Leyndarmálið stóra.....
9.1.2008 | 01:31
Er kominn á fætur eftir 2ja tíma svefn. Ég á það til að fara í gegnum svona tímbil þar sem ég get ekki sofið, sama hvernig ég veltist og snýst í rúminu. Hef reynt ótal ráð, farið í slökun, lesið, farið í heitt bað, drukkið flóaða mjólk, staðið á haus...nei djók, en ég hef semsagt prófað flest sem svæfir annað venjulegt fólk. Þannig að þá er bara dröslast í föt og fara á fætur...þrauka daginn fram að næstu nótt og vona að ég geti sofnað þá.
Ég sagði frá því í færslunni á undan að ég hefði farið í leikhús á Sunnudagskvöldið. Hef áður séð leikrit sem fjallar um sama efni, kynferðislega misnotkun og svo sem lesið margt líka, að ég tali nú ekki um persónulega reynslu. Dóttir mín varð fyrir misnotkun fyrir einhverjum árum síðan, þannig að ég þekki vel til hvaða hrikalegu afleiðingar svona glæpir hafa. Ekki bara fyrir fórnarlambið heldur alla sem eru í kringum þann einstakling.
Lengi vel gat ég ekki talað opinskátt um þetta..upplifði svo mikla skömm. Hvernig gat þetta gerst í minni fjölskyldu? Við sem fræddum börnin okkar um leið og þær fengu einhvern orðaforða til að skilja hvað maður var að tala um. Við ræddum við þær um snertingar, hvenær ætti að segja nei, að láta vita ef einhver sýndi þeim óeðlilegan áhuga og svo framvegis. Þetta gerðist samt, og litla stelpan mín brást við eins og önnur fórnarlömb, tók byrðina á sig og þagði. Alltof lengi,vildi halda friðinn. Enginn orð fá lýst ógleðinni, vanmættinum og sorginni sem maður fer í gegn um sem foreldri. Hvar brást ég, af hverju gat ég ekki afstýrt þessu, en allra verst er þó að vita af þjáningu barnsins.
Höfundur verksins kemur með nýja nálgun. Hún segir " við getum verið elskuð mikið af fólki sem særir okkur" og það er einmitt það sem gerir þessi mál að harmleikjum. Oft eru fórnarlömb í tilfinningatengslum við geranda, elskar jafnvel viðkomandi. Þetta er oft einhver nákomin og það er svo erfitt að hata þann sem maður elskar.
Leikritið var þannig upp sett að að maður var neyddur til að hlæja á óþægilegum augnablikum og gerandinn-frændinn var sýndur sem elskulegur og góður maður sem elskaði litlu frænku sýna ofurheitt og á rangan hátt.
Ég veit ekki hvort ég næ að gera mig skiljanlega, er ekki á nokkurn hátt að afsaka, réttlæta eða gera lítið úr alvarleika misnotkunar. Er kannski bara að reyna nálgast þetta frá annarri hlið, fyrir mig og aðra.
Ef allir gerendur væru illa innrættir misyndismenn væri málið auðveldara, í það minnsta fyrir aðstandendur, það er bara ekki tilfellið.
Margt annað frábært kemur einnig frá höfundi verksins t.d. um viðhorf almennings, stöðu kynja og fleira. hef bara því miður svo lítinn tíma til að setjast yfir það til að berja saman blogg/texta um málið..hvet hins vegar alla til að fara og sjá verkið, það er aldrei of mikið gert af því að ræða þessi mál, frá öllum hliðum.
Nótt nótt......
Ég sagði frá því í færslunni á undan að ég hefði farið í leikhús á Sunnudagskvöldið. Hef áður séð leikrit sem fjallar um sama efni, kynferðislega misnotkun og svo sem lesið margt líka, að ég tali nú ekki um persónulega reynslu. Dóttir mín varð fyrir misnotkun fyrir einhverjum árum síðan, þannig að ég þekki vel til hvaða hrikalegu afleiðingar svona glæpir hafa. Ekki bara fyrir fórnarlambið heldur alla sem eru í kringum þann einstakling.
