntinn, Þið Þarna elskulegu bloggvinir skrifið svo mikið og oft og auðvitað má ég ekki missa af neinu.
Hei smá hugmynd! er ekki hægt að setja kvóta á ykkur þið vitið....einn bloggar í dag, annar á morgun og svo koll af kolli?
Ha, nei segi bara sona.
Annars fór ég í leikhús í gærkveldi á frábæra sýningu sem heitir " Ökutímar " sem mér finnst að allir landsmenn ættu að sjá. Leikarar náðu að fara með mig upp og niður allan tilfinningaskalann, og ég teygðist út og suður. Gekk út af sýningunni með ekka og grátbólgið andlit.
En þar sem það er orðið svo framorðið og ég úrvinda þá segi ég nánar frá verkinu síðar.
Þangað til.....smjúts.

Ætla samt að vakna 6:30 og skella mér í leikfimi, ná úr mér sykurdoðanum. Í dag var kóld turký, ekkert nammi og enginn sykur- afleiðing? jú ég er búin að vera ísköld og með nötrandi blóðsykurfall síðan 7 í morgun. En hvaa verð orðin góð eftir 3 daga.
Ég má orðið hafa mig alla við til komast bloggrúntinn, Þið Þarna elskulegu bloggvinir skrifið svo mikið og oft og auðvitað má ég ekki missa af neinu.
Hei smá hugmynd! er ekki hægt að setja kvóta á ykkur þið vitið....einn bloggar í dag, annar á morgun og svo koll af kolli?

Annars fór ég í leikhús í gærkveldi á frábæra sýningu sem heitir " Ökutímar " sem mér finnst að allir landsmenn ættu að sjá. Leikarar náðu að fara með mig upp og niður allan tilfinningaskalann, og ég teygðist út og suður. Gekk út af sýningunni með ekka og grátbólgið andlit.
En þar sem það er orðið svo framorðið og ég úrvinda þá segi ég nánar frá verkinu síðar.
Þangað til.....smjúts.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú verður nú að sofa mín kæra, mátt ekki láta lestur bloggs hafa af þér nætursvefninn þegar þú þarft að vakna svona snemma. Hafði það gott í sykurfalli næstu daga. Þetta hlýtur að skána.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 00:51
Vonandi ertu ekki að tala um alvöru blóðsykursfall eins og vér sykursjúkir fáum?
Krumma mín, lestu mitt blogg, bara, það dugir hverjum meðal togarasjómanni. hehe
Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 00:55
Það reyndar bilaði í mér skjaldkyrtill fyrir einhverjum árum síðan, fékk lyf við því en fyrir þann tíma varð blóðsykur eins og hjá manneskju sem er með sykursýki hef verið mjög viðkvæm síðan, verð að passa að borða rétt, oft og lítið annars er það bara svimi, ógleði, pirringur, sjóntruflanir og svefntruflanir, en ekki lífshættulegt ástand eins og það getur orðið hjá þeim sem kljást við sykursýki, semsagt heimatilbúinn vandi sem ég kem mér vel og rækilega í sjálf með óhóflegu áti á ullabjakki.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.1.2008 kl. 06:38
vona að morgunleikfimin hafi verið gott start inn í daginn hjá þér Krumma mín, og þú skjálfir ekki mikið í dag
Farðu vel með þig og skilaðu kærri kveðju til múttunnar þinnar
Guðrún Jóhannesdóttir, 8.1.2008 kl. 08:51
Úff það er nógu erfitt að vakna þó ekki sé vaknað á nóttunni.Gangi þér vel í íþróttunum.Ég byrjaði í gær
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 10:24
Spennandi þetta með leikritið! Hefur þú ekki fengið imail frá mér?
Edda Agnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 19:02
Helga: vona að þú fáir nýtt hné sem fyrst, veit að það er erfitt að vera hreyfihamlaður og/eða þjáður af verkjum, smjúts.
Edda: já leikritið var frábært á eftir að segja betur frá því og nei fékk engan póst..skrifaði í kommentafærsluna hjá þér.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.1.2008 kl. 19:50
Dugleg ertu, ég aftur á móti bara skelli mér í sjoppuna á morgnana
En þar finn ég ekki nokkra þörf fyrir sykur áti, kanski af því að það glamrar í hverri hillu ? Ég er verri þegar heim er komið og þá dauðsé ég eftir að hafa ekki byrgt mig upp og fer að leita í skápum he heh he............... En hvernig voru þeir sem að sátu þér næstir á leiksýningunni eftir að þú baðaðir út öllum öngum :) ?
Erna Friðriksdóttir, 8.1.2008 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.