Lengi vel gat ég ekki talað opinskátt um þetta..upplifði svo mikla skömm. Hvernig gat þetta gerst í minni fjölskyldu? Við sem fræddum börnin okkar um leið og þær fengu einhvern orðaforða til að skilja hvað maður var að tala um. Við ræddum við þær um snertingar, hvenær ætti að segja nei, að láta vita ef einhver sýndi þeim óeðlilegan áhuga og svo framvegis. Þetta gerðist samt, og litla stelpan mín brást við eins og önnur fórnarlömb, tók byrðina á sig og þagði. Alltof lengi,vildi halda friðinn. Enginn orð fá lýst ógleðinni, vanmættinum og sorginni sem maður fer í gegn um sem foreldri. Hvar brást ég, af hverju gat ég ekki afstýrt þessu, en allra verst er þó að vita af þjáningu barnsins.
Höfundur verksins kemur með nýja nálgun. Hún segir " við getum verið elskuð mikið af fólki sem særir okkur" og það er einmitt það sem gerir þessi mál að harmleikjum. Oft eru fórnarlömb í tilfinningatengslum við geranda, elskar jafnvel viðkomandi. Þetta er oft einhver nákomin og það er svo erfitt að hata þann sem maður elskar.
Leikritið var þannig upp sett að að maður var neyddur til að hlæja á óþægilegum augnablikum og gerandinn-frændinn var sýndur sem elskulegur og góður maður sem elskaði litlu frænku sýna ofurheitt og á rangan hátt.
Ég veit ekki hvort ég næ að gera mig skiljanlega, er ekki á nokkurn hátt að afsaka, réttlæta eða gera lítið úr alvarleika misnotkunar. Er kannski bara að reyna nálgast þetta frá annarri hlið, fyrir mig og aðra.
Ef allir gerendur væru illa innrættir misyndismenn væri málið auðveldara, í það minnsta fyrir aðstandendur, það er bara ekki tilfellið.
Margt annað frábært kemur einnig frá höfundi verksins t.d. um viðhorf almennings, stöðu kynja og fleira. hef bara því miður svo lítinn tíma til að setjast yfir það til að berja saman blogg/texta um málið..hvet hins vegar alla til að fara og sjá verkið, það er aldrei of mikið gert af því að ræða þessi mál, frá öllum hliðum.
Nótt nótt......
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla bara að senda þér stórt KNÚS Krumma mín, veit að þetta var/er mjög erfitt og engin orð geta grætt það sem skemmdist.Risaknús
Guðrún Jóhannesdóttir, 9.1.2008 kl. 14:09
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 16:34
Vann með þolendum kynferðisofbeldis í mörg ár og þekki eimitt þetta, því flestir gerendur eru ekki ljótir karlar í myrkrinu heldur einhver sem barnið þekkir og treystir. Þar liggur mesti sársaukinn.
Verð að sjá þetta leikrít.
takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 17:16
já því miður hafa alltof margir sögur að segja......það þarf að finna önnur úrræði heldur en fangelsi og ræða þessi mál opinskátt án þess að vera með refsivöndinn á lofti...þó hann sé þarfur stundum.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.1.2008 kl. 18:28
Þetta væri ég til í að sjá. Þekki reyndar ekki náið til einstaklinga sem hafa lent í þessum aðstæðum, en hef velt því fyrir mér hvernig ég brygðist við ef slíkt henti mína nánustu. Vona að þú getir farið að sofa fljótlega, þetta gengur ekki. Farðu vel með þig
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 20:30
Þú segir nokk...Ég veit hvernig svefnlausar nætur eru... Sumir geta ekki sofið fyrir verkjum...Aðrir ekki vegna áhyggju og svo eru þeir sem óttast að fá ekki að lifa nóttina af vegna þess að þeir vita of mikið um glæpamál náungans! Allur þessi pakki er alltaf til staðar og við verðum hvert og eitt að taka á vandamálunum...Kæra bloggvinkona. Guð gefi þér bata!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.1.2008 kl. 21:10
Takk Ásdís
Guðrún: finn til mikils vanmáttar gagnvart þessari vitneskju sem þú býrð yfir, þetta er með ólíkindum hvernig yfirvöld hunsa þetta og hvernig þetta mál var rannsakað á sínum tíma...hvað er hægt að gera?
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.1.2008 kl. 21:34
þú og þínir eru svo miklar hetjur í lífinu... Einhverntímann þegar við verðum gamlar þá vil ég skirfa sögu þína... ég veit fyrir víst að þú hefur ekki brugðist dóttur þinni á neinn hátt... þótt aðrir hefðu geta staðið sig betur "sey no more"... en þú dúllan mín... HETJA... Vonandi nýtur þess að skipta um landshluta og við sjáumst eftir helgi..KNÚS....til ykkar allra...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 11.1.2008 kl. 15:45
Magga mín þú ert sjálf æðisleg
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.1.2008 kl. 16:13
Þetta með skömmina kannast ég við eða öllu heldur vanmáttur að vera ekki tilbúin að ræða málin, þetta hlýtur að vera "lost" einkenni.
Hlakka til að hitta þig!
Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 19:07
Þið sýnið ótrúlegt hugrekki mæðgurnar með því að ræða þessi mál opinberlega. Ég dáist að ykkur
Kolgrima, 12.1.2008 kl. 19:57
Knús.. dúlla og takk fyrir allan stuðningin síðustu árin... við heyrumst þegar við mæðginin komum að sunnan...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 12.1.2008 kl. 22:47
Kolgríma,Edda,Gurrý...takk fyrir daginnhlakka til að endurtaka leikinn...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.1.2008 kl. 02:14
Já.. ég hef heyrt þetta leikrit nefnt oft og dauðlangar að sjá það. En er samt ekki viss um að mig langi í ''óþægilegu'' tilfinningarnar sem fylgja því að horfa.
Leiðinlegt að heyra með dóttur þína. Það er svo hræðilegt hvað þetta er algengt.
Takk fyrir bónorðið
Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2008 kl. 11:39
hæ krumms... hvernig er kjálkinn á þegar þú ert að reyna að sofna ?? stífur ?? ef þú nærð honum slökum ætti svefninn að síga á...kveðja
Þórunn Óttarsdóttir, 13.1.2008 kl. 20:11
Já sömuleiðis Krumma!
Edda Agnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 23:59
Ég missti af þér reyndi mikið en við hittumst bara seinna, kíktu á póstinn þinn plís
Fríða Eyland, 14.1.2008 kl. 00:56
Gaman að hitta ykkur allar
Kolgrima, 14.1.2008 kl. 01:12
Já ég var skúffuð yfir því að hafa ekki hitt þig Fríða, það verður annar hittingur, en ertu viss um að hafa rétt email? Það er krummav@simnet.is
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.1.2008 kl. 15:18
Kannast eiginlega við flest ...
Heiða Þórðar, 15.1.2008 kl. 00:53
Heiða því miður eru það margir sem þekkja þetta af eigin raun, það þarf að tala um þetta opinskátt og frá öllum hliðum,
takk fyrir innlit
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.1.2008 kl. 01:26
Æi Krumma mín, kíkti hérna til að tékka á þér og athuga með nýja færslu og knúsa þig smá í leiðinni
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 10:38
Jenný mín...takk fyrir knús ný færsla er í fæðingu er bara svo upptekinn í skólanum og öðrum verkefnum að ég þyrfti helmingi lengri sólarhring.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.1.2008 kl. 12:14
Æji Hrafnhildur , þetta er ömurlegt, það eru líka svo mörg dæmi sem koma ALDREI á yfirborðið, sem er hörmung í alla staði............
Soddan ekki heldurðu að ég hafi verið að SKOTTAST í sjoppuna svona árla dags eftir 1 kg missi til að nörla mér inn sælgæti ??????????
Kveðja Sælgætisgrýsinn,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,sérstaklega í Nóa Síríus konfekt.............. Ps skil ekkert af þeim að kjósa mig ekki mann ársins í Komfektáti og senda mér nokkra kassa ???????
Erna Friðriksdóttir, 15.1.2008 kl. 17:28
Æj..þetta er svo erfitt, ég þekki þetta. Það eru orðin 20 ár síðan. Ég man samt enn tilfinningaflóruna þegar þetta kom upp..það var svo erfitt og manni finnst maður hafa brugðist svo illa.
Knús á þig
Ragnheiður , 16.1.2008 kl. 18:02
mynd af húsbandinu þínu á forsíðu skessuhornsins sem kom út í dag, svoooooooooooooooo sætur
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.1.2008 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